Fréttir vikunnar: Legókubbaperrar og kynferðisleg áreitni í sýndarheimi 20. mars 2011 21:00 Mennirnir reyndu að lokka börn upp í bílinn með legókubbum. Vikan hófst með víðtækum aðgerðum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans þegar þeir handtóku fimmtán stjórnendur og starfsmenn Byko hf. og Húsasmiðjunnar hf., vegna meint ólöglegs verðsamráðs. Mennirnir voru færðir til yfirheyrslu. Þá hefur einn starfsmaður verið boðaður til frekari yfirheyrslu. Aðgerðirnar nú eru framhald af húsleit í húsnæði Byko hf., Húsasmiðjunnar hf. og Úlfsins, sem fram fóru þann 8. mars síðastliðinn og yfirheyrslna í kjölfarið. Þá skóku fregnir af mönnum á svörtum bíl, samfélagið, en þeir virðast hafa verið að reyna að lokka börn upp í bílinn, meðal annars með legókubbum. Ekki er ljóst hvað mönnunum gekk til en lögregluna grunaði meðal annars að þarna væri um ósmekklegt grín að ræða. Aðstoðarskólastjóri Húsaskóla í Grafarvogi sá hinsvegar ástæðu til þess að senda foreldrum tilkynningu þar sem fram kom að ókunnugir menn hafi boðið dreng í skólanum upp í bíl til að skoða Legókubba.Þá var öryggisvörður á fimmtugsaldri var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni fyrir að hóta tvennum hjónum sem hann átti að sinna öryggisgæslu fyrir. Maðurinn starfaði sem öryggisvörður fyrir Securitas. Fyrra tilfellið átti sér stað um miðjan ágúst 2009. Þá hringdi maðurinn í heimasíma hjónanna og lagði á í þrígang. Þessi símtöl ollu ónæði og röskuðu næturró hjónanna. Í þessum símhringingum fólust hótanir sem voru til þess fallnar að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð hjónanna samkvæmt dómsorði Héraðsdóms Reykjavíkur. Svo kom í ljós í vikunni að konur verða fyrir kynferðislegri áreitni í sýndarveruleika ekki síður en í raunveruleikanum. Kynjamismunun er staðreynd í tölvuleiknum EVE Online. Þetta var megin niðurstaða Önnu Bragadóttur sem rannsakaði samskipti kynjanna í sýndarveruleika, sérstaklega í tölvuleiknum EVE Online. Rannsóknina vann hún fyrir lokaritgerð sína við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst og spilaði hún leikinn mánuðum saman til að öðlast betri skilning á verkefni sínu. „Kvenmenn geta orðið fyrir kynferðisáreitni og þurfa að gæta vel að því hvað þær segja og hvernig það er sagt svo það valdi ekki misskilningi. Þær þurfa að setja skýr mörk," segir Anna sem sjálf varð fyrir ofsóknum karlkyns spilara á meðan á rannsókninni stóð.Árásin átti sér stað á göngustíg í Laugardalnum.23 ára gamall maður, Óðinn Freyr Valgeirsson, var síðan dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árás á 16 ára gamla stúlku í Laugardal þann ellefta október í fyrra. Maðurinn réðst að stúlkunni á göngustíg með ofbeldi og sló hana ítrekað með hörðu áhaldi í höfuð þannig að af hlaust skurður á hnakka. Hann tók hana hálstaki þrengdi að þar til hún missti meðvitund. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en um mánuður leið áður en maðurinn var handtekinn. Svo fannst ung kona fannst meðvitundarlaus með alvarlega höfuðáverka í bíl við Einholt þann 27. febrúar síðastliðinn. Konan man ekki atburðarrásina og er talið er að hún þjáist af minnisleysi vegna höfuðáverkanna. Konan var að koma úr samkvæmi í Nóatúni um þrjúleytið aðfararnótt 27. febrúar og ætlað að ganga niður í miðbæ Reykjavíkur. Hún hafi aldrei komist þangað heldur hafi hún fundist alblóðug og meðvitundarlaus í aftursæti bílsins snemma morguns þann 27. febrúar. Það var eigandi bílsins sem fann hana, en hann hafði skilið bílinn eftir ólæstan. Konan var flutt á slysadeild með sprungur í höfuðkúpu, brotna augnbotna og heilablæðingu.Rottveiler-tíkin Chrysler.Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, var afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar. Tíkin fór í skapgerðarmat eftir árásina og í kafla um heilbrigðisskoðun sem gerð var í húsakynnum dýraeftirlitsins segir: „Tíkin er horuð, rif og mjaðmabein eru vel sýnileg. Tíkin var útötuð í saur á annarri hliðinni á búk og læri (með niðurgang). Hún er frekar vöðvarýr á lærum og yfir axlarblöðun. Gröftur er í báðum augum og augnslímhimna rauð. Nuddsár eru ofan á trýni og vörum." Mótmæli, til stuðnings tíkarinnar og fjölskyldu hennar, voru svo haldin í Garðheimum í dag.Magnús Guðmundsson.Krabbameinsfélag Íslands sendi svo samúðarkveðjur til vina og ættingja Magnúsar Guðmundssonar, sem lést úr krabbameini, þriðjudaginn 15. mars en Magnús greindist með hvítblæði síðastliðið sumar. Magnús tókst ekki einungis á við krabbamein sjálfur heldur veitti öðrum einnig mikla hvatningu með því að taka þátt í fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, þar sem hann hefur safnað meiri áheitum en nokkur annar keppandi. Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Vikan hófst með víðtækum aðgerðum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjórans þegar þeir handtóku fimmtán stjórnendur og starfsmenn Byko hf. og Húsasmiðjunnar hf., vegna meint ólöglegs verðsamráðs. Mennirnir voru færðir til yfirheyrslu. Þá hefur einn starfsmaður verið boðaður til frekari yfirheyrslu. Aðgerðirnar nú eru framhald af húsleit í húsnæði Byko hf., Húsasmiðjunnar hf. og Úlfsins, sem fram fóru þann 8. mars síðastliðinn og yfirheyrslna í kjölfarið. Þá skóku fregnir af mönnum á svörtum bíl, samfélagið, en þeir virðast hafa verið að reyna að lokka börn upp í bílinn, meðal annars með legókubbum. Ekki er ljóst hvað mönnunum gekk til en lögregluna grunaði meðal annars að þarna væri um ósmekklegt grín að ræða. Aðstoðarskólastjóri Húsaskóla í Grafarvogi sá hinsvegar ástæðu til þess að senda foreldrum tilkynningu þar sem fram kom að ókunnugir menn hafi boðið dreng í skólanum upp í bíl til að skoða Legókubba.Þá var öryggisvörður á fimmtugsaldri var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni fyrir að hóta tvennum hjónum sem hann átti að sinna öryggisgæslu fyrir. Maðurinn starfaði sem öryggisvörður fyrir Securitas. Fyrra tilfellið átti sér stað um miðjan ágúst 2009. Þá hringdi maðurinn í heimasíma hjónanna og lagði á í þrígang. Þessi símtöl ollu ónæði og röskuðu næturró hjónanna. Í þessum símhringingum fólust hótanir sem voru til þess fallnar að vekja ótta um líf, heilbrigði og velferð hjónanna samkvæmt dómsorði Héraðsdóms Reykjavíkur. Svo kom í ljós í vikunni að konur verða fyrir kynferðislegri áreitni í sýndarveruleika ekki síður en í raunveruleikanum. Kynjamismunun er staðreynd í tölvuleiknum EVE Online. Þetta var megin niðurstaða Önnu Bragadóttur sem rannsakaði samskipti kynjanna í sýndarveruleika, sérstaklega í tölvuleiknum EVE Online. Rannsóknina vann hún fyrir lokaritgerð sína við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst og spilaði hún leikinn mánuðum saman til að öðlast betri skilning á verkefni sínu. „Kvenmenn geta orðið fyrir kynferðisáreitni og þurfa að gæta vel að því hvað þær segja og hvernig það er sagt svo það valdi ekki misskilningi. Þær þurfa að setja skýr mörk," segir Anna sem sjálf varð fyrir ofsóknum karlkyns spilara á meðan á rannsókninni stóð.Árásin átti sér stað á göngustíg í Laugardalnum.23 ára gamall maður, Óðinn Freyr Valgeirsson, var síðan dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir árás á 16 ára gamla stúlku í Laugardal þann ellefta október í fyrra. Maðurinn réðst að stúlkunni á göngustíg með ofbeldi og sló hana ítrekað með hörðu áhaldi í höfuð þannig að af hlaust skurður á hnakka. Hann tók hana hálstaki þrengdi að þar til hún missti meðvitund. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en um mánuður leið áður en maðurinn var handtekinn. Svo fannst ung kona fannst meðvitundarlaus með alvarlega höfuðáverka í bíl við Einholt þann 27. febrúar síðastliðinn. Konan man ekki atburðarrásina og er talið er að hún þjáist af minnisleysi vegna höfuðáverkanna. Konan var að koma úr samkvæmi í Nóatúni um þrjúleytið aðfararnótt 27. febrúar og ætlað að ganga niður í miðbæ Reykjavíkur. Hún hafi aldrei komist þangað heldur hafi hún fundist alblóðug og meðvitundarlaus í aftursæti bílsins snemma morguns þann 27. febrúar. Það var eigandi bílsins sem fann hana, en hann hafði skilið bílinn eftir ólæstan. Konan var flutt á slysadeild með sprungur í höfuðkúpu, brotna augnbotna og heilablæðingu.Rottveiler-tíkin Chrysler.Eigandi Rottweiler-tíkar, sem tekin var af heimili sínu í Hveragerði eftir að hún beit konu í byrjun mánaðarins, var afar ósátt við þann aðbúnað sem tíkin var vistuð við hjá dýraeftirliti Selfoss. Hún hefur ráðið sér lögmann til að leita réttar síns og tíkarinnar. Tíkin fór í skapgerðarmat eftir árásina og í kafla um heilbrigðisskoðun sem gerð var í húsakynnum dýraeftirlitsins segir: „Tíkin er horuð, rif og mjaðmabein eru vel sýnileg. Tíkin var útötuð í saur á annarri hliðinni á búk og læri (með niðurgang). Hún er frekar vöðvarýr á lærum og yfir axlarblöðun. Gröftur er í báðum augum og augnslímhimna rauð. Nuddsár eru ofan á trýni og vörum." Mótmæli, til stuðnings tíkarinnar og fjölskyldu hennar, voru svo haldin í Garðheimum í dag.Magnús Guðmundsson.Krabbameinsfélag Íslands sendi svo samúðarkveðjur til vina og ættingja Magnúsar Guðmundssonar, sem lést úr krabbameini, þriðjudaginn 15. mars en Magnús greindist með hvítblæði síðastliðið sumar. Magnús tókst ekki einungis á við krabbamein sjálfur heldur veitti öðrum einnig mikla hvatningu með því að taka þátt í fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins, Mottumars, þar sem hann hefur safnað meiri áheitum en nokkur annar keppandi.
Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira