Dauðsföllum fækkað um 80% Karen D. Kjartansdóttir skrifar 24. mars 2011 19:16 Dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma á Íslandi hefur fækkað um áttatíu prósent undanfarna áratugi hjá fólki 75 ára og yngri. Árangurinn þykir gríðarlega góður. Prófessor í hjartalækningum segir þó að blikur séu á lofti. Ný rannsókn Hjartaverndar sýnir að dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi lækkaði um 80 prósent á 25 árum. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, er einn þeirra sem stóð að rannsókninni. Hann segir að dánartíðni kransæðasjúkdóma hafi lækkað um 80 prósent meðal karla og kvenna á aldursbilinu 25-74 ára. „Við höfum séð að ef við hefðum sömu áhættuþætti hjá þjóðinni og voru fyrir 25 árum myndi nánast muna um eitt dauðsfall á dag. Þá myndu sem sagt 300 fleiri manneskjur deyja árlega en nú," segir Karl. Hann segir að stærstan hluta af þessum góða árangri megi þakka því hve dregið hefur úr áhættuþáttum. Mataræði þjóðarinnar hafi til dæmis batnað, dregið hafi úr reykingum og færri glími við háan blóðþrýsting sem meðal annars er rakið til þess að dregið hefur úr saltneyslu. „Langmestur ávinningur næst af því að fyrirbyggja að fólk veikist heldur en að meðhöndla það eftir að það er orðið veikt," segir hann. En á sama tíma og þessi góði árangur hefur náðst hefur sykursýki og offita orðið algengari og aukið dánartíðni. „Það eru þættir sem vinna í öfuga átt og draga úr árangrinum en það er einkum vaxandi tíðni sykursýki og vaxandi offita sem þar um ræðir," segir Karl. „Allir þessir áhættuþætti eru meira eru tengdir lífstíl. Með því að bæta lífstíl getum við í raun komið í veg fyrir stóran hluta hjarta- og æðasjúkdóma. En til þess þurfum við hjálp stjórnvalda við að skapa gott umhverfi," segir Karl. Hann segir að stjórnvöld geti stuðlað að því að draga enn frekar úr dauðsföllum með lagasetningum sem stuðla að betri lífsstíl á borð við reykingarbönnum og banni á trans-fitusýrum, eins og nýlega var gert. Hann segir að aukin offita meðal ungmenna valdi áhyggjum og við henni þurfi að sporna. „Offita barna er vandamál. En það stafar af mataræði og hreyfingarleysi. Það er vissulega áhyggjuefni að börn hreyfa sig minna og borða ekki eins og heilsusamlegan mat og þau ættu að gera og það verður að reyna sporna við því," segir Karl. Nánar má lesa um málið á síðu Hjartaverndar. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Dauðsföllum vegna hjartasjúkdóma á Íslandi hefur fækkað um áttatíu prósent undanfarna áratugi hjá fólki 75 ára og yngri. Árangurinn þykir gríðarlega góður. Prófessor í hjartalækningum segir þó að blikur séu á lofti. Ný rannsókn Hjartaverndar sýnir að dauðsföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma á Íslandi lækkaði um 80 prósent á 25 árum. Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum, er einn þeirra sem stóð að rannsókninni. Hann segir að dánartíðni kransæðasjúkdóma hafi lækkað um 80 prósent meðal karla og kvenna á aldursbilinu 25-74 ára. „Við höfum séð að ef við hefðum sömu áhættuþætti hjá þjóðinni og voru fyrir 25 árum myndi nánast muna um eitt dauðsfall á dag. Þá myndu sem sagt 300 fleiri manneskjur deyja árlega en nú," segir Karl. Hann segir að stærstan hluta af þessum góða árangri megi þakka því hve dregið hefur úr áhættuþáttum. Mataræði þjóðarinnar hafi til dæmis batnað, dregið hafi úr reykingum og færri glími við háan blóðþrýsting sem meðal annars er rakið til þess að dregið hefur úr saltneyslu. „Langmestur ávinningur næst af því að fyrirbyggja að fólk veikist heldur en að meðhöndla það eftir að það er orðið veikt," segir hann. En á sama tíma og þessi góði árangur hefur náðst hefur sykursýki og offita orðið algengari og aukið dánartíðni. „Það eru þættir sem vinna í öfuga átt og draga úr árangrinum en það er einkum vaxandi tíðni sykursýki og vaxandi offita sem þar um ræðir," segir Karl. „Allir þessir áhættuþætti eru meira eru tengdir lífstíl. Með því að bæta lífstíl getum við í raun komið í veg fyrir stóran hluta hjarta- og æðasjúkdóma. En til þess þurfum við hjálp stjórnvalda við að skapa gott umhverfi," segir Karl. Hann segir að stjórnvöld geti stuðlað að því að draga enn frekar úr dauðsföllum með lagasetningum sem stuðla að betri lífsstíl á borð við reykingarbönnum og banni á trans-fitusýrum, eins og nýlega var gert. Hann segir að aukin offita meðal ungmenna valdi áhyggjum og við henni þurfi að sporna. „Offita barna er vandamál. En það stafar af mataræði og hreyfingarleysi. Það er vissulega áhyggjuefni að börn hreyfa sig minna og borða ekki eins og heilsusamlegan mat og þau ættu að gera og það verður að reyna sporna við því," segir Karl. Nánar má lesa um málið á síðu Hjartaverndar.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira