Áreitt kynferðislega í EVE Online - kynjamismunum í tölvuleikjum Erla Hlynsdóttir skrifar 16. mars 2011 13:28 Persóna Önnu Bragadóttur í EVE Online Konur verða fyrir kynferðislegri áreitni í sýndarveruleika ekki síður en í raunveruleikanum. Kynjamismunun er staðreynd í tölvuleiknum EVE Online. Þetta er megin niðurstaða Önnu Bragadóttur sem rannsakaði samskipti kynjanna í sýndarveruleika, sérstaklega í tölvuleiknum EVE Online. Rannsóknina vann hún fyrir lokaritgerð sína við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst og spilaði hún leikinn mánuðum saman til að öðlast betri skilning á verkefni sínu. „Kvenmenn geta orðið fyrir kynferðisáreitni og þurfa að gæta vel að því hvað þær segja og hvernig það er sagt svo það valdi ekki misskilningi. Þær þurfa að setja skýr mörk," segir Anna sem sjálf varð fyrir ofsóknum karlkyns spilara á meðan á rannsókninni stóð.Var sjálf ofsótt af leikfélaga Hún segir að sama fólkið spili oft saman í leiknum, og hún hafi gjarnan spilað með ákveðnum manni sem byrjaði að daðra við hana. „Ég sá þá að hann var ekki með skýr mörk á því hvar leikurinn endar og hvar raunveruleikinn tekur við," segir Anna. Í framhaldinu fór hann að sýna yfirgang og reyndi að einangra hana frá samskiptum við aðra spilara í leiknum. Á endanum tók hann því mjög illa þegar hún sagðist ekki vilja spila meira með honum. „Hann sendi mér stöðuga tölvupósta og ég endaði á því að þurfa að „blocka" hann á öllum samskiptamátum," segir Anna og vísar þar til annars konar tölvusamskipta, svo sem Facebook. Henni hefur tekist að loka alveg á viðkomandi mann, sem er ekki Íslendingur, og hefur hann engin tök á því nú að hafa samband við Önnu.Myndbrot úr leiknum EVE OnlineÓskýr mörk milli leiksins og raunveruleika Hún segir að það sem kom henni mest á óvart við rannsóknina er hversu óljós mörk milli sýndarveruleika og raunveruleika eru hjá ákveðnum spilurum „Það er eins og þeir átti sig ekki hvar leikurinn endar og raunveruleikinn tekur við," segir hún.Konur sem stöðutákn Upplifun hennar af kynjamismunun í leiknum var bæði jákvæð og neikvæð. Hvað jákvæðu hliðina varðar fannst henni mjög merkilegt að komast að því að konur væru álitnar ákveðið stöðutákn innan fyrirtækja í leiknum. „Leikmenn eru ákafir í að láta aðra vita að það sé kvenmaður í þeirra fyrirtæki og ég var til dæmis beðin um að ráða inn aðra leikmenn með því að nota þá staðreynd að ég væri kvenkyns," segir hún.Konur ekki teknar alvarlega Hins vegar fannst henni hún ekki vera tekin nógu alvarlega sem spilari einmitt af því hún er kona. „Það var mín upplifun að yfirmenn fyrirtækisins væru með mig vafða inn í bómull og ég væri ekki fullgildur spilari, það er þeir taka ekki mark á getu og kvenmenn þurfa að sanna sig stöðugt en eru sjaldan teknar sem fullgildir alvöru spilarar," segir hún.Áreitnin tilkynnt Anna segir að þeir sem verða fyrir áreitni í leiknum geti farið inn á notendasíðuna sína og tilkynnt málið til CCP sem er framleiðandi leiksins. Hún segist eftir sem áður hafa gaman að EVE Online en þar sem hún er nú nýútskrifuð einbeitir sér hún þessa dagana að atvinnuleit frekar en tölvuleikjum. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Konur verða fyrir kynferðislegri áreitni í sýndarveruleika ekki síður en í raunveruleikanum. Kynjamismunun er staðreynd í tölvuleiknum EVE Online. Þetta er megin niðurstaða Önnu Bragadóttur sem rannsakaði samskipti kynjanna í sýndarveruleika, sérstaklega í tölvuleiknum EVE Online. Rannsóknina vann hún fyrir lokaritgerð sína við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst og spilaði hún leikinn mánuðum saman til að öðlast betri skilning á verkefni sínu. „Kvenmenn geta orðið fyrir kynferðisáreitni og þurfa að gæta vel að því hvað þær segja og hvernig það er sagt svo það valdi ekki misskilningi. Þær þurfa að setja skýr mörk," segir Anna sem sjálf varð fyrir ofsóknum karlkyns spilara á meðan á rannsókninni stóð.Var sjálf ofsótt af leikfélaga Hún segir að sama fólkið spili oft saman í leiknum, og hún hafi gjarnan spilað með ákveðnum manni sem byrjaði að daðra við hana. „Ég sá þá að hann var ekki með skýr mörk á því hvar leikurinn endar og hvar raunveruleikinn tekur við," segir Anna. Í framhaldinu fór hann að sýna yfirgang og reyndi að einangra hana frá samskiptum við aðra spilara í leiknum. Á endanum tók hann því mjög illa þegar hún sagðist ekki vilja spila meira með honum. „Hann sendi mér stöðuga tölvupósta og ég endaði á því að þurfa að „blocka" hann á öllum samskiptamátum," segir Anna og vísar þar til annars konar tölvusamskipta, svo sem Facebook. Henni hefur tekist að loka alveg á viðkomandi mann, sem er ekki Íslendingur, og hefur hann engin tök á því nú að hafa samband við Önnu.Myndbrot úr leiknum EVE OnlineÓskýr mörk milli leiksins og raunveruleika Hún segir að það sem kom henni mest á óvart við rannsóknina er hversu óljós mörk milli sýndarveruleika og raunveruleika eru hjá ákveðnum spilurum „Það er eins og þeir átti sig ekki hvar leikurinn endar og raunveruleikinn tekur við," segir hún.Konur sem stöðutákn Upplifun hennar af kynjamismunun í leiknum var bæði jákvæð og neikvæð. Hvað jákvæðu hliðina varðar fannst henni mjög merkilegt að komast að því að konur væru álitnar ákveðið stöðutákn innan fyrirtækja í leiknum. „Leikmenn eru ákafir í að láta aðra vita að það sé kvenmaður í þeirra fyrirtæki og ég var til dæmis beðin um að ráða inn aðra leikmenn með því að nota þá staðreynd að ég væri kvenkyns," segir hún.Konur ekki teknar alvarlega Hins vegar fannst henni hún ekki vera tekin nógu alvarlega sem spilari einmitt af því hún er kona. „Það var mín upplifun að yfirmenn fyrirtækisins væru með mig vafða inn í bómull og ég væri ekki fullgildur spilari, það er þeir taka ekki mark á getu og kvenmenn þurfa að sanna sig stöðugt en eru sjaldan teknar sem fullgildir alvöru spilarar," segir hún.Áreitnin tilkynnt Anna segir að þeir sem verða fyrir áreitni í leiknum geti farið inn á notendasíðuna sína og tilkynnt málið til CCP sem er framleiðandi leiksins. Hún segist eftir sem áður hafa gaman að EVE Online en þar sem hún er nú nýútskrifuð einbeitir sér hún þessa dagana að atvinnuleit frekar en tölvuleikjum.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent