Innlent

Steingrímur: Meiri munur en ég átti von á

MYND/Vilhelm
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist ekki hafa reiknað með eins miklum mun í Icesave kosningunum eins og raun ber vitni samkvæmt fyrstu tölum úr landsbyggðarkjördæmunum. Um 62 prósent hafna samningnum og já segja um 37 prósent.

„Maður var búinn að undirbúa sig undir hvaða útkomu sem var," sagði Steingrímur í sjónvarpssal Ríkisútvarpsins þegar fyrstu tölur voru ljósar. Hann sagði að vísbendingar hefðu verið í þessa átt síðustu daga en að munurinn væri heldur meiri en hann hafi búist við. Að hans mati er orðið nokkuð ljóst að NEI-ið verði ofaná.

Hann sagðist hafa dauðóttast það allan tíminn og að þegar fyrsty vísbendingar bentu til að samningurinn yrði samþykktur segist hann strax hafa fengið það á tilfynninguna að sú skoðun myndi breytast. „Það er til svo mikils mælst að fólk samþykki ófögnuð af þessu tagi, jafnvel þótt ágætur málflutningur væri hafinn uppi í þá átt að skynsamlegast væri að segja já."


Tengdar fréttir

Meirihluti hafnar samkvæmt fyrstu tölum

Mikill meirihluti hefur hafnað Icesave lögunum samkvæmt fyrstu tölum sem birtar hafa verið úr öllum kjördæmum. Ef tekið er landið í heild hafa 57,7% hafnað samningnum en 42,3% hafa sagt já.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×