Skoðun

Væri ekki bara hreinlegra að vísa manni úr landi?

Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Ég var á upplýsingafundi VR um stöðu kjarasamninga í gærkvöldi og get ekki orða bundist.Dagskipun verkalýðshreyfingarinnar er að launafólk sýni ábyrgð og fari fram á hóflegar launahækkanir, sem tryggi kaupmátt og viðhaldi stöðugleika.Hugmyndafræði SAASÍ gengur út á að fylkja sér á bakvið verðbólguspá seðlabankans (sem hefur aldrei staðist frá því að mælingar hófust) og bæta lítilræði við til þess að sýna fram á jákvæða og ábyrga kaupmáttaraukningu. Hugmyndirnar ganga út á 2,5-3% hækkun á ári í 3 ár þannig að mismunur á launahækkunum og verðbólgu verði jákvæður um 1-3% yfir samningstímann.Á fundinum í gær kom skilyrðislaus stuðningur Alþýðusambandsins við verðtryggingu fjárskuldbindinga sem eitt og sér hlýtur að gera ASÍ vanhæft til að fjalla um hagsmuni launafólks.Er það ekki ótrúlegt að stærstu hagsmunasamtök launafólks skuli verja fjármagnseigendur, sem stjórna stöðugleikanum og hafa beinan hag af óstöðugleika í skjóli verðtryggingar?Hvernig væri ástandið ef að þeir sem stjórna stöðugleika hefðu allt undir með stöðugleika en ekki öfugt?

Vissulega eru lífeyrissjóðir fjarmagnseigendur sem aftur erum við fólkið. En hver er okkar mikilvægasti lífeyrir? Eignaupptakan á okkar mikilvægasta lífeyri í gegnum verðbætur er notaður sem spilapeningur í fjárhættuspili viðskiptalífsins þar sem allt snýst um völd og aðgang hinna útvöldu að almannafé, sem tapast svo í kerfisbundnum markaðsáföllum.Þeir lífeyrisþegar sem standa best í dag fóru skuldlausir á lífeyri og höfðu þak yfir höfuðið sem árangur ævistarfsins í stað innihaldslausra loforða.Verkalýðshreyfingin hefur stungið hausnum í sandinn gagnvart launafólki hingað til og er mér spurn um hvers lags ábyrgð og hófsemi ég á að sýna eftir allt sem á undan er gengið.Hvaða ábyrgð, hófsemi og aðhald hefur verkalýðshreyfingin sýnt?Við höfum séð ábyrgar skattahækkanir sem engu hafa skilað nema hækkun á neysluvísitölu.Við höfum séð hófsamar og ábyrgar innistæðutryggingar án takmarkana þar sem stór hluti þeirra upphæða sem tryggður var, eru sömu skuldirnar og almenningur verður skattpíndur næstu áratugi til að greiða.Við höfum séð ábyrgð og hófsemi í gjaldskrárhækkunum orkuveitunnar og niðurskurði hjá leikskólum og grunnskólum.Við þekkjum ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar í að mótmæla því að ríkið innheimti skattstofn sinn í séreignasparnaði til að hlífa heimilum landsins við frekari álögum.Með ábyrgum og hófsömum hætti stakk Verkalýðshreyfingin hausnum á bólakaf í sandinn á meðan almenningur leitaði réttar síns vegna stökkbreyttra húsnæðis og bílalána og tók svo á endanum ábyrga afstöðu með fjármálafyrirtækjunum.Með ábyrgum hætti studdi verkalýðshreyfingin Icesave samninginn sem hefði verið síðasti naglinn í líkkistu velferðar á íslandi ef almenningur hefði ekki risið upp og hafnað honum í þjóðaratkvæðagreiðslu.Nú ætlar verkalýðshreyfingin að bjóða launafólki í kökuboð þar sem sýnt verður fram á hversu lítið sé til

skiptanna.Hvar var verkalýðshreyfingin þegar fjármagnseigendur voru að skera sínar sneiðar af sömu köku sem ekkert er eftir af? Hvar var verkalýðshreyfingin þegar milljarðahundruðum var eytt í að kaupa verðlaus skuldabréf út úr peningamarkaðssjóðum sem ekki voru ríkistryggðir en í eigu og stjórnað af útvöldum.Hvar var verkalýðshreyfingin þegar kökusneiðunum var sólundað í sama svartholið og kom okkur á hliðina?26 milljarða kr. vegna VBS, 12 milljarða kr. vegna Sjóvár, 20 milljarðar vegna Saga Capital, 6 milljarða vegna Aska Capital, 5 milljarða vegna Byrs, 14 milljarða vegna Sparisjóðs Keflavíkur og væntanlega 3,5 milljarða vegna Byggðastofnunar og 20 milljarðar í SpKef.Launafólk þarf svo sárlega á sterkri forystu að halda sem hefur kjark í að berjast gegn grímulausu óréttlætinu, en hefur yfir sér stjórn þar sem ákvörðunarfælnin, meðvirknin og tepruskapurinn er slíkur að það hálfa væri nóg.Eru forystumenn verkalýðshreyfingarinnar kanski að starfa fyrir fjármagnseigendur og atvinnurekendur?

Vil enda þetta á orðum vinar míns Guðmundar Más Ragnarssonar:Velferðastjórnin búin að lækka barnabætur fjölskyldunnar um helming. Á sama tíma kemur glaðningur frá leikskóla, systkinaafsláttur lækkaður og gjaldið hækkað í ofanálag. Nýtt „endurvinslusorpstöðvargjald“ lagt á heimilið. Gengdarlausar skattahækkanir kryddaðar með hækkun allra tilfallandi gjalda. Væri ekki bara hreinlegra að vísa manni úr landi?
Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.