Djokovic og Federer mætast í undanúrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. janúar 2011 14:15 Federer og Wawrinka takast í hendur eftir leikinn í morgun. Nordic Photos / AFP Opna ástralska meistaramótið í tennis er nú í fullum gangi en þeir Roger Federer og Novak Djokovic tryggðu sér í morgun sæti í undanúrslitum í einliðaleik karla. Federer mætti í morgun landa sínum, Stanislas Warinka frá Sviss, í fjórðungsúrslitum og vann nokkuð auðveldan sigur, 6-1, 6-3 og 6-3. Wawrinka var reyndar svo óánægður með eigin frammistöðu að hann grýtti spaðanum sínum í jörðina í miðri viðureigninni og eyðilagði hann. Djokovic mætti Tékkanum Tomas Bedrych og vann sömuleiðis í þremur settum, 6-1, 7-6 og 6-1. Síðari tvær viðureignirnar í fjórðungsúrslitunum fara fram á morgun en þá mætast annars vegar Alexandr Dolgopalov frá Úkraínu og Skotinn Andy Murray og hins vegar Spánverjarnir Rafael Nadal og David Ferrer. Nadal er í efsta sæti heimslistans, Federer í því öðru, Djokovic þriðja og Murray fimmta. Robin Söderling er í fjórða sæti en hann féll úr leik í 16-manna úrslitum fyrir Dolgapalov - sá er í 46. sæti. Wozniacki komin í undanúrslit Fjórðungsúrslit í einliðaleik kvenna hófust einnig í dag. Caroline Wozniacki frá Danmörku tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum með sigri á Francescu Schiavone frá Ítalíu, 3-6, 6-3 og 6-3. Hún mætir Li Na frá Kína en hún bar sigurorð af Andreu Petkovic frá Þýskalandi, 6-2 og 6-4. Wozniacki er í efsta sæti heimslistans en Rússinn Vera Zvonareva í öðru sæti. Sú síðarnefnda mætir Petru Kvitova frá Tékklandi í fjórðungsúrslitum á morgun. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir sigurvegaranum úr leik Agnieszku Radwanska frá Póllandi og Kim Clijsters frá Belgíu í hinni undanúrslitaviðureigninni.Serena Williams tók ekki þátt í mótinu vegna meiðsla en systir hennar, Venus, féll úr leik í 32-manna úrslitum. Reyndar þurfti hún að hætta í miðri viðureign vegna meiðsla. Erlendar Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira
Opna ástralska meistaramótið í tennis er nú í fullum gangi en þeir Roger Federer og Novak Djokovic tryggðu sér í morgun sæti í undanúrslitum í einliðaleik karla. Federer mætti í morgun landa sínum, Stanislas Warinka frá Sviss, í fjórðungsúrslitum og vann nokkuð auðveldan sigur, 6-1, 6-3 og 6-3. Wawrinka var reyndar svo óánægður með eigin frammistöðu að hann grýtti spaðanum sínum í jörðina í miðri viðureigninni og eyðilagði hann. Djokovic mætti Tékkanum Tomas Bedrych og vann sömuleiðis í þremur settum, 6-1, 7-6 og 6-1. Síðari tvær viðureignirnar í fjórðungsúrslitunum fara fram á morgun en þá mætast annars vegar Alexandr Dolgopalov frá Úkraínu og Skotinn Andy Murray og hins vegar Spánverjarnir Rafael Nadal og David Ferrer. Nadal er í efsta sæti heimslistans, Federer í því öðru, Djokovic þriðja og Murray fimmta. Robin Söderling er í fjórða sæti en hann féll úr leik í 16-manna úrslitum fyrir Dolgapalov - sá er í 46. sæti. Wozniacki komin í undanúrslit Fjórðungsúrslit í einliðaleik kvenna hófust einnig í dag. Caroline Wozniacki frá Danmörku tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum með sigri á Francescu Schiavone frá Ítalíu, 3-6, 6-3 og 6-3. Hún mætir Li Na frá Kína en hún bar sigurorð af Andreu Petkovic frá Þýskalandi, 6-2 og 6-4. Wozniacki er í efsta sæti heimslistans en Rússinn Vera Zvonareva í öðru sæti. Sú síðarnefnda mætir Petru Kvitova frá Tékklandi í fjórðungsúrslitum á morgun. Sigurvegarinn úr þeirri viðureign mætir sigurvegaranum úr leik Agnieszku Radwanska frá Póllandi og Kim Clijsters frá Belgíu í hinni undanúrslitaviðureigninni.Serena Williams tók ekki þátt í mótinu vegna meiðsla en systir hennar, Venus, féll úr leik í 32-manna úrslitum. Reyndar þurfti hún að hætta í miðri viðureign vegna meiðsla.
Erlendar Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Ótrúlegt hetjukast varð að engu Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Sjá meira