Innlent

Bjarni: Málið áfram í ágreiningi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins, fylgir niðurstöðunni.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins, fylgir niðurstöðunni.
„Þetta mál snýst ekki um Sjálfstæðisflokkinn og það snýst ekki um mig,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins við RÚV, spurður um stöðuna eftir að fyrstu tölur birtust í kosningunum. Þær sýna að mikill meirihluti hafi hafnað Icesave lögunum.

Bjarni segir að málið hafi breyst mikið á undanförnum mánuðum, frá því að vera algjörlega óásættanlegt fyrir íslenska þjóð. En þó að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fyrra hafi verið mjög eindregnar þá hafi mikill meirihluti þjóðarinnar viljað semja á ný.

Bjarni sagðist hafa lagt á það áherslu að þjóðin fengi að eiga síðasta orðið í þessu máli. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna væri ljóst að málið yrði áfram í ágreiningi. „Það er niðurstaða sem þjóðin vill og henni mun ég fylgja,“ sagði Bjarni 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×