Skipuleggja tónleika fyrir Ólaf Þórðarson 5. apríl 2011 21:42 Ólafur Þórðarson. Mynd/Birgir Ísleifur Vinir og samstarfsmenn tónlistarmannsins Ólafs Þórðarsonar hafa ákveðið að standa fyrir tónleikum til styrktar Ólafi síðar í mánuðinum. Ólafur liggur meðvitundarlaus á Grensásdeild Landsspítalans eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum þegar sonur hans réðst á hann í nóvember. Árásin átti sér stað á heimili Ólafs. Um er að ræða einu tónleikana í ár á fyrirhugaðri Þjóðlagahátíð Reykjavíkur - Reykjavik Folk Festival sem Ólafur kom á laggirnar í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu frá Helga Péturssyni félaga Ólafs í Ríó tríóinu. Ólafur hafði skipulagt mun fleiri tónleika á hátíðinni. „Vinir Ólafs og samstarfsmenn til margra ára hafa tekið höndum saman og ákveðið að ganga inn í skipulagsvinnu Ólafs og halda tónleika í Háskólabíói undir merkjum hátíðarinnar en að öllu leyti honum sjálfum til styrktar. Hann er einyrki og rekur umboðsfyrirtækið Þúsund þjalir og vann í hlutastarfi í Ríkisútvarpinu Rás 1, en eins og nærri má geta, hefur áfall þetta, þjálfun og endurhæfing framundan, miklar fjárhagslegar afleiðingar í för með sér," segir í tilkynningunni. Þar segir einnig: „Allir sem vettlingi geta valdið hafa lagst á árar og er óhætt að lofa tónleikagestum frábærri skemmtun. Allir sem koma að undirbúningi, ljósum og hljóðvinnslu, að ekki sé talað um listamennina sjálfa, gefa vinnu sína og hvetja alla til þess að sækja þessa einstöku tónleika." Meðal þeirra sem fram koma eru Kristján Jóhannsson, Kristján Kristjánsson KK, Bubbi Mortens, Björgvin Halldórsson, Savanna tríóið, Ríó tríóið, Hörður Torfason, Diddú, Óperukórinn og fjöldi óperusöngvara, Egill Ólafsson, Gæðablóðin, Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds, Gunnar Þórðarson, Guitar Islancio, South River Band, Guðrún Gunnarsdóttir og útvarpsbandið og Örn Árnason. Kynnir verður Þorsteinn Guðmundsson. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói miðvikudagskvöldið 13. apríl og hefjast klukkan 20. Miðar á tónleikana verða seldir á www.midi.is. Þá hefur verið stofnaður styrktarreikningur fyrir Ólaf - nr. 0326-13-700700 og kennitala 011263-3489. Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Vinir og samstarfsmenn tónlistarmannsins Ólafs Þórðarsonar hafa ákveðið að standa fyrir tónleikum til styrktar Ólafi síðar í mánuðinum. Ólafur liggur meðvitundarlaus á Grensásdeild Landsspítalans eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum höfuðmeiðslum þegar sonur hans réðst á hann í nóvember. Árásin átti sér stað á heimili Ólafs. Um er að ræða einu tónleikana í ár á fyrirhugaðri Þjóðlagahátíð Reykjavíkur - Reykjavik Folk Festival sem Ólafur kom á laggirnar í fyrra, að því er fram kemur í tilkynningu frá Helga Péturssyni félaga Ólafs í Ríó tríóinu. Ólafur hafði skipulagt mun fleiri tónleika á hátíðinni. „Vinir Ólafs og samstarfsmenn til margra ára hafa tekið höndum saman og ákveðið að ganga inn í skipulagsvinnu Ólafs og halda tónleika í Háskólabíói undir merkjum hátíðarinnar en að öllu leyti honum sjálfum til styrktar. Hann er einyrki og rekur umboðsfyrirtækið Þúsund þjalir og vann í hlutastarfi í Ríkisútvarpinu Rás 1, en eins og nærri má geta, hefur áfall þetta, þjálfun og endurhæfing framundan, miklar fjárhagslegar afleiðingar í för með sér," segir í tilkynningunni. Þar segir einnig: „Allir sem vettlingi geta valdið hafa lagst á árar og er óhætt að lofa tónleikagestum frábærri skemmtun. Allir sem koma að undirbúningi, ljósum og hljóðvinnslu, að ekki sé talað um listamennina sjálfa, gefa vinnu sína og hvetja alla til þess að sækja þessa einstöku tónleika." Meðal þeirra sem fram koma eru Kristján Jóhannsson, Kristján Kristjánsson KK, Bubbi Mortens, Björgvin Halldórsson, Savanna tríóið, Ríó tríóið, Hörður Torfason, Diddú, Óperukórinn og fjöldi óperusöngvara, Egill Ólafsson, Gæðablóðin, Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvalds, Gunnar Þórðarson, Guitar Islancio, South River Band, Guðrún Gunnarsdóttir og útvarpsbandið og Örn Árnason. Kynnir verður Þorsteinn Guðmundsson. Tónleikarnir fara fram í Háskólabíói miðvikudagskvöldið 13. apríl og hefjast klukkan 20. Miðar á tónleikana verða seldir á www.midi.is. Þá hefur verið stofnaður styrktarreikningur fyrir Ólaf - nr. 0326-13-700700 og kennitala 011263-3489.
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira