Innlent

Slösuðust í bílveltu á Akureyri

Tvær 17 ára stúlkur slösuðust, en þó ekki lífshættulega, þegar önnur þeirra missti stjórn á bíl sínum á Krossanesbraut við Akureyri í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af og hafnaði á hvolfi ofan í skurði. Þær komust af sjálfsdáðum út úr honum og upp á veg, en voru fluttar á Sjúkrahúsið, enda önnur með áverka á höfði og hin kenndi eymsla í baki. Þetta mun vera þriðja umferðaróhappið sem hendir stúlkuna sem ók, á örstuttum ökumannsferli hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×