Að vera eða vera ekki Þröstur Ólafsson skrifar 30. september 2011 06:00 Góður kunningi minn lagði fyrir mig eftirfarandi spurningu, Hvort er óþjóðlegra að Nupo fái aðgang að Grímsstöðum á Fjöllum eða að erlendir vogunarsjóðir fái í hendur aðfararheimild að íslenskum fjölskyldum ? Fáránleg spurning og byrjaði að brosa út í annað, en eftir að hann hafði útskýrt fyrir mér stöðu margra íslenskra fjölskyldna, eftir að umsaminn afsláttur af lánum til nýju bankanna skilaði sér ekki til lántakanda, og tveir bankar komnir í eigu útlendinga, skildi ég alvöru fáránleikans. Hann bætti við: Margir íslenskir lántakendur hafa fengið aðstoð, þessir ekki. Og úr því að þjóðlegheit er tískuorðið, væri það ekki óþjóðlegt að leyfa erlendum eigendum bankanna að féfletta íslenskan almenning – hver ætti Grímsstaði skipti engu. Af rælni sagði ég löglærðum kunningja mínum frá þessu. Hann svaraði: „Nupo er ríkisborgari í kommúnistaríkinu Kína, þar sem leynd ríkir yfir öllu og enginn getur orðið ríkur, nema með leyfi flokksins. Þar bera einstaklingar ábyrgð gagnvart ríkinu ekki dómstólum. Nupo-Grímsstaðir er hættulegt mál og óþjóðlegt að veita því jáyrði. Þessir lántakendur sem tóku lán langt umfram getu sína, geta sjálfum sér um kennt.“ Vanburðugt almannavaldDeilt er um það milli fyrrnefndra lántakenda og stjórnvalda hvort þeir hafi fengið leiðréttingu – deilt er um hvort heimila eigi sölu á Grímsstöðum. Fá mál eru óumdeild hérlendis. Þetta líkist Chile í lok valdatíma Allendes, nema hvað hér er enginn her. Eins og þar geisar hér valdastríð á öllum vígstöðvum, það gerist á sama tíma og landið er í lamasessi. Fólk, en þó einkum stjórnmálamenn, virðist hafa misst sjónar á aðal- og aukaatriðum í stöðugum barningi þessarar þjóðar fyrir sjálfstæði og velferð. Fyrrnefnd spurning lýsir vel þeim vanda sem íslenskt samfélag er í. Annars vegar nær þjóðin ekki utan um afleiðingar hrunsins, nær ekki að jafna byrðunum, nær ekki að draga menn til ábyrgðar sem í óstöðvandi græðgi blóðmjólkuðu bæði bankana og stöndug fyrirtæki og skildu skuldirnar eftir hjá almenningi. Hún horfir upp á gömlu valdastéttirnar og útrásareinstaklinga hreiðra um sig í rólegheitum óáreitta. Þeir vita sem er að kerfið nær aðeins utan um formlegu hlið málsins, ekki þá efnislegu. Því miður bendir margt til þess að almannavaldið hér sé of veikburða til að geta ráðið við vanda af þessari stærðargráðu. Um langan tíma höfum við verið upptekin af því að styrkja rétt einstaklingsins á kostnað almannavaldsins og sitjum uppi með veikburða ríkisvald. Spegilmynd þess er septemberþingið, samkoma með endemum. Fámennið leiðir svo til þess að getulitlir þurfa að fást við og gera út um afar flóknar viðskiptaflækjur og komast aldrei til botns. Við ráðum ekki við ógagnsæjar flækjur nútíma þjóðfélags, til þess skortir okkur bæði hæfni og reynslu. Alvöruleysið allt um kringÁ hinn bóginn hefur grafið um sig óöryggi gagnvart flestu útlendu. Það heitir að vera þjóðlegur og telst til dyggða. Rök víkja fyrir froðu þjóðrembunnar. Tökum með okkur íslenskan mat til að hafa á ferðalögum erlendis svo að við veikjumst ekki! Vilja útlendingar okkur annað en að ásælast eigur okkar, land og sjálfstæði? Eigum við að opna húsið og bjóða þá velkomna eða loka dyrunum og vísa þeim frá. Beygur af útlendingum hefur löngum loðað við eyjarskeggja, sem snúa smæðarkennd sinni og vanmætti í stærilæti og þótta. Að vera eða vera ekki, það er vandinn, segir í frægu leikriti. Sem þjóð þurfum við að spyrja okkur sömu spurningar. Að vera er að opna dyrnar, deila með öðrum, bera ábyrgð, vera alvöru þjóð. Að vera ekki er að loka dyrunum, vera út af fyrir sig, vísa ábyrgðinni á aðra, vera Idol-þjóð þar sem allir leika í Útsvari. Við höfum um skeið tekið þann kost að vera ekki. Alvöruleysi íslenskra stjórnmála er stærsta meinsemd þjóðarinnar. Sjálf stjórnskipanin er ónýt. Forsetinn vinnur opinskátt gegn stefnu ríkisstjórnarinnar og rekur óáreittur sína prívat utanríkisstefnu. Ríkisstjórn og Alþingi berast á banaspjótum, mál fást ekki afgreidd þrátt fyrir meirihluta. Í málþófinu sýnir þingræðið sínar ömurlegustu hliðar. Innan ríkisstjórnar berjast ráðherrar og hindra framgang stefnumála sinnar eigin ríkisstjórnar. Sama ríkisstjórn er bæði með og á móti meginmálum. Alþingi er orðið svo veikt, að forsætisráðherra getur ekki einu sinni rofið þing, því líklegt er að forsetinn myndi neita að skrifa undir. Sú pólitíska endurnýjun sem vonast var til eftir hrunið hefur ekki orðið. Þvert á móti. Veikleikarnir aldrei verið meiri. Það pólitíska flokkakerfi, sem við bjuggum við alla síðustu öld, sem sniðið var að hluta að sérhagsmunagæslu, er úr sér gengið. En hvað tekur við? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Góður kunningi minn lagði fyrir mig eftirfarandi spurningu, Hvort er óþjóðlegra að Nupo fái aðgang að Grímsstöðum á Fjöllum eða að erlendir vogunarsjóðir fái í hendur aðfararheimild að íslenskum fjölskyldum ? Fáránleg spurning og byrjaði að brosa út í annað, en eftir að hann hafði útskýrt fyrir mér stöðu margra íslenskra fjölskyldna, eftir að umsaminn afsláttur af lánum til nýju bankanna skilaði sér ekki til lántakanda, og tveir bankar komnir í eigu útlendinga, skildi ég alvöru fáránleikans. Hann bætti við: Margir íslenskir lántakendur hafa fengið aðstoð, þessir ekki. Og úr því að þjóðlegheit er tískuorðið, væri það ekki óþjóðlegt að leyfa erlendum eigendum bankanna að féfletta íslenskan almenning – hver ætti Grímsstaði skipti engu. Af rælni sagði ég löglærðum kunningja mínum frá þessu. Hann svaraði: „Nupo er ríkisborgari í kommúnistaríkinu Kína, þar sem leynd ríkir yfir öllu og enginn getur orðið ríkur, nema með leyfi flokksins. Þar bera einstaklingar ábyrgð gagnvart ríkinu ekki dómstólum. Nupo-Grímsstaðir er hættulegt mál og óþjóðlegt að veita því jáyrði. Þessir lántakendur sem tóku lán langt umfram getu sína, geta sjálfum sér um kennt.“ Vanburðugt almannavaldDeilt er um það milli fyrrnefndra lántakenda og stjórnvalda hvort þeir hafi fengið leiðréttingu – deilt er um hvort heimila eigi sölu á Grímsstöðum. Fá mál eru óumdeild hérlendis. Þetta líkist Chile í lok valdatíma Allendes, nema hvað hér er enginn her. Eins og þar geisar hér valdastríð á öllum vígstöðvum, það gerist á sama tíma og landið er í lamasessi. Fólk, en þó einkum stjórnmálamenn, virðist hafa misst sjónar á aðal- og aukaatriðum í stöðugum barningi þessarar þjóðar fyrir sjálfstæði og velferð. Fyrrnefnd spurning lýsir vel þeim vanda sem íslenskt samfélag er í. Annars vegar nær þjóðin ekki utan um afleiðingar hrunsins, nær ekki að jafna byrðunum, nær ekki að draga menn til ábyrgðar sem í óstöðvandi græðgi blóðmjólkuðu bæði bankana og stöndug fyrirtæki og skildu skuldirnar eftir hjá almenningi. Hún horfir upp á gömlu valdastéttirnar og útrásareinstaklinga hreiðra um sig í rólegheitum óáreitta. Þeir vita sem er að kerfið nær aðeins utan um formlegu hlið málsins, ekki þá efnislegu. Því miður bendir margt til þess að almannavaldið hér sé of veikburða til að geta ráðið við vanda af þessari stærðargráðu. Um langan tíma höfum við verið upptekin af því að styrkja rétt einstaklingsins á kostnað almannavaldsins og sitjum uppi með veikburða ríkisvald. Spegilmynd þess er septemberþingið, samkoma með endemum. Fámennið leiðir svo til þess að getulitlir þurfa að fást við og gera út um afar flóknar viðskiptaflækjur og komast aldrei til botns. Við ráðum ekki við ógagnsæjar flækjur nútíma þjóðfélags, til þess skortir okkur bæði hæfni og reynslu. Alvöruleysið allt um kringÁ hinn bóginn hefur grafið um sig óöryggi gagnvart flestu útlendu. Það heitir að vera þjóðlegur og telst til dyggða. Rök víkja fyrir froðu þjóðrembunnar. Tökum með okkur íslenskan mat til að hafa á ferðalögum erlendis svo að við veikjumst ekki! Vilja útlendingar okkur annað en að ásælast eigur okkar, land og sjálfstæði? Eigum við að opna húsið og bjóða þá velkomna eða loka dyrunum og vísa þeim frá. Beygur af útlendingum hefur löngum loðað við eyjarskeggja, sem snúa smæðarkennd sinni og vanmætti í stærilæti og þótta. Að vera eða vera ekki, það er vandinn, segir í frægu leikriti. Sem þjóð þurfum við að spyrja okkur sömu spurningar. Að vera er að opna dyrnar, deila með öðrum, bera ábyrgð, vera alvöru þjóð. Að vera ekki er að loka dyrunum, vera út af fyrir sig, vísa ábyrgðinni á aðra, vera Idol-þjóð þar sem allir leika í Útsvari. Við höfum um skeið tekið þann kost að vera ekki. Alvöruleysi íslenskra stjórnmála er stærsta meinsemd þjóðarinnar. Sjálf stjórnskipanin er ónýt. Forsetinn vinnur opinskátt gegn stefnu ríkisstjórnarinnar og rekur óáreittur sína prívat utanríkisstefnu. Ríkisstjórn og Alþingi berast á banaspjótum, mál fást ekki afgreidd þrátt fyrir meirihluta. Í málþófinu sýnir þingræðið sínar ömurlegustu hliðar. Innan ríkisstjórnar berjast ráðherrar og hindra framgang stefnumála sinnar eigin ríkisstjórnar. Sama ríkisstjórn er bæði með og á móti meginmálum. Alþingi er orðið svo veikt, að forsætisráðherra getur ekki einu sinni rofið þing, því líklegt er að forsetinn myndi neita að skrifa undir. Sú pólitíska endurnýjun sem vonast var til eftir hrunið hefur ekki orðið. Þvert á móti. Veikleikarnir aldrei verið meiri. Það pólitíska flokkakerfi, sem við bjuggum við alla síðustu öld, sem sniðið var að hluta að sérhagsmunagæslu, er úr sér gengið. En hvað tekur við?
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun