Hótanapólitík af því tagi sem olli hruninu 31. janúar 2011 18:00 Lilja Mósesdóttir. „Mér finnst mjög hættulegt þegar flokksformenn beita hótunum til þess að fá þingmenn til fylgis við stefnu ríkisstjórnarinnar," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gagnrýndi órólegu deildina svonefndu í VG harkalega á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina og sagði hana hafa skaðað stjórnarsamstarfið og dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Lilja segir það koma sér á óvart að forsætisráðherra skuli taka svo sterkt til orða. „Ég veit ekki betur en að við höfum legið mjög lágt undanfarið, að minnsta kosti alla síðustu viku." Lilja segir engan ágreining hafa verið innan stjórnarflokkanna að undanförnu. Hún sér hins vegar eftir því að hafa ekki verið gagnrýnni á stjórnlagaþingsfrumvarpið á sínum tíma. „Ég ákvað að fylgja meirihlutanum eftir í því máli og sýndi ákveðið andvaraleysi. Þegar dómurinn féll var ég pirruð út í sjálfa mig að hafa ekki tekið enn einn slaginn. En maður velur sér slagina og ég tók ekki þennan." Lilja segir að hótun Jóhönnu dragi úr gagnrýnisröddum hjá stjórnarliðum. „Það getur verið mjög hættulegt að ganga að öllu því sem kemur inn á borð þingsins og ekki leyfa ólíkum sjónarmiðum að koma fram. Hvað á ég til dæmis að gera þegar við förum að ræða breytingar á kvótakerfinu? Á ég þá bara að fylgja Jóhönnu? Eigum við þá ekki að ræða málin svo hægt sé að koma í veg fyrir stórslys?" Spurð hvort forsætisráðherra sé að reyna að kúga þingmenn VG til hollustu segir Lilja: „Mér finnst Jóhanna vera svona gamaldags stjórnmálamaður sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefði átt þátt í hruninu. Hún ætlast til ákveðinnar hollustu við ríkisstjórnina sem mér finnst hættulegt. Oft er ég ekki að gagnrýna ríkisstjórnina heldur er að reyna að afstýra mistökum." Lilja segist ekki ætla að fylgja forsætisráðherra í blindni. „Þá fyndist mér eins og þessi þátttaka mín í stjórnmálum hafi verið til einskis. Þá hefði ég bara farið þarna inn til að stunda þá pólitík sem leiddi til hrunsins." kristjan@frettabladid.is Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
„Mér finnst mjög hættulegt þegar flokksformenn beita hótunum til þess að fá þingmenn til fylgis við stefnu ríkisstjórnarinnar," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gagnrýndi órólegu deildina svonefndu í VG harkalega á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina og sagði hana hafa skaðað stjórnarsamstarfið og dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Lilja segir það koma sér á óvart að forsætisráðherra skuli taka svo sterkt til orða. „Ég veit ekki betur en að við höfum legið mjög lágt undanfarið, að minnsta kosti alla síðustu viku." Lilja segir engan ágreining hafa verið innan stjórnarflokkanna að undanförnu. Hún sér hins vegar eftir því að hafa ekki verið gagnrýnni á stjórnlagaþingsfrumvarpið á sínum tíma. „Ég ákvað að fylgja meirihlutanum eftir í því máli og sýndi ákveðið andvaraleysi. Þegar dómurinn féll var ég pirruð út í sjálfa mig að hafa ekki tekið enn einn slaginn. En maður velur sér slagina og ég tók ekki þennan." Lilja segir að hótun Jóhönnu dragi úr gagnrýnisröddum hjá stjórnarliðum. „Það getur verið mjög hættulegt að ganga að öllu því sem kemur inn á borð þingsins og ekki leyfa ólíkum sjónarmiðum að koma fram. Hvað á ég til dæmis að gera þegar við förum að ræða breytingar á kvótakerfinu? Á ég þá bara að fylgja Jóhönnu? Eigum við þá ekki að ræða málin svo hægt sé að koma í veg fyrir stórslys?" Spurð hvort forsætisráðherra sé að reyna að kúga þingmenn VG til hollustu segir Lilja: „Mér finnst Jóhanna vera svona gamaldags stjórnmálamaður sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefði átt þátt í hruninu. Hún ætlast til ákveðinnar hollustu við ríkisstjórnina sem mér finnst hættulegt. Oft er ég ekki að gagnrýna ríkisstjórnina heldur er að reyna að afstýra mistökum." Lilja segist ekki ætla að fylgja forsætisráðherra í blindni. „Þá fyndist mér eins og þessi þátttaka mín í stjórnmálum hafi verið til einskis. Þá hefði ég bara farið þarna inn til að stunda þá pólitík sem leiddi til hrunsins." kristjan@frettabladid.is
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira