Hótanapólitík af því tagi sem olli hruninu 31. janúar 2011 18:00 Lilja Mósesdóttir. „Mér finnst mjög hættulegt þegar flokksformenn beita hótunum til þess að fá þingmenn til fylgis við stefnu ríkisstjórnarinnar," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gagnrýndi órólegu deildina svonefndu í VG harkalega á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina og sagði hana hafa skaðað stjórnarsamstarfið og dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Lilja segir það koma sér á óvart að forsætisráðherra skuli taka svo sterkt til orða. „Ég veit ekki betur en að við höfum legið mjög lágt undanfarið, að minnsta kosti alla síðustu viku." Lilja segir engan ágreining hafa verið innan stjórnarflokkanna að undanförnu. Hún sér hins vegar eftir því að hafa ekki verið gagnrýnni á stjórnlagaþingsfrumvarpið á sínum tíma. „Ég ákvað að fylgja meirihlutanum eftir í því máli og sýndi ákveðið andvaraleysi. Þegar dómurinn féll var ég pirruð út í sjálfa mig að hafa ekki tekið enn einn slaginn. En maður velur sér slagina og ég tók ekki þennan." Lilja segir að hótun Jóhönnu dragi úr gagnrýnisröddum hjá stjórnarliðum. „Það getur verið mjög hættulegt að ganga að öllu því sem kemur inn á borð þingsins og ekki leyfa ólíkum sjónarmiðum að koma fram. Hvað á ég til dæmis að gera þegar við förum að ræða breytingar á kvótakerfinu? Á ég þá bara að fylgja Jóhönnu? Eigum við þá ekki að ræða málin svo hægt sé að koma í veg fyrir stórslys?" Spurð hvort forsætisráðherra sé að reyna að kúga þingmenn VG til hollustu segir Lilja: „Mér finnst Jóhanna vera svona gamaldags stjórnmálamaður sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefði átt þátt í hruninu. Hún ætlast til ákveðinnar hollustu við ríkisstjórnina sem mér finnst hættulegt. Oft er ég ekki að gagnrýna ríkisstjórnina heldur er að reyna að afstýra mistökum." Lilja segist ekki ætla að fylgja forsætisráðherra í blindni. „Þá fyndist mér eins og þessi þátttaka mín í stjórnmálum hafi verið til einskis. Þá hefði ég bara farið þarna inn til að stunda þá pólitík sem leiddi til hrunsins." kristjan@frettabladid.is Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
„Mér finnst mjög hættulegt þegar flokksformenn beita hótunum til þess að fá þingmenn til fylgis við stefnu ríkisstjórnarinnar," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gagnrýndi órólegu deildina svonefndu í VG harkalega á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina og sagði hana hafa skaðað stjórnarsamstarfið og dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Lilja segir það koma sér á óvart að forsætisráðherra skuli taka svo sterkt til orða. „Ég veit ekki betur en að við höfum legið mjög lágt undanfarið, að minnsta kosti alla síðustu viku." Lilja segir engan ágreining hafa verið innan stjórnarflokkanna að undanförnu. Hún sér hins vegar eftir því að hafa ekki verið gagnrýnni á stjórnlagaþingsfrumvarpið á sínum tíma. „Ég ákvað að fylgja meirihlutanum eftir í því máli og sýndi ákveðið andvaraleysi. Þegar dómurinn féll var ég pirruð út í sjálfa mig að hafa ekki tekið enn einn slaginn. En maður velur sér slagina og ég tók ekki þennan." Lilja segir að hótun Jóhönnu dragi úr gagnrýnisröddum hjá stjórnarliðum. „Það getur verið mjög hættulegt að ganga að öllu því sem kemur inn á borð þingsins og ekki leyfa ólíkum sjónarmiðum að koma fram. Hvað á ég til dæmis að gera þegar við förum að ræða breytingar á kvótakerfinu? Á ég þá bara að fylgja Jóhönnu? Eigum við þá ekki að ræða málin svo hægt sé að koma í veg fyrir stórslys?" Spurð hvort forsætisráðherra sé að reyna að kúga þingmenn VG til hollustu segir Lilja: „Mér finnst Jóhanna vera svona gamaldags stjórnmálamaður sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefði átt þátt í hruninu. Hún ætlast til ákveðinnar hollustu við ríkisstjórnina sem mér finnst hættulegt. Oft er ég ekki að gagnrýna ríkisstjórnina heldur er að reyna að afstýra mistökum." Lilja segist ekki ætla að fylgja forsætisráðherra í blindni. „Þá fyndist mér eins og þessi þátttaka mín í stjórnmálum hafi verið til einskis. Þá hefði ég bara farið þarna inn til að stunda þá pólitík sem leiddi til hrunsins." kristjan@frettabladid.is
Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira