Samráðshópurinn vissi um fyrirhugað hámark á Icesave-innistæður 2. mars 2011 13:57 Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, segir engan vafa leika á að á fulltrúum í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, hafi verið kunnugt um að breska fjármálaeftirlitið hafi tekið ákvörðun um að setja fimm milljarða punda hámark á innistæður Icesave-reikninga í Bretlandi haustið 2008. Þetta hámark er meðal þess sem var rætt á fundum samráðshópsins á tímabilinu 22. júlí til 16. september 2008, samkvæmt vitnisburði Bolla í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem fram fer aðalmeðferð í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. Undir Bolla voru bornar fundargerðir samráðshópsins, sem hann staðfesti að væru réttar. Spurður hvort á fundunum hefði komið fram að breska fjármálaeftirlitið vildi setja fimm milljarða punda hámark á innistæðurnar, sagði Bolli: „Klárlega." Baldur Guðlaugsson hafði hins vegar aðra sögu að segja þegar hann kom fyrir dóminn í morgun. Þar sagði Baldur að ekki hafi verið talað um að breska fjármálaeftirlitið hafi tekið endanlega ákvörðun um hámark heldur aðeins að hugmyndir í slíka veru hafi komið til tals. Ákvörðun breska fjármálaeftirlitsins um að setja umrætt hámark var skýrt merki um áhyggjur þarlendra eftirlitsaðila af Icesave-reikningum Landsbankans. Hagnýting upplýsinga um þessa ákvörðun breska fjármálaeftirlitsins í eiginu þágu er meðal þess sem Baldur er ákærður fyrir. Tengdar fréttir Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35 Bolli taldi sig ekki geta selt sín bréf - hefði mælt gegn sölu Baldurs Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að sér hafi ekki verið fært að selja hlutabréf sín í íslensku viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið haustið 2008 vegna þeirra trúnaðarupplýsinga sem hann bjó yfir sem fulltrui í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem átti sæti í þessum sama hópi, ákvað hins vegar að selja öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 192 milljónir. Hlutabréfin seldi Baldur 17. og 18. september 2008. Bolla og Baldur greinir á um hvort Baldur hafi tilkynnt honum um sölu bréfanna áður en hún átti sér stað eða eftir á. 2. mars 2011 13:33 Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57 Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, segir engan vafa leika á að á fulltrúum í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað, hafi verið kunnugt um að breska fjármálaeftirlitið hafi tekið ákvörðun um að setja fimm milljarða punda hámark á innistæður Icesave-reikninga í Bretlandi haustið 2008. Þetta hámark er meðal þess sem var rætt á fundum samráðshópsins á tímabilinu 22. júlí til 16. september 2008, samkvæmt vitnisburði Bolla í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem fram fer aðalmeðferð í máli Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins. Undir Bolla voru bornar fundargerðir samráðshópsins, sem hann staðfesti að væru réttar. Spurður hvort á fundunum hefði komið fram að breska fjármálaeftirlitið vildi setja fimm milljarða punda hámark á innistæðurnar, sagði Bolli: „Klárlega." Baldur Guðlaugsson hafði hins vegar aðra sögu að segja þegar hann kom fyrir dóminn í morgun. Þar sagði Baldur að ekki hafi verið talað um að breska fjármálaeftirlitið hafi tekið endanlega ákvörðun um hámark heldur aðeins að hugmyndir í slíka veru hafi komið til tals. Ákvörðun breska fjármálaeftirlitsins um að setja umrætt hámark var skýrt merki um áhyggjur þarlendra eftirlitsaðila af Icesave-reikningum Landsbankans. Hagnýting upplýsinga um þessa ákvörðun breska fjármálaeftirlitsins í eiginu þágu er meðal þess sem Baldur er ákærður fyrir.
Tengdar fréttir Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35 Bolli taldi sig ekki geta selt sín bréf - hefði mælt gegn sölu Baldurs Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að sér hafi ekki verið fært að selja hlutabréf sín í íslensku viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið haustið 2008 vegna þeirra trúnaðarupplýsinga sem hann bjó yfir sem fulltrui í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem átti sæti í þessum sama hópi, ákvað hins vegar að selja öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 192 milljónir. Hlutabréfin seldi Baldur 17. og 18. september 2008. Bolla og Baldur greinir á um hvort Baldur hafi tilkynnt honum um sölu bréfanna áður en hún átti sér stað eða eftir á. 2. mars 2011 13:33 Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57 Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51 Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Grafalvarleg staða Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Aðalmeðferð yfir Baldri hafin Aðalmeðferð er hafin í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Baldur er ákærður fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, fyrir að hafa með ólögmætum hætti nýtt sér upplýsingar sem hann hafði, umfram aðra, þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir um 192 milljónir króna. 2. mars 2011 09:35
Bolli taldi sig ekki geta selt sín bréf - hefði mælt gegn sölu Baldurs Bolli Bollason, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að sér hafi ekki verið fært að selja hlutabréf sín í íslensku viðskiptabönkunum fyrir bankahrunið haustið 2008 vegna þeirra trúnaðarupplýsinga sem hann bjó yfir sem fulltrui í samráðshópi um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem átti sæti í þessum sama hópi, ákvað hins vegar að selja öll hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir rúmar 192 milljónir. Hlutabréfin seldi Baldur 17. og 18. september 2008. Bolla og Baldur greinir á um hvort Baldur hafi tilkynnt honum um sölu bréfanna áður en hún átti sér stað eða eftir á. 2. mars 2011 13:33
Baldri Guðlaugs leið "extra vel" þegar hann seldi bréfin Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri sagði fyrir dómi í morgun að sér hefði liðið "extra vel“ þegar hann seldi bréf sín í Landsbankanum hinn 17. september 2008 og sagðist viss um að hafa ekki búið yfir innherjaupplýsingum. 2. mars 2011 11:57
Rík áhersla lögð á trúnað á fundum samráðshópsins Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að rík áhersla hafi verið lögð á trúnað um það sem fram fór á fundum samráðshóps um fjármálastöðugleika og viðbúnað fyrir bankahrunið 2008. 2. mars 2011 12:51