Gísli ætlar að taka sæti í stjórnlagaráði 27. mars 2011 18:28 Gísli Tryggvason Gísli Tryggvason, sem var einn þeirra tuttugu og fimm sem kjörnir voru á stjórnlagaþing í nóvemer síðastliðnum, ætlar að taka sæti í stjórnlagaráði. Alþingi samþykkti tillögu um að fulltrúarnir tuttugu og fimm fengju að taka sæti í ráðinu í vikunni. Þeir hafa frest fram á þriðjudagskvöld til að svara boðinu um sætið. Gísli Tryggvason hefur svarað bréfinu og hefur samþykkt boðið. „Af virðingu við þá 83.000 kjósendur, sem tóku þátt í þjóðkjöri til stjórnlagaþings, þigg ég því boð Alþingis um setu í stjórnlagaráði enda takist mér í samráði við mitt fagráðuneyti að fá afleysingu í því embætti er ég gegni," segir Gísli meðal annars í svarinu. „Sjálfstæði stjórnlagaráðs út á við er því fyrir hendi enda verður þessi afstaða ekki dregin til baka er tillögur stjórnlagaráðs hafa litið dagsins ljós. Lít ég einnig til þess að þjóðin er í réttarvitund almennings, í stjórnlagafræði og í huga forseta Íslands talin æðsti handhafi ríkisvalds - ekki síst er öðrum handhöfum eru settar reglur og mörk til þess að starfa eftir í umboði þjóðarinnar,“ segir einnig í svarinu.Hægt er að lesa svar Gísla hér fyrir neðan. Undirritaður þakkar bréf yðar, dags. 24. mars 2011, þar sem mér er boðið sæti í stjórnlagaráði samkvæmt þingsályktun s.d. um að Alþingi álykti að skipa stjórnlagaráð. Réttast væri, eftir ákvörðun Hæstaréttar hinn 25. janúar 2011 um ógildingu kosningar til stjórnlagaþings hinn 27. nóvember 2010, að kjósa að nýju - og þá helst til sjálfstæðs stjórnlagaþings eins og ég lagði til 2008. Hvorugt er í boði. Alþingi hefur ekki tekist samhliða aðalhlutverki sínu að endurskoða stjórnarskrána - sem staðið hefur til frá 1944. Ekki er í ákvörðun Hæstaréttar vikið að áhrifum annmarka á úrslit kosningar og Hæstiréttur leiðbeinir vitaskuld ekki um viðbrögð; það er hlutverk lýðræðislega kjörins þjóðþings - Alþingis - sem er til þess bært að ákveða framhaldið. Alþingi, sem alla jafna hefur frumkvæði að stjórnarskrárbreytingum, hefur í tvígang réttilega samþykkt að þetta frumkvæði skuli nú falið öðrum aðila - sem er óháður reglulegum handhöfum ríkisvalds. Þar verður byggt á undirbúningi fyrir kosningar til stjórnlagaþings svo og niðurstöðum þjóðfundar, sem þingkjörin stjórnlaganefnd hefur unnið úr. Allsherjarnefnd Alþingis hefur auk þess fallist afdráttarlaust á það sem valkost að niðurstöður stjórnlagaráðs megi bera undir þjóðina sjálfa áður en Alþingi tekur þær til efnislegrar afgreiðslu (sjá þskj. 1028 á 139. löggj.þ.) eins og einnig var ráðgert um stjórnlagaþing (sjá þskj. 1354 á 138. löggj.þ.). Stjórnlagaráði er falið að gera tillögu í þessu efni - og tek ég undir með allsherjarnefnd Alþingis að rétt sé að bera mismunandi kosti undir þjóðina. Um þá forsendu af minni hálfu sagði í formlegri kynningu við framboð til stjórnlagaþings, dags. 17. október 2010, að fyrst þyrfti "að bera niðurstöðu stjórnlagaþings undir þjóðina" - áður en Alþingi fengi hana til afgreiðslu. Sjálfstæði stjórnlagaráðs út á við er því fyrir hendi enda verður þessi afstaða ekki dregin til baka er tillögur stjórnlagaráðs hafa litið dagsins ljós. Lít ég einnig til þess að þjóðin er í réttarvitund almennings, í stjórnlagafræði og í huga forseta Íslands talin æðsti handhafi ríkisvalds - ekki síst er öðrum handhöfum eru settar reglur og mörk til þess að starfa eftir í umboði þjóðarinnar. Innra sjálfræði stjórnlagaráðs verður auk þess meira en stjórnlagaþings. Forsendur mínar fyrir setu í stjórnlagaráði eru þannig uppfylltar. Af virðingu við þá 83.000 kjósendur, sem tóku þátt í þjóðkjöri til stjórnlagaþings, þigg ég því boð Alþingis um setu í stjórnlagaráði enda takist mér í samráði við mitt fagráðuneyti að fá afleysingu í því embætti er ég gegni. Virðingarfyllst, Gísli Tryggvason Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Gísli Tryggvason, sem var einn þeirra tuttugu og fimm sem kjörnir voru á stjórnlagaþing í nóvemer síðastliðnum, ætlar að taka sæti í stjórnlagaráði. Alþingi samþykkti tillögu um að fulltrúarnir tuttugu og fimm fengju að taka sæti í ráðinu í vikunni. Þeir hafa frest fram á þriðjudagskvöld til að svara boðinu um sætið. Gísli Tryggvason hefur svarað bréfinu og hefur samþykkt boðið. „Af virðingu við þá 83.000 kjósendur, sem tóku þátt í þjóðkjöri til stjórnlagaþings, þigg ég því boð Alþingis um setu í stjórnlagaráði enda takist mér í samráði við mitt fagráðuneyti að fá afleysingu í því embætti er ég gegni," segir Gísli meðal annars í svarinu. „Sjálfstæði stjórnlagaráðs út á við er því fyrir hendi enda verður þessi afstaða ekki dregin til baka er tillögur stjórnlagaráðs hafa litið dagsins ljós. Lít ég einnig til þess að þjóðin er í réttarvitund almennings, í stjórnlagafræði og í huga forseta Íslands talin æðsti handhafi ríkisvalds - ekki síst er öðrum handhöfum eru settar reglur og mörk til þess að starfa eftir í umboði þjóðarinnar,“ segir einnig í svarinu.Hægt er að lesa svar Gísla hér fyrir neðan. Undirritaður þakkar bréf yðar, dags. 24. mars 2011, þar sem mér er boðið sæti í stjórnlagaráði samkvæmt þingsályktun s.d. um að Alþingi álykti að skipa stjórnlagaráð. Réttast væri, eftir ákvörðun Hæstaréttar hinn 25. janúar 2011 um ógildingu kosningar til stjórnlagaþings hinn 27. nóvember 2010, að kjósa að nýju - og þá helst til sjálfstæðs stjórnlagaþings eins og ég lagði til 2008. Hvorugt er í boði. Alþingi hefur ekki tekist samhliða aðalhlutverki sínu að endurskoða stjórnarskrána - sem staðið hefur til frá 1944. Ekki er í ákvörðun Hæstaréttar vikið að áhrifum annmarka á úrslit kosningar og Hæstiréttur leiðbeinir vitaskuld ekki um viðbrögð; það er hlutverk lýðræðislega kjörins þjóðþings - Alþingis - sem er til þess bært að ákveða framhaldið. Alþingi, sem alla jafna hefur frumkvæði að stjórnarskrárbreytingum, hefur í tvígang réttilega samþykkt að þetta frumkvæði skuli nú falið öðrum aðila - sem er óháður reglulegum handhöfum ríkisvalds. Þar verður byggt á undirbúningi fyrir kosningar til stjórnlagaþings svo og niðurstöðum þjóðfundar, sem þingkjörin stjórnlaganefnd hefur unnið úr. Allsherjarnefnd Alþingis hefur auk þess fallist afdráttarlaust á það sem valkost að niðurstöður stjórnlagaráðs megi bera undir þjóðina sjálfa áður en Alþingi tekur þær til efnislegrar afgreiðslu (sjá þskj. 1028 á 139. löggj.þ.) eins og einnig var ráðgert um stjórnlagaþing (sjá þskj. 1354 á 138. löggj.þ.). Stjórnlagaráði er falið að gera tillögu í þessu efni - og tek ég undir með allsherjarnefnd Alþingis að rétt sé að bera mismunandi kosti undir þjóðina. Um þá forsendu af minni hálfu sagði í formlegri kynningu við framboð til stjórnlagaþings, dags. 17. október 2010, að fyrst þyrfti "að bera niðurstöðu stjórnlagaþings undir þjóðina" - áður en Alþingi fengi hana til afgreiðslu. Sjálfstæði stjórnlagaráðs út á við er því fyrir hendi enda verður þessi afstaða ekki dregin til baka er tillögur stjórnlagaráðs hafa litið dagsins ljós. Lít ég einnig til þess að þjóðin er í réttarvitund almennings, í stjórnlagafræði og í huga forseta Íslands talin æðsti handhafi ríkisvalds - ekki síst er öðrum handhöfum eru settar reglur og mörk til þess að starfa eftir í umboði þjóðarinnar. Innra sjálfræði stjórnlagaráðs verður auk þess meira en stjórnlagaþings. Forsendur mínar fyrir setu í stjórnlagaráði eru þannig uppfylltar. Af virðingu við þá 83.000 kjósendur, sem tóku þátt í þjóðkjöri til stjórnlagaþings, þigg ég því boð Alþingis um setu í stjórnlagaráði enda takist mér í samráði við mitt fagráðuneyti að fá afleysingu í því embætti er ég gegni. Virðingarfyllst, Gísli Tryggvason
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira