Evrópudagur sjúkraliða 26. nóvember Kristín Á. Guðmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2011 09:00 Hinn 26. nóvember ár hvert er haldinn hátíðlegur Evrópudagur sjúkraliða. Markmið dagsins er að vekja athygli á störfum sjúkraliða hvar sem þeir starfa og minna á nauðsyn slíkrar fagstéttar innan heilbrigðiskerfisins sem einnar af undirstöðum þess. Fagstétt sem alltaf hefur lagt metnað sinn í að sinna störfum sínum af alúð og fagmennsku. Sjúkraliðar starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins og hjúkrunardeildum sjúkrahúsa auk fjölda þjónustudeilda, hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, félagsþjónustu, læknastofa og skóla svo eitthvað sé nefnt. Sjúkraliðar starfa oft við mjög erfiðar aðstæður, bæði líkamlega og andlega. Störf þeirra kalla á sérstaka athygli þeirra er varðar líðan fólks, bæði sýnilega og ósýnilega. Mörg störf sjúkraliða krefjast mikils sjálfstæðis og eru þeir oft einir á vettvangi, samanber t.d. störf í heimahjúkrun. Þar mæta þeir miklum og krefjandi aðstæðum þar sem hættur geta skapast hvort sem er í akstri sem þeir þurfa að takast á við, vinnu sinnar vegna í hvaða veðri sem er, oft margra kílómetra leiðir, ásamt allskyns aðstæðum í heimahúsum hjá fárveikum einstaklingum. Á hjúkrunarheimilum er mikið lagt upp úr því að skjólstæðingum sé sinnt af kostgæfni en oft fer minna fyrir því að hugað sé að andlegri og líkamlegri líðan sjúkraliða sem oft starfa við mikla undirmönnun þar sem fagfólk er af skornum skammti. Undanfarin ár og mánuðir hafa sannað ótrúlega aðlögunarhæfni sjúkraliða. Þetta má m.a. sjá í þeirri þrautseigju sem stéttin hefur sýnt á niðurskurðartímum. Sjúkraliðar hafa mátt þola kvíða, álag, ósanngirni, minnkaða starfsprósentu, uppsagnir og gríðarlegar breytingar. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir ýmsa kvilla sem hrjá stéttina, andlega og líkamlega, meðal annars stoðkerfisvandamál vegna mikils álags í vinnu, hafa sjúkraliðar haldið uppi miklum gæðum í þeirri hjúkrun sem þeir veita skjólstæðingum sínum. 26. nóvember á að minna stjórnendur heilbrigðisstofnana á að huga vel að sjúkraliðum sem fagstétt þar sem reynsla þeirra og fagleg vinnubrögð eru stofnununum mjög dýrmæt. 26. nóvember á einnig að minna sjúkraliða á að halda áfram að efla sig faglega og sýna í verki hvers þeir eru megnugir. 26. nóvember er haldinn hátíðlegur um allt land með margvíslegum hætti og m.a. gefa sjúkraliðar endurskinsmerki með það í huga að allir eigi að vera sýnilegir, ekki síst nú í mesta skammdeginu. 26. nóvember er haldinn í öllum aðildarlöndum EPN – The European Council of Practical Nurses – en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af stoltum aðildarfélögum þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hinn 26. nóvember ár hvert er haldinn hátíðlegur Evrópudagur sjúkraliða. Markmið dagsins er að vekja athygli á störfum sjúkraliða hvar sem þeir starfa og minna á nauðsyn slíkrar fagstéttar innan heilbrigðiskerfisins sem einnar af undirstöðum þess. Fagstétt sem alltaf hefur lagt metnað sinn í að sinna störfum sínum af alúð og fagmennsku. Sjúkraliðar starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins og hjúkrunardeildum sjúkrahúsa auk fjölda þjónustudeilda, hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, félagsþjónustu, læknastofa og skóla svo eitthvað sé nefnt. Sjúkraliðar starfa oft við mjög erfiðar aðstæður, bæði líkamlega og andlega. Störf þeirra kalla á sérstaka athygli þeirra er varðar líðan fólks, bæði sýnilega og ósýnilega. Mörg störf sjúkraliða krefjast mikils sjálfstæðis og eru þeir oft einir á vettvangi, samanber t.d. störf í heimahjúkrun. Þar mæta þeir miklum og krefjandi aðstæðum þar sem hættur geta skapast hvort sem er í akstri sem þeir þurfa að takast á við, vinnu sinnar vegna í hvaða veðri sem er, oft margra kílómetra leiðir, ásamt allskyns aðstæðum í heimahúsum hjá fárveikum einstaklingum. Á hjúkrunarheimilum er mikið lagt upp úr því að skjólstæðingum sé sinnt af kostgæfni en oft fer minna fyrir því að hugað sé að andlegri og líkamlegri líðan sjúkraliða sem oft starfa við mikla undirmönnun þar sem fagfólk er af skornum skammti. Undanfarin ár og mánuðir hafa sannað ótrúlega aðlögunarhæfni sjúkraliða. Þetta má m.a. sjá í þeirri þrautseigju sem stéttin hefur sýnt á niðurskurðartímum. Sjúkraliðar hafa mátt þola kvíða, álag, ósanngirni, minnkaða starfsprósentu, uppsagnir og gríðarlegar breytingar. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir ýmsa kvilla sem hrjá stéttina, andlega og líkamlega, meðal annars stoðkerfisvandamál vegna mikils álags í vinnu, hafa sjúkraliðar haldið uppi miklum gæðum í þeirri hjúkrun sem þeir veita skjólstæðingum sínum. 26. nóvember á að minna stjórnendur heilbrigðisstofnana á að huga vel að sjúkraliðum sem fagstétt þar sem reynsla þeirra og fagleg vinnubrögð eru stofnununum mjög dýrmæt. 26. nóvember á einnig að minna sjúkraliða á að halda áfram að efla sig faglega og sýna í verki hvers þeir eru megnugir. 26. nóvember er haldinn hátíðlegur um allt land með margvíslegum hætti og m.a. gefa sjúkraliðar endurskinsmerki með það í huga að allir eigi að vera sýnilegir, ekki síst nú í mesta skammdeginu. 26. nóvember er haldinn í öllum aðildarlöndum EPN – The European Council of Practical Nurses – en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af stoltum aðildarfélögum þess.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun