Bubbi horfir fram á veginn 6. apríl 2011 17:48 Mynd/Stefán „Að eiga fjölskyldu og vini er það eina sem skiptir máli í þessu lífi, það finnst mér,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens og horfir fram á veginn en í byrjun vikunnar greindi hann frá því að Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eiginkona hans, hefði nýverið fætt andvana barn. Þau komust að því þegar að þau fóru í 20 vikna sónar að barnið væri látið. Bubbi segir þjóðina rífast yfir „öllum andskotanum um einskisverða hluti í hinu stóra samhengi. Í raun er landið klofið. Þú skalt segja já, þú verður að segja nei og djöfullinn hlær hangandi utan á skjaldarmerkinu.“ Í pistli á Pressunni spyr hann af hverju fólk eyði tíma sínum í svo hrikalega neikvæðni. „Nóg um það, ég heyri stundum ekki í vinum mínum í dágóðan tíma en alltaf þegar ég hef orðið fyrir áfalli dúkka þeir upp og faðma mig, segja falleg orð, svona eins og tilfinningagarðyrkjumenn sem vökva sál mína. Fjölskyldan mín er alveg eins, sumir geta tjáð sig með orðum, aðrir með faðmlagi þar sem maður finnur að allt hjartað er lagt í.“ Bubbi segir að fjölskyldan sé hreiðrið og skjólið. „Kannski er fjölskyldan í raun hin eina sanna undirstaða þjóðfélagsins. Að eiga fjölskyldu er óendanlega gott, að eiga vini er óendanlega gott. Vinir mínir eru óhræddir að tjá sig við mig þegar á reynir.“ Þá segist Bubbi vera þakklátur fyrir fjölskylduna, vinina og börnin. „Í nokkur ár hefur öll umræða hér á landi snúist um neikvæðni og horft er í baksýnisspegilinn í staðinn fyrir að horfa fram á veginn. Ég þrái það að við getum horft til framtíðar, að það sé í lagi að þekkja fólk sem vinnur í banka eða vann í banka. Að það sé í lagi að hafa talað við útrásarvíking, og jafnvel eiga hann sem vin að það sé í lagi að sumum gengur betur en öðrum, að það sé í lagi að lífið er ekki eins og ég vill. Það sé í lagi að lifa án haturs og reiði, að það sé lagi að hafa skoðun án þess að lenda á forsíðu blaðanna fyrir hana. Að það sé í lagi horfa til framtíðarinnar með von í hjartanu. Að það sé í lagi að þrá að þjóðin og landið mitt verði heilbrigð á ný og stjórnmálamenn og fjölmiðlar hætti að fjárfesta í reiðinni og hatrinu, heldur sameinast í að horfa fram á veginn.“ Tengdar fréttir Harmleikur hjá fjölskyldu Bubba Bubbi Morthens tónlistarmaður greinir frá því að Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eiginkona hans, hafi fætt andvana barn á dögunum. Þau komust að því þegar að þau fóru í 20 vikna sónar að barnið væri látið. Þegar þau fóru í tólf vikna sónar blasti lítið kríli við. Gleðin og þakklætið var mikið og þau hjónin pældu í nafni. 4. apríl 2011 15:04 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Að eiga fjölskyldu og vini er það eina sem skiptir máli í þessu lífi, það finnst mér,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens og horfir fram á veginn en í byrjun vikunnar greindi hann frá því að Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eiginkona hans, hefði nýverið fætt andvana barn. Þau komust að því þegar að þau fóru í 20 vikna sónar að barnið væri látið. Bubbi segir þjóðina rífast yfir „öllum andskotanum um einskisverða hluti í hinu stóra samhengi. Í raun er landið klofið. Þú skalt segja já, þú verður að segja nei og djöfullinn hlær hangandi utan á skjaldarmerkinu.“ Í pistli á Pressunni spyr hann af hverju fólk eyði tíma sínum í svo hrikalega neikvæðni. „Nóg um það, ég heyri stundum ekki í vinum mínum í dágóðan tíma en alltaf þegar ég hef orðið fyrir áfalli dúkka þeir upp og faðma mig, segja falleg orð, svona eins og tilfinningagarðyrkjumenn sem vökva sál mína. Fjölskyldan mín er alveg eins, sumir geta tjáð sig með orðum, aðrir með faðmlagi þar sem maður finnur að allt hjartað er lagt í.“ Bubbi segir að fjölskyldan sé hreiðrið og skjólið. „Kannski er fjölskyldan í raun hin eina sanna undirstaða þjóðfélagsins. Að eiga fjölskyldu er óendanlega gott, að eiga vini er óendanlega gott. Vinir mínir eru óhræddir að tjá sig við mig þegar á reynir.“ Þá segist Bubbi vera þakklátur fyrir fjölskylduna, vinina og börnin. „Í nokkur ár hefur öll umræða hér á landi snúist um neikvæðni og horft er í baksýnisspegilinn í staðinn fyrir að horfa fram á veginn. Ég þrái það að við getum horft til framtíðar, að það sé í lagi að þekkja fólk sem vinnur í banka eða vann í banka. Að það sé í lagi að hafa talað við útrásarvíking, og jafnvel eiga hann sem vin að það sé í lagi að sumum gengur betur en öðrum, að það sé í lagi að lífið er ekki eins og ég vill. Það sé í lagi að lifa án haturs og reiði, að það sé lagi að hafa skoðun án þess að lenda á forsíðu blaðanna fyrir hana. Að það sé í lagi horfa til framtíðarinnar með von í hjartanu. Að það sé í lagi að þrá að þjóðin og landið mitt verði heilbrigð á ný og stjórnmálamenn og fjölmiðlar hætti að fjárfesta í reiðinni og hatrinu, heldur sameinast í að horfa fram á veginn.“
Tengdar fréttir Harmleikur hjá fjölskyldu Bubba Bubbi Morthens tónlistarmaður greinir frá því að Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eiginkona hans, hafi fætt andvana barn á dögunum. Þau komust að því þegar að þau fóru í 20 vikna sónar að barnið væri látið. Þegar þau fóru í tólf vikna sónar blasti lítið kríli við. Gleðin og þakklætið var mikið og þau hjónin pældu í nafni. 4. apríl 2011 15:04 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Harmleikur hjá fjölskyldu Bubba Bubbi Morthens tónlistarmaður greinir frá því að Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eiginkona hans, hafi fætt andvana barn á dögunum. Þau komust að því þegar að þau fóru í 20 vikna sónar að barnið væri látið. Þegar þau fóru í tólf vikna sónar blasti lítið kríli við. Gleðin og þakklætið var mikið og þau hjónin pældu í nafni. 4. apríl 2011 15:04