Gísli ætlar að taka sæti í stjórnlagaráði 27. mars 2011 18:28 Gísli Tryggvason Gísli Tryggvason, sem var einn þeirra tuttugu og fimm sem kjörnir voru á stjórnlagaþing í nóvemer síðastliðnum, ætlar að taka sæti í stjórnlagaráði. Alþingi samþykkti tillögu um að fulltrúarnir tuttugu og fimm fengju að taka sæti í ráðinu í vikunni. Þeir hafa frest fram á þriðjudagskvöld til að svara boðinu um sætið. Gísli Tryggvason hefur svarað bréfinu og hefur samþykkt boðið. „Af virðingu við þá 83.000 kjósendur, sem tóku þátt í þjóðkjöri til stjórnlagaþings, þigg ég því boð Alþingis um setu í stjórnlagaráði enda takist mér í samráði við mitt fagráðuneyti að fá afleysingu í því embætti er ég gegni," segir Gísli meðal annars í svarinu. „Sjálfstæði stjórnlagaráðs út á við er því fyrir hendi enda verður þessi afstaða ekki dregin til baka er tillögur stjórnlagaráðs hafa litið dagsins ljós. Lít ég einnig til þess að þjóðin er í réttarvitund almennings, í stjórnlagafræði og í huga forseta Íslands talin æðsti handhafi ríkisvalds - ekki síst er öðrum handhöfum eru settar reglur og mörk til þess að starfa eftir í umboði þjóðarinnar,“ segir einnig í svarinu.Hægt er að lesa svar Gísla hér fyrir neðan. Undirritaður þakkar bréf yðar, dags. 24. mars 2011, þar sem mér er boðið sæti í stjórnlagaráði samkvæmt þingsályktun s.d. um að Alþingi álykti að skipa stjórnlagaráð. Réttast væri, eftir ákvörðun Hæstaréttar hinn 25. janúar 2011 um ógildingu kosningar til stjórnlagaþings hinn 27. nóvember 2010, að kjósa að nýju - og þá helst til sjálfstæðs stjórnlagaþings eins og ég lagði til 2008. Hvorugt er í boði. Alþingi hefur ekki tekist samhliða aðalhlutverki sínu að endurskoða stjórnarskrána - sem staðið hefur til frá 1944. Ekki er í ákvörðun Hæstaréttar vikið að áhrifum annmarka á úrslit kosningar og Hæstiréttur leiðbeinir vitaskuld ekki um viðbrögð; það er hlutverk lýðræðislega kjörins þjóðþings - Alþingis - sem er til þess bært að ákveða framhaldið. Alþingi, sem alla jafna hefur frumkvæði að stjórnarskrárbreytingum, hefur í tvígang réttilega samþykkt að þetta frumkvæði skuli nú falið öðrum aðila - sem er óháður reglulegum handhöfum ríkisvalds. Þar verður byggt á undirbúningi fyrir kosningar til stjórnlagaþings svo og niðurstöðum þjóðfundar, sem þingkjörin stjórnlaganefnd hefur unnið úr. Allsherjarnefnd Alþingis hefur auk þess fallist afdráttarlaust á það sem valkost að niðurstöður stjórnlagaráðs megi bera undir þjóðina sjálfa áður en Alþingi tekur þær til efnislegrar afgreiðslu (sjá þskj. 1028 á 139. löggj.þ.) eins og einnig var ráðgert um stjórnlagaþing (sjá þskj. 1354 á 138. löggj.þ.). Stjórnlagaráði er falið að gera tillögu í þessu efni - og tek ég undir með allsherjarnefnd Alþingis að rétt sé að bera mismunandi kosti undir þjóðina. Um þá forsendu af minni hálfu sagði í formlegri kynningu við framboð til stjórnlagaþings, dags. 17. október 2010, að fyrst þyrfti "að bera niðurstöðu stjórnlagaþings undir þjóðina" - áður en Alþingi fengi hana til afgreiðslu. Sjálfstæði stjórnlagaráðs út á við er því fyrir hendi enda verður þessi afstaða ekki dregin til baka er tillögur stjórnlagaráðs hafa litið dagsins ljós. Lít ég einnig til þess að þjóðin er í réttarvitund almennings, í stjórnlagafræði og í huga forseta Íslands talin æðsti handhafi ríkisvalds - ekki síst er öðrum handhöfum eru settar reglur og mörk til þess að starfa eftir í umboði þjóðarinnar. Innra sjálfræði stjórnlagaráðs verður auk þess meira en stjórnlagaþings. Forsendur mínar fyrir setu í stjórnlagaráði eru þannig uppfylltar. Af virðingu við þá 83.000 kjósendur, sem tóku þátt í þjóðkjöri til stjórnlagaþings, þigg ég því boð Alþingis um setu í stjórnlagaráði enda takist mér í samráði við mitt fagráðuneyti að fá afleysingu í því embætti er ég gegni. Virðingarfyllst, Gísli Tryggvason Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Gísli Tryggvason, sem var einn þeirra tuttugu og fimm sem kjörnir voru á stjórnlagaþing í nóvemer síðastliðnum, ætlar að taka sæti í stjórnlagaráði. Alþingi samþykkti tillögu um að fulltrúarnir tuttugu og fimm fengju að taka sæti í ráðinu í vikunni. Þeir hafa frest fram á þriðjudagskvöld til að svara boðinu um sætið. Gísli Tryggvason hefur svarað bréfinu og hefur samþykkt boðið. „Af virðingu við þá 83.000 kjósendur, sem tóku þátt í þjóðkjöri til stjórnlagaþings, þigg ég því boð Alþingis um setu í stjórnlagaráði enda takist mér í samráði við mitt fagráðuneyti að fá afleysingu í því embætti er ég gegni," segir Gísli meðal annars í svarinu. „Sjálfstæði stjórnlagaráðs út á við er því fyrir hendi enda verður þessi afstaða ekki dregin til baka er tillögur stjórnlagaráðs hafa litið dagsins ljós. Lít ég einnig til þess að þjóðin er í réttarvitund almennings, í stjórnlagafræði og í huga forseta Íslands talin æðsti handhafi ríkisvalds - ekki síst er öðrum handhöfum eru settar reglur og mörk til þess að starfa eftir í umboði þjóðarinnar,“ segir einnig í svarinu.Hægt er að lesa svar Gísla hér fyrir neðan. Undirritaður þakkar bréf yðar, dags. 24. mars 2011, þar sem mér er boðið sæti í stjórnlagaráði samkvæmt þingsályktun s.d. um að Alþingi álykti að skipa stjórnlagaráð. Réttast væri, eftir ákvörðun Hæstaréttar hinn 25. janúar 2011 um ógildingu kosningar til stjórnlagaþings hinn 27. nóvember 2010, að kjósa að nýju - og þá helst til sjálfstæðs stjórnlagaþings eins og ég lagði til 2008. Hvorugt er í boði. Alþingi hefur ekki tekist samhliða aðalhlutverki sínu að endurskoða stjórnarskrána - sem staðið hefur til frá 1944. Ekki er í ákvörðun Hæstaréttar vikið að áhrifum annmarka á úrslit kosningar og Hæstiréttur leiðbeinir vitaskuld ekki um viðbrögð; það er hlutverk lýðræðislega kjörins þjóðþings - Alþingis - sem er til þess bært að ákveða framhaldið. Alþingi, sem alla jafna hefur frumkvæði að stjórnarskrárbreytingum, hefur í tvígang réttilega samþykkt að þetta frumkvæði skuli nú falið öðrum aðila - sem er óháður reglulegum handhöfum ríkisvalds. Þar verður byggt á undirbúningi fyrir kosningar til stjórnlagaþings svo og niðurstöðum þjóðfundar, sem þingkjörin stjórnlaganefnd hefur unnið úr. Allsherjarnefnd Alþingis hefur auk þess fallist afdráttarlaust á það sem valkost að niðurstöður stjórnlagaráðs megi bera undir þjóðina sjálfa áður en Alþingi tekur þær til efnislegrar afgreiðslu (sjá þskj. 1028 á 139. löggj.þ.) eins og einnig var ráðgert um stjórnlagaþing (sjá þskj. 1354 á 138. löggj.þ.). Stjórnlagaráði er falið að gera tillögu í þessu efni - og tek ég undir með allsherjarnefnd Alþingis að rétt sé að bera mismunandi kosti undir þjóðina. Um þá forsendu af minni hálfu sagði í formlegri kynningu við framboð til stjórnlagaþings, dags. 17. október 2010, að fyrst þyrfti "að bera niðurstöðu stjórnlagaþings undir þjóðina" - áður en Alþingi fengi hana til afgreiðslu. Sjálfstæði stjórnlagaráðs út á við er því fyrir hendi enda verður þessi afstaða ekki dregin til baka er tillögur stjórnlagaráðs hafa litið dagsins ljós. Lít ég einnig til þess að þjóðin er í réttarvitund almennings, í stjórnlagafræði og í huga forseta Íslands talin æðsti handhafi ríkisvalds - ekki síst er öðrum handhöfum eru settar reglur og mörk til þess að starfa eftir í umboði þjóðarinnar. Innra sjálfræði stjórnlagaráðs verður auk þess meira en stjórnlagaþings. Forsendur mínar fyrir setu í stjórnlagaráði eru þannig uppfylltar. Af virðingu við þá 83.000 kjósendur, sem tóku þátt í þjóðkjöri til stjórnlagaþings, þigg ég því boð Alþingis um setu í stjórnlagaráði enda takist mér í samráði við mitt fagráðuneyti að fá afleysingu í því embætti er ég gegni. Virðingarfyllst, Gísli Tryggvason
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira