Valtýr gagnrýndi Jóhönnu fyrir bein afskipti af ákæruvaldinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. mars 2011 12:09 Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, lætur af embætti í apríl næstkomandi. Ríkissaksóknari gagnrýndi forsætisráðherra harðlega í morgun fyrir afskipti af störfum ákæruvaldsins og lögreglu. Þá sagði hann Evu Joly ekkert annað en stjórnmálamann. Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari sem lætur af störfum í apríl næstkomandi og verður ráðgjafi á lögmannsstofunni Lex, hélt erindi á málstofu um ákæruvaldið og stöðu þess í Þjóðminjasafninu í morgun. Í erindi sínu gagnrýndi Valtýr óeðlileg afskipti stjórnmálamanna af störfum lögreglu og ákæruvalds m.a í tengslum við rannsókn á brotum sem tengjast bankahruninu.Forsætisráðherra „ærst af fögnuði" yfir gæsluvarðhaldi útrásarvíkinga „Forsætisráðherra hefur reglulega tilkynnt að ákveðið hafi verið að veita svo og svo miklu fé til að rannsaka mál tengd bankahruninu án þess að nein heildarstefna sé mótuð um áherslur í baráttunni gegn glæpum. Forsætisráðherra hefur auk þess tekið virkan þátt í baráttunni gegn þessum svokölluðu útrásarvíkingum og hvatt menn til dáða á þeim vettvangi. Forsætisráðherra hefur nánast ærst af fögnuði þegar þessir menn, eða menn úr þessum geira, eru hnepptir í gæsluvarðhald," sagði Valtýr, en það skal tekið fram að sonur hans var forstjóri Exista, sem var stærsti hluthafinn í Kaupþingi banka fyrir hrun og margir fyrrverandi stjórnenda bankans hafa verið handteknir og yfirheyrðir í tengslum við meint efnahagsbrot og sumir hnepptir í gæsluvarðhald. Jóhanna „tjáir sig fjálglega"meðan áfrýjunarfrestur er ekki liðinn Valtýr gagnrýndi einnig orðræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í tengslum við mál níumenninganna svokölluðu og afskipti stjórnmálamanna af ákæruvaldinu. „Sami ráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra) tjáir sig svo fjálglega um það að hún telji að það hafi verið mistök hjá ákæruvaldinu að ákæra með tilteknum hætti í máli níumenninganna svokölluðu og verður að ætla að hún eigi við pólitísk mistök en ekki fagleg. Slík yfirlýsing var sett fram áður en áfrýjunarfresturinn í málinu var liðinn og nú hefur verið ákveðið að áfrýja málinu ekki til Hæstaréttar," sagði Valtýr, en bætti því við að hann eftirléti öðrum að draga ályktanir um ástæður þess. Þess skal getið að skýrt er kveðið á um þrígreiningu ríkisvaldsins og sjálfstæði ákæruvalds og dómsvalds í stjórnarskránni. Á fundinum gagnrýndi Valtýr einnig harðlega störf og yfirlýsingar Evu Joly, fyrrverandi ráðgjafa sérstaks saksóknara, og sagði að orðræða hennar „bæri öll þau merki að um stjórnmálamann væri að ræða." Hann vísaði til þess að margar yfirlýsingar sem gefnar hefðu verið út um meinta sekt sakborninga í málum sem væru til rannsóknar væru í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar, æðstu heimild íslensks réttar, um sakleysi sakbornings uns sekt væri sönnuð. Og þá meginreglu í lögum um meðferð sakamála um að hið sanna og rétta komi í ljós, en á rannsakendum og ákærendum hvílir sú skylda að horfa jafnt til atriða er lúta að sakleysi og sekt sakborninga. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira
Ríkissaksóknari gagnrýndi forsætisráðherra harðlega í morgun fyrir afskipti af störfum ákæruvaldsins og lögreglu. Þá sagði hann Evu Joly ekkert annað en stjórnmálamann. Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari sem lætur af störfum í apríl næstkomandi og verður ráðgjafi á lögmannsstofunni Lex, hélt erindi á málstofu um ákæruvaldið og stöðu þess í Þjóðminjasafninu í morgun. Í erindi sínu gagnrýndi Valtýr óeðlileg afskipti stjórnmálamanna af störfum lögreglu og ákæruvalds m.a í tengslum við rannsókn á brotum sem tengjast bankahruninu.Forsætisráðherra „ærst af fögnuði" yfir gæsluvarðhaldi útrásarvíkinga „Forsætisráðherra hefur reglulega tilkynnt að ákveðið hafi verið að veita svo og svo miklu fé til að rannsaka mál tengd bankahruninu án þess að nein heildarstefna sé mótuð um áherslur í baráttunni gegn glæpum. Forsætisráðherra hefur auk þess tekið virkan þátt í baráttunni gegn þessum svokölluðu útrásarvíkingum og hvatt menn til dáða á þeim vettvangi. Forsætisráðherra hefur nánast ærst af fögnuði þegar þessir menn, eða menn úr þessum geira, eru hnepptir í gæsluvarðhald," sagði Valtýr, en það skal tekið fram að sonur hans var forstjóri Exista, sem var stærsti hluthafinn í Kaupþingi banka fyrir hrun og margir fyrrverandi stjórnenda bankans hafa verið handteknir og yfirheyrðir í tengslum við meint efnahagsbrot og sumir hnepptir í gæsluvarðhald. Jóhanna „tjáir sig fjálglega"meðan áfrýjunarfrestur er ekki liðinn Valtýr gagnrýndi einnig orðræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í tengslum við mál níumenninganna svokölluðu og afskipti stjórnmálamanna af ákæruvaldinu. „Sami ráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra) tjáir sig svo fjálglega um það að hún telji að það hafi verið mistök hjá ákæruvaldinu að ákæra með tilteknum hætti í máli níumenninganna svokölluðu og verður að ætla að hún eigi við pólitísk mistök en ekki fagleg. Slík yfirlýsing var sett fram áður en áfrýjunarfresturinn í málinu var liðinn og nú hefur verið ákveðið að áfrýja málinu ekki til Hæstaréttar," sagði Valtýr, en bætti því við að hann eftirléti öðrum að draga ályktanir um ástæður þess. Þess skal getið að skýrt er kveðið á um þrígreiningu ríkisvaldsins og sjálfstæði ákæruvalds og dómsvalds í stjórnarskránni. Á fundinum gagnrýndi Valtýr einnig harðlega störf og yfirlýsingar Evu Joly, fyrrverandi ráðgjafa sérstaks saksóknara, og sagði að orðræða hennar „bæri öll þau merki að um stjórnmálamann væri að ræða." Hann vísaði til þess að margar yfirlýsingar sem gefnar hefðu verið út um meinta sekt sakborninga í málum sem væru til rannsóknar væru í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar, æðstu heimild íslensks réttar, um sakleysi sakbornings uns sekt væri sönnuð. Og þá meginreglu í lögum um meðferð sakamála um að hið sanna og rétta komi í ljós, en á rannsakendum og ákærendum hvílir sú skylda að horfa jafnt til atriða er lúta að sakleysi og sekt sakborninga. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Sjá meira