Innlent

Starfsmenn Becromal Iceland samþykkja verkfall

Becromal Iceland á Akureyri.
Becromal Iceland á Akureyri.
Starfsmenn Becromal Iceland, álþynnuverksmiðjunnar á Akureyri, samþykktu í gær verkfall með yfirgnæfandi meirihluta. 52 greiddu atkvæði, 51 sagði já en einn greiddi atkvæði gegn verkfallinu. 98 prósent starfsmanna greiddu því með verkfallinu.

Í samningum er gert ráð fyrir 45 daga fyrirvara, það er sérsamningur um verkföll, því verður verkfallið ekki fyrr en 12. maí  hið fyrsta.

Kastljós greindi frá því í gær að verksmiðjan losar margfalt meira af vítíssóda-menguðu vatni í sjó við Krossanes en heimilt er samkvæmt starfsleyfi. Magnið sem losað er geti haft alvarleg áhrif á lífríki í Eyjafirði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×