Innlent

Bein útsending frá söfnunarátaki fyrir SEM

Sindri Sindrason og Kolbrún Björnsdóttir eru kynnar í kvöld
Sindri Sindrason og Kolbrún Björnsdóttir eru kynnar í kvöld
Söfnunarátak SEM, Samtaka Endurhæfðra Mænuskaddaðra, verður í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 í kvöld. Útsending hefst klukkan 19:50.

Markmið átaksins er að efla samhjálp mænuskaddaðra, vinna að auknum réttindum þeirra og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu.

Boðið verður upp á veglega skemmtidagskrá þar sem sannkallað landslið íslenskra grínista kemur saman, skemmtir þjóðinni með óborganlegu gríni og hvetur hana um leið til að styrkja verðugt málefni.

Kynnar eru Kolbrún Björnsdóttir og Sindri Sindrason.

Hægt er að horfa á söfnunina með því að smella á hlekkinn hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×