Alþingi á ekki að gerast dómari í eigin sök 6. apríl 2011 18:57 Fyrsti formlegi fundur stjórnlagaráðs var haldinn í dag en ráðið hefur það verkefni að undirbúa frumvarp um breytingar á stjórnarskránni. Ómar Ragnarsson, aldursforseti ráðsins, setti fundinn en gert er ráð fyrir því að ráðið starfi í tvo til fjóra mánuði. Stjórnlagaráðsfulltrúar vilja að frumvarpið verði sett beint í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi tekur afstöðu til málsins. „Þetta helgast af hagnýtum rökum að stjórnarskrá sérhvers lands fjallar meðal annars um Alþingi, t.d. um fjölda alþingismanna og þá á Alþingi ekki að gerast dómari í eigin sök og taka efnsilega afstöðu til slíkra hluta og drátturinn sem hefur orðið á stjórnarskránni frá 1944 hefur einmitt stafað af þessari gömlu sjálftöku hugsun," segir Þorvaldur Gylfason, stjórnlagaráðsfulltrúi. „Ef við getum komið fram með tillögu að stjórnarskrá sem getur nýst Íslendingum í framtíðinni þá er mér alveg slétt sama hvort umboð okkar sé sterkt eða veikt. Það er verkið sem skiptir máli," segir Katrín Oddsdóttir, stjórnlagaráðsfulltrúi. Á fundinum í dag var lögð fram 700 blaðsíðna skýrsla stjórnlaganefndar sem meðal annars hafði það hlutverk að leggja fram hugmyndir um breytingar á stjórnarskránni. Í þeirri vinnu var tekið mið af þeim viðhorfum sem komu fram á Þjóðfundi á síðasta ári. Nefndin leggur fram fjölmarga valkosti um breytingar þar á meðal að minnihluti Alþingis geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu sem og ákveðinn hluti þjóðar. Þá setur nefndin fram þann valkost að framkvæmda- og löggjafarvald verði aðskilið þannig að ráðherrar sitji ekki á Alþingi. Ennfremur að sjálfstæði dómstóla verði styrkt og að kjördæmaskipan verði endurskoðuð. Það var hátíðarstemning á fyrsta fundi stjórnlagaráðs í dag en stjórnlagaráðsfulltrúar ætla að ljúka öllum fundum með hópsöng. Tengdar fréttir Stjórnlagaráð sett í dag - almenningur velkominn Stjórnlagaráð verður sett í dag klukkan tvö. Á setningunni fá fulltrúar í stjórnlagaráði afhenta skýrslu stjórnlaganefndar, sem Guðrún Pétursdóttir hefur stýrt, þar sem koma fram tillögur nefndarinnar um breytingar á stjórnarskránni. Stjórnlaganefnd sem kjörin var af Alþingi 16. júní í fyrra hefur þar með lokið störfum. Að setningu lokinni verður efni skýrslunnar kynnt fjölmiðlum. Setningin er opin almenningu á meðan húsrúm leyfir, en aðsetur stjórnlagaráðs eru í Ofanleiti 2 í Reykjavík. Í Stjórnlagaráði sitja 25 fulltrúar og er þeim ætlað að taka við og fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar, undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu niðurstöður Þjóðfundar sem haldinn var í fyrra. 6. apríl 2011 08:45 Fyrir næstu kynslóðir Stjórnlagaráð var sett í dag en það var aldurforsetinn Ómar Ragnarsson sem setti fyrsta fund ráðsins. Stjórnlaganefnd afhenti fulltrúunum hugmyndir sínar um breytingar á stjórnarskránni en tillögurnar eru í tveimur bindum sem telja samtals 700 blaðsíður. Verkefni ráðsins er að fara yfir hugmyndirnar og koma með tillögu að endurbættri stjórnarskrá. Stjórnlaganefnd sem kjörin var af Alþingi 16. júní í fyrra og Guðrún Pétursdóttir veitti forystu hefur þar með lokið störfum. 6. apríl 2011 17:26 700 manns fylgdust fyrsta fundi stjórnlagaráðs Alls fyldust 700 manns með fyrsta fundi stjórnlagaráðs sem fór fram í dag. Allir fundir ráðsins verða sýndir í beinni útsetningu á netinu. 6. apríl 2011 18:09 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Fyrsti formlegi fundur stjórnlagaráðs var haldinn í dag en ráðið hefur það verkefni að undirbúa frumvarp um breytingar á stjórnarskránni. Ómar Ragnarsson, aldursforseti ráðsins, setti fundinn en gert er ráð fyrir því að ráðið starfi í tvo til fjóra mánuði. Stjórnlagaráðsfulltrúar vilja að frumvarpið verði sett beint í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en Alþingi tekur afstöðu til málsins. „Þetta helgast af hagnýtum rökum að stjórnarskrá sérhvers lands fjallar meðal annars um Alþingi, t.d. um fjölda alþingismanna og þá á Alþingi ekki að gerast dómari í eigin sök og taka efnsilega afstöðu til slíkra hluta og drátturinn sem hefur orðið á stjórnarskránni frá 1944 hefur einmitt stafað af þessari gömlu sjálftöku hugsun," segir Þorvaldur Gylfason, stjórnlagaráðsfulltrúi. „Ef við getum komið fram með tillögu að stjórnarskrá sem getur nýst Íslendingum í framtíðinni þá er mér alveg slétt sama hvort umboð okkar sé sterkt eða veikt. Það er verkið sem skiptir máli," segir Katrín Oddsdóttir, stjórnlagaráðsfulltrúi. Á fundinum í dag var lögð fram 700 blaðsíðna skýrsla stjórnlaganefndar sem meðal annars hafði það hlutverk að leggja fram hugmyndir um breytingar á stjórnarskránni. Í þeirri vinnu var tekið mið af þeim viðhorfum sem komu fram á Þjóðfundi á síðasta ári. Nefndin leggur fram fjölmarga valkosti um breytingar þar á meðal að minnihluti Alþingis geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu sem og ákveðinn hluti þjóðar. Þá setur nefndin fram þann valkost að framkvæmda- og löggjafarvald verði aðskilið þannig að ráðherrar sitji ekki á Alþingi. Ennfremur að sjálfstæði dómstóla verði styrkt og að kjördæmaskipan verði endurskoðuð. Það var hátíðarstemning á fyrsta fundi stjórnlagaráðs í dag en stjórnlagaráðsfulltrúar ætla að ljúka öllum fundum með hópsöng.
Tengdar fréttir Stjórnlagaráð sett í dag - almenningur velkominn Stjórnlagaráð verður sett í dag klukkan tvö. Á setningunni fá fulltrúar í stjórnlagaráði afhenta skýrslu stjórnlaganefndar, sem Guðrún Pétursdóttir hefur stýrt, þar sem koma fram tillögur nefndarinnar um breytingar á stjórnarskránni. Stjórnlaganefnd sem kjörin var af Alþingi 16. júní í fyrra hefur þar með lokið störfum. Að setningu lokinni verður efni skýrslunnar kynnt fjölmiðlum. Setningin er opin almenningu á meðan húsrúm leyfir, en aðsetur stjórnlagaráðs eru í Ofanleiti 2 í Reykjavík. Í Stjórnlagaráði sitja 25 fulltrúar og er þeim ætlað að taka við og fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar, undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu niðurstöður Þjóðfundar sem haldinn var í fyrra. 6. apríl 2011 08:45 Fyrir næstu kynslóðir Stjórnlagaráð var sett í dag en það var aldurforsetinn Ómar Ragnarsson sem setti fyrsta fund ráðsins. Stjórnlaganefnd afhenti fulltrúunum hugmyndir sínar um breytingar á stjórnarskránni en tillögurnar eru í tveimur bindum sem telja samtals 700 blaðsíður. Verkefni ráðsins er að fara yfir hugmyndirnar og koma með tillögu að endurbættri stjórnarskrá. Stjórnlaganefnd sem kjörin var af Alþingi 16. júní í fyrra og Guðrún Pétursdóttir veitti forystu hefur þar með lokið störfum. 6. apríl 2011 17:26 700 manns fylgdust fyrsta fundi stjórnlagaráðs Alls fyldust 700 manns með fyrsta fundi stjórnlagaráðs sem fór fram í dag. Allir fundir ráðsins verða sýndir í beinni útsetningu á netinu. 6. apríl 2011 18:09 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Stjórnlagaráð sett í dag - almenningur velkominn Stjórnlagaráð verður sett í dag klukkan tvö. Á setningunni fá fulltrúar í stjórnlagaráði afhenta skýrslu stjórnlaganefndar, sem Guðrún Pétursdóttir hefur stýrt, þar sem koma fram tillögur nefndarinnar um breytingar á stjórnarskránni. Stjórnlaganefnd sem kjörin var af Alþingi 16. júní í fyrra hefur þar með lokið störfum. Að setningu lokinni verður efni skýrslunnar kynnt fjölmiðlum. Setningin er opin almenningu á meðan húsrúm leyfir, en aðsetur stjórnlagaráðs eru í Ofanleiti 2 í Reykjavík. Í Stjórnlagaráði sitja 25 fulltrúar og er þeim ætlað að taka við og fjalla um skýrslu stjórnlaganefndar, undirbúa frumvarp að endurbættri stjórnarskrá og hafa til hliðsjónar við þá vinnu niðurstöður Þjóðfundar sem haldinn var í fyrra. 6. apríl 2011 08:45
Fyrir næstu kynslóðir Stjórnlagaráð var sett í dag en það var aldurforsetinn Ómar Ragnarsson sem setti fyrsta fund ráðsins. Stjórnlaganefnd afhenti fulltrúunum hugmyndir sínar um breytingar á stjórnarskránni en tillögurnar eru í tveimur bindum sem telja samtals 700 blaðsíður. Verkefni ráðsins er að fara yfir hugmyndirnar og koma með tillögu að endurbættri stjórnarskrá. Stjórnlaganefnd sem kjörin var af Alþingi 16. júní í fyrra og Guðrún Pétursdóttir veitti forystu hefur þar með lokið störfum. 6. apríl 2011 17:26
700 manns fylgdust fyrsta fundi stjórnlagaráðs Alls fyldust 700 manns með fyrsta fundi stjórnlagaráðs sem fór fram í dag. Allir fundir ráðsins verða sýndir í beinni útsetningu á netinu. 6. apríl 2011 18:09