Hótanapólitík af því tagi sem olli hruninu 31. janúar 2011 18:00 Lilja Mósesdóttir. „Mér finnst mjög hættulegt þegar flokksformenn beita hótunum til þess að fá þingmenn til fylgis við stefnu ríkisstjórnarinnar," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gagnrýndi órólegu deildina svonefndu í VG harkalega á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina og sagði hana hafa skaðað stjórnarsamstarfið og dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Lilja segir það koma sér á óvart að forsætisráðherra skuli taka svo sterkt til orða. „Ég veit ekki betur en að við höfum legið mjög lágt undanfarið, að minnsta kosti alla síðustu viku." Lilja segir engan ágreining hafa verið innan stjórnarflokkanna að undanförnu. Hún sér hins vegar eftir því að hafa ekki verið gagnrýnni á stjórnlagaþingsfrumvarpið á sínum tíma. „Ég ákvað að fylgja meirihlutanum eftir í því máli og sýndi ákveðið andvaraleysi. Þegar dómurinn féll var ég pirruð út í sjálfa mig að hafa ekki tekið enn einn slaginn. En maður velur sér slagina og ég tók ekki þennan." Lilja segir að hótun Jóhönnu dragi úr gagnrýnisröddum hjá stjórnarliðum. „Það getur verið mjög hættulegt að ganga að öllu því sem kemur inn á borð þingsins og ekki leyfa ólíkum sjónarmiðum að koma fram. Hvað á ég til dæmis að gera þegar við förum að ræða breytingar á kvótakerfinu? Á ég þá bara að fylgja Jóhönnu? Eigum við þá ekki að ræða málin svo hægt sé að koma í veg fyrir stórslys?" Spurð hvort forsætisráðherra sé að reyna að kúga þingmenn VG til hollustu segir Lilja: „Mér finnst Jóhanna vera svona gamaldags stjórnmálamaður sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefði átt þátt í hruninu. Hún ætlast til ákveðinnar hollustu við ríkisstjórnina sem mér finnst hættulegt. Oft er ég ekki að gagnrýna ríkisstjórnina heldur er að reyna að afstýra mistökum." Lilja segist ekki ætla að fylgja forsætisráðherra í blindni. „Þá fyndist mér eins og þessi þátttaka mín í stjórnmálum hafi verið til einskis. Þá hefði ég bara farið þarna inn til að stunda þá pólitík sem leiddi til hrunsins." kristjan@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Mér finnst mjög hættulegt þegar flokksformenn beita hótunum til þess að fá þingmenn til fylgis við stefnu ríkisstjórnarinnar," segir Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra gagnrýndi órólegu deildina svonefndu í VG harkalega á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina og sagði hana hafa skaðað stjórnarsamstarfið og dregið úr trúverðugleika ríkisstjórnarinnar. Lilja segir það koma sér á óvart að forsætisráðherra skuli taka svo sterkt til orða. „Ég veit ekki betur en að við höfum legið mjög lágt undanfarið, að minnsta kosti alla síðustu viku." Lilja segir engan ágreining hafa verið innan stjórnarflokkanna að undanförnu. Hún sér hins vegar eftir því að hafa ekki verið gagnrýnni á stjórnlagaþingsfrumvarpið á sínum tíma. „Ég ákvað að fylgja meirihlutanum eftir í því máli og sýndi ákveðið andvaraleysi. Þegar dómurinn féll var ég pirruð út í sjálfa mig að hafa ekki tekið enn einn slaginn. En maður velur sér slagina og ég tók ekki þennan." Lilja segir að hótun Jóhönnu dragi úr gagnrýnisröddum hjá stjórnarliðum. „Það getur verið mjög hættulegt að ganga að öllu því sem kemur inn á borð þingsins og ekki leyfa ólíkum sjónarmiðum að koma fram. Hvað á ég til dæmis að gera þegar við förum að ræða breytingar á kvótakerfinu? Á ég þá bara að fylgja Jóhönnu? Eigum við þá ekki að ræða málin svo hægt sé að koma í veg fyrir stórslys?" Spurð hvort forsætisráðherra sé að reyna að kúga þingmenn VG til hollustu segir Lilja: „Mér finnst Jóhanna vera svona gamaldags stjórnmálamaður sem rannsóknarnefnd Alþingis taldi að hefði átt þátt í hruninu. Hún ætlast til ákveðinnar hollustu við ríkisstjórnina sem mér finnst hættulegt. Oft er ég ekki að gagnrýna ríkisstjórnina heldur er að reyna að afstýra mistökum." Lilja segist ekki ætla að fylgja forsætisráðherra í blindni. „Þá fyndist mér eins og þessi þátttaka mín í stjórnmálum hafi verið til einskis. Þá hefði ég bara farið þarna inn til að stunda þá pólitík sem leiddi til hrunsins." kristjan@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira