Segja leyniskjöl DV úr blárri möppu sem hvarf Boði Logason skrifar 22. mars 2011 20:59 Lögmaður fjárfestingafélagsins Horns, segir að trúnaðarskjölin sem DV hefur undir höndum hafi mikla þýðingu fyrir félagið. Í þeim kemur meðal annars fram tilboð í ákveðin félög, nöfn tilboðsgjafa, samningatækni Horns, verðmyndandi upplýsingar um skráð félög hérlendis og erlendis ofl. Upplýsingar sem DV hefur undir höndum hafi verið í blárri möppu sem var tekin saman fyrir stjórnarfund félagsins og sé nú horfin. Þetta kemur fram í úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík sem féllst á lögbannskröfu félagsins um áframhaldandi fréttaflutning DV af málefnum félagsins. DV hefur trúnaðarupplýsingar af fundi félagsins frá 25. febrúar á þessu ári undir höndum. Lögmaðurinn segir að um sé að ræða ýmis gögn sem tekin hafi verið saman inn í félaginu og sett saman í bláa möppu. Bláa mappan hafi hinsvegar horfið en allar upplýsingar um fundinn sé ekki hægt að nálgast annars staðar en í gögnum úr henni segir lögmaðurinn. Lögmaðurinn leggur áherslu á að ef upplýsingarnar eru birtar á þessum tíma geti þær bakað fjárfestingafélaginu tjón, einnig Landsbankanum, sem er móðurfélag félagsins, og íslenska ríkinu. DV sé hinsvegar frjálst að birta upplýsingarnar þegar gengið hefur verið frá samningum. Í ákvörðun sýslumanns segir: „Telja verður að lýsing gerðarbeiðanda [Horns, fjárfestingafélag, innsk.blm.] á þessum fundargögnum í gögnum málsins sé nægjanlega skýr og þau nægilega sérgreind til að leggja megi lögbann á birtingu þeirra." Þá segir að lögbannið taki nú þegar gildi og er DV gert að skila inn trúnaðarupplýsingunum fyrir hádegi á morgun. Ritstjórar DV, þeir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, sögðu í yfirlýsingu í dag að þeir munu ekki verða við beiðninni og munu því ekki lúta úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík. „Almenningur á fullan rétt á upplýsingum um svo mikilvæg mál sem framferði bankanna í viðskiptum með stærstu fyrirtæki landsins eru. Bankar munu kannski seint læra af hruninu, en það hyggjast fjölmiðlar og almenningur svo sannarlega gera. Ritstjórn DV mun berjast gegn því ranglæti sem við blasir," segir meðal annars í yfirlýsingu feðganna. Hægt er að lesa úrskurðinn á heimasíðu DV hér. Tengdar fréttir Félag Landsbankans fer fram á lögbann á trúnaðargögn DV Framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur farið fram á lögbann á umfjöllun DV um trúnaðarupplýsingar félagsins sem blaðið hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:19 DV ætlar ekki að skila trúnaðarupplýsingum til sýslumanns DV mun ekki skila trúnaðarupplýsingum um fjárfestingafélagið Horn til sýslumannsins í Reykjavík fyrir klukkan tólf á morgun, segir í yfirlýsingu frá ritstjórum DV. 22. mars 2011 18:37 Ritstjóri DV: "Fyrst hóta þeir okkur og svo þjófkenna þeir okkur" "Þetta er ósvífni af hálfu þjóðarbankans,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur kært blaðið til lögreglunnar fyrir stuld á trúnaðarupplýsingum auk þess sem hann hefur krafist þess að lögbann verði sett á umfjöllun blaðsins um gögnin, sem það hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:47 Sýslumaðurinn féllst á lögbannið - DV þarf að skila trúnaðarupplýsingum Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Þá þarf blaðið að skila inn trúnaðarupplýsingum sem það hefur undir höndum til sýslumanns fyrir klukkan tólf á hádegi á morgun. 22. mars 2011 17:46 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Lögmaður fjárfestingafélagsins Horns, segir að trúnaðarskjölin sem DV hefur undir höndum hafi mikla þýðingu fyrir félagið. Í þeim kemur meðal annars fram tilboð í ákveðin félög, nöfn tilboðsgjafa, samningatækni Horns, verðmyndandi upplýsingar um skráð félög hérlendis og erlendis ofl. Upplýsingar sem DV hefur undir höndum hafi verið í blárri möppu sem var tekin saman fyrir stjórnarfund félagsins og sé nú horfin. Þetta kemur fram í úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík sem féllst á lögbannskröfu félagsins um áframhaldandi fréttaflutning DV af málefnum félagsins. DV hefur trúnaðarupplýsingar af fundi félagsins frá 25. febrúar á þessu ári undir höndum. Lögmaðurinn segir að um sé að ræða ýmis gögn sem tekin hafi verið saman inn í félaginu og sett saman í bláa möppu. Bláa mappan hafi hinsvegar horfið en allar upplýsingar um fundinn sé ekki hægt að nálgast annars staðar en í gögnum úr henni segir lögmaðurinn. Lögmaðurinn leggur áherslu á að ef upplýsingarnar eru birtar á þessum tíma geti þær bakað fjárfestingafélaginu tjón, einnig Landsbankanum, sem er móðurfélag félagsins, og íslenska ríkinu. DV sé hinsvegar frjálst að birta upplýsingarnar þegar gengið hefur verið frá samningum. Í ákvörðun sýslumanns segir: „Telja verður að lýsing gerðarbeiðanda [Horns, fjárfestingafélag, innsk.blm.] á þessum fundargögnum í gögnum málsins sé nægjanlega skýr og þau nægilega sérgreind til að leggja megi lögbann á birtingu þeirra." Þá segir að lögbannið taki nú þegar gildi og er DV gert að skila inn trúnaðarupplýsingunum fyrir hádegi á morgun. Ritstjórar DV, þeir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, sögðu í yfirlýsingu í dag að þeir munu ekki verða við beiðninni og munu því ekki lúta úrskurði Sýslumannsins í Reykjavík. „Almenningur á fullan rétt á upplýsingum um svo mikilvæg mál sem framferði bankanna í viðskiptum með stærstu fyrirtæki landsins eru. Bankar munu kannski seint læra af hruninu, en það hyggjast fjölmiðlar og almenningur svo sannarlega gera. Ritstjórn DV mun berjast gegn því ranglæti sem við blasir," segir meðal annars í yfirlýsingu feðganna. Hægt er að lesa úrskurðinn á heimasíðu DV hér.
Tengdar fréttir Félag Landsbankans fer fram á lögbann á trúnaðargögn DV Framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur farið fram á lögbann á umfjöllun DV um trúnaðarupplýsingar félagsins sem blaðið hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:19 DV ætlar ekki að skila trúnaðarupplýsingum til sýslumanns DV mun ekki skila trúnaðarupplýsingum um fjárfestingafélagið Horn til sýslumannsins í Reykjavík fyrir klukkan tólf á morgun, segir í yfirlýsingu frá ritstjórum DV. 22. mars 2011 18:37 Ritstjóri DV: "Fyrst hóta þeir okkur og svo þjófkenna þeir okkur" "Þetta er ósvífni af hálfu þjóðarbankans,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur kært blaðið til lögreglunnar fyrir stuld á trúnaðarupplýsingum auk þess sem hann hefur krafist þess að lögbann verði sett á umfjöllun blaðsins um gögnin, sem það hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:47 Sýslumaðurinn féllst á lögbannið - DV þarf að skila trúnaðarupplýsingum Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Þá þarf blaðið að skila inn trúnaðarupplýsingum sem það hefur undir höndum til sýslumanns fyrir klukkan tólf á hádegi á morgun. 22. mars 2011 17:46 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Félag Landsbankans fer fram á lögbann á trúnaðargögn DV Framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur farið fram á lögbann á umfjöllun DV um trúnaðarupplýsingar félagsins sem blaðið hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:19
DV ætlar ekki að skila trúnaðarupplýsingum til sýslumanns DV mun ekki skila trúnaðarupplýsingum um fjárfestingafélagið Horn til sýslumannsins í Reykjavík fyrir klukkan tólf á morgun, segir í yfirlýsingu frá ritstjórum DV. 22. mars 2011 18:37
Ritstjóri DV: "Fyrst hóta þeir okkur og svo þjófkenna þeir okkur" "Þetta er ósvífni af hálfu þjóðarbankans,“ segir Reynir Traustason, annar ritstjóri DV, en framkvæmdastjóri Horns fjárfestingafélags, Hermann M. Þórisson, hefur kært blaðið til lögreglunnar fyrir stuld á trúnaðarupplýsingum auk þess sem hann hefur krafist þess að lögbann verði sett á umfjöllun blaðsins um gögnin, sem það hefur undir höndum. 22. mars 2011 15:47
Sýslumaðurinn féllst á lögbannið - DV þarf að skila trúnaðarupplýsingum Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur úrskurðað að DV sé óheimilt að fjalla um frekar um málefni fjárfestingafélagsins Horns, dótturfélags Landsbankans. Þá þarf blaðið að skila inn trúnaðarupplýsingum sem það hefur undir höndum til sýslumanns fyrir klukkan tólf á hádegi á morgun. 22. mars 2011 17:46