Segja leyniskjöl DV úr blárri möppu sem hvarf Boði Logason skrifar 22. mars 2011 20:59 Lögmaður fjárfestingafélagsins Horns, segir að trúnaðarskjölin sem DV hefur undir höndum hafi mikla þýðingu fyrir félagið. Í þeim kemur meðal annars fram tilboð í ákveðin félög, nöfn tilboðsgjafa, samningatækni Horns, verðmyndandi upplýsingar um skráð félög hérlendis og erlendis ofl. Upplýsingar sem DV hefur undir höndum hafi verið í blárri möppu sem var tekin saman fyrir stjórnarfund félagsins og sé nú horfin. Þetta kemur fram í úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík sem féllst á lögbannskröfu félagsins um áframhaldandi fréttaflutning DV af málefnum félagsins. DV hefur trúnaðarupplýsingar af fundi félagsins frá 25. febrúar á þessu ári undir höndum. Lögmaðurinn segir að um sé að ræða ýmis gögn sem tekin hafi verið saman inn í félaginu og sett saman í bláa möppu. Bláa mappan hafi hinsvegar horfið en allar upplýsingar um fundinn sé ekki hægt að nálgast annars staðar en í gögnum úr henni segir lögmaðurinn. Lögmaðurinn leggur áherslu á að ef upplýsingarnar eru birtar á þessum tíma geti þær bakað fjárfestingafélaginu tjón, einnig Landsbankanum, sem er móðurfélag félagsins, og íslenska ríkinu. DV sé hinsvegar frjálst að birta upplýsingarnar þegar gengið hefur verið frá samningum. Í ákvörðun sýslumanns segir: „Telja verður að lýsing gerðarbeiðanda [Horns, fjárfestingafélag, innsk.blm.] á þessum fundargögnum í gögnum málsins sé nægjanlega skýr og þau nægilega sérgreind til að leggja megi lögbann á birtingu þeirra." Þá segir að lögbannið taki nú þegar gildi og er DV gert að skila inn trúnaðarupplýsingunum fyrir hádegi á morgun. Ritstjórar DV, þeir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, sögðu í yfirlýsingu í dag að þeir munu ekki verða við beiðninni og munu því ekki lúta úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík. „Almenningur á fullan rétt á upplýsingum um svo mikilvæg mál sem framferði bankanna í viðskiptum með stærstu fyrirtæki landsins eru. Bankar munu kannski seint læra af hruninu, en það hyggjast fjölmiðlar og almenningur svo sannarlega gera. Ritstjórn DV mun berjast gegn því ranglæti sem við blasir," segir meðal annars í yfirlýsingu feðganna. Hægt er að lesa úrskurðinn á heimasíðu DV hér. Tengdar fréttir Félag Landsbankans fer fram á lögbann á trúnaðargögn DV Framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur farið fram á lögbann á umfjöllun DV um trúnaðarupplýsingar félagsins sem blaðið hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:19 DV ætlar ekki að skila trúnaðarupplýsingum til sýslumanns DV mun ekki skila trúnaðarupplýsingum um fjárfestingafélagið Horn til sýslumannsins í Reykjavík fyrir klukkan tólf á morgun, segir í yfirlýsingu frá ritstjórum DV. 22. mars 2011 18:37 Ritstjóri DV: "Fyrst hóta þeir okkur og svo þjófkenna þeir okkur" "Þetta er ósvífni af hálfu þjóðarbankans,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur kært blaðið til lögreglunnar fyrir stuld á trúnaðarupplýsingum auk þess sem hann hefur krafist þess að lögbann verði sett á umfjöllun blaðsins um gögnin, sem það hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:47 Sýslumaðurinn féllst á lögbannið - DV þarf að skila trúnaðarupplýsingum Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Þá þarf blaðið að skila inn trúnaðarupplýsingum sem það hefur undir höndum til sýslumanns fyrir klukkan tólf á hádegi á morgun. 22. mars 2011 17:46 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Lögmaður fjárfestingafélagsins Horns, segir að trúnaðarskjölin sem DV hefur undir höndum hafi mikla þýðingu fyrir félagið. Í þeim kemur meðal annars fram tilboð í ákveðin félög, nöfn tilboðsgjafa, samningatækni Horns, verðmyndandi upplýsingar um skráð félög hérlendis og erlendis ofl. Upplýsingar sem DV hefur undir höndum hafi verið í blárri möppu sem var tekin saman fyrir stjórnarfund félagsins og sé nú horfin. Þetta kemur fram í úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík sem féllst á lögbannskröfu félagsins um áframhaldandi fréttaflutning DV af málefnum félagsins. DV hefur trúnaðarupplýsingar af fundi félagsins frá 25. febrúar á þessu ári undir höndum. Lögmaðurinn segir að um sé að ræða ýmis gögn sem tekin hafi verið saman inn í félaginu og sett saman í bláa möppu. Bláa mappan hafi hinsvegar horfið en allar upplýsingar um fundinn sé ekki hægt að nálgast annars staðar en í gögnum úr henni segir lögmaðurinn. Lögmaðurinn leggur áherslu á að ef upplýsingarnar eru birtar á þessum tíma geti þær bakað fjárfestingafélaginu tjón, einnig Landsbankanum, sem er móðurfélag félagsins, og íslenska ríkinu. DV sé hinsvegar frjálst að birta upplýsingarnar þegar gengið hefur verið frá samningum. Í ákvörðun sýslumanns segir: „Telja verður að lýsing gerðarbeiðanda [Horns, fjárfestingafélag, innsk.blm.] á þessum fundargögnum í gögnum málsins sé nægjanlega skýr og þau nægilega sérgreind til að leggja megi lögbann á birtingu þeirra." Þá segir að lögbannið taki nú þegar gildi og er DV gert að skila inn trúnaðarupplýsingunum fyrir hádegi á morgun. Ritstjórar DV, þeir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, sögðu í yfirlýsingu í dag að þeir munu ekki verða við beiðninni og munu því ekki lúta úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík. „Almenningur á fullan rétt á upplýsingum um svo mikilvæg mál sem framferði bankanna í viðskiptum með stærstu fyrirtæki landsins eru. Bankar munu kannski seint læra af hruninu, en það hyggjast fjölmiðlar og almenningur svo sannarlega gera. Ritstjórn DV mun berjast gegn því ranglæti sem við blasir," segir meðal annars í yfirlýsingu feðganna. Hægt er að lesa úrskurðinn á heimasíðu DV hér.
Tengdar fréttir Félag Landsbankans fer fram á lögbann á trúnaðargögn DV Framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur farið fram á lögbann á umfjöllun DV um trúnaðarupplýsingar félagsins sem blaðið hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:19 DV ætlar ekki að skila trúnaðarupplýsingum til sýslumanns DV mun ekki skila trúnaðarupplýsingum um fjárfestingafélagið Horn til sýslumannsins í Reykjavík fyrir klukkan tólf á morgun, segir í yfirlýsingu frá ritstjórum DV. 22. mars 2011 18:37 Ritstjóri DV: "Fyrst hóta þeir okkur og svo þjófkenna þeir okkur" "Þetta er ósvífni af hálfu þjóðarbankans,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur kært blaðið til lögreglunnar fyrir stuld á trúnaðarupplýsingum auk þess sem hann hefur krafist þess að lögbann verði sett á umfjöllun blaðsins um gögnin, sem það hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:47 Sýslumaðurinn féllst á lögbannið - DV þarf að skila trúnaðarupplýsingum Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Þá þarf blaðið að skila inn trúnaðarupplýsingum sem það hefur undir höndum til sýslumanns fyrir klukkan tólf á hádegi á morgun. 22. mars 2011 17:46 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Félag Landsbankans fer fram á lögbann á trúnaðargögn DV Framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur farið fram á lögbann á umfjöllun DV um trúnaðarupplýsingar félagsins sem blaðið hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:19
DV ætlar ekki að skila trúnaðarupplýsingum til sýslumanns DV mun ekki skila trúnaðarupplýsingum um fjárfestingafélagið Horn til sýslumannsins í Reykjavík fyrir klukkan tólf á morgun, segir í yfirlýsingu frá ritstjórum DV. 22. mars 2011 18:37
Ritstjóri DV: "Fyrst hóta þeir okkur og svo þjófkenna þeir okkur" "Þetta er ósvífni af hálfu þjóðarbankans,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur kært blaðið til lögreglunnar fyrir stuld á trúnaðarupplýsingum auk þess sem hann hefur krafist þess að lögbann verði sett á umfjöllun blaðsins um gögnin, sem það hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:47
Sýslumaðurinn féllst á lögbannið - DV þarf að skila trúnaðarupplýsingum Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Þá þarf blaðið að skila inn trúnaðarupplýsingum sem það hefur undir höndum til sýslumanns fyrir klukkan tólf á hádegi á morgun. 22. mars 2011 17:46