Erlent

Verst að búa í Bretlandi

Einn af hverjum tíu Bretum vilja flytja af landi brott.
Einn af hverjum tíu Bretum vilja flytja af landi brott.
Bretland er versta Evrópulandið til að búa í samkvæmt rannsókn sem vefsíðan uSwitch stóð fyrir. Þar kom í ljós að einn af hverjum tíu í Bretlandi væru nú að íhuga að flytja úr landi.

Í könnuninni voru vinnustundir, frídagar, skattar, kostnaður við heilsugæslu og sólskinsdagar tekin fyrir. Af Evrópuþjóðunum var Bretland neðst á listanum - Spánn og Frakkland voru hins vegar á toppnum. Einnig var Bretland neðst á lista þar sem kostnaður á ýmsum vörum var tekinn saman.

Að auki voru 2.000 manns beðin um að lýsa ástandinu í Bretlandi. Algengustu svörin - brotið samfélag, ofbeldi og glæpir - endurspegla þjóðfélagsástand Breta, eru svörin líklega viðbrögð við óeirðum og aukningu ofbeldisglæpa þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×