Evrópudagur sjúkraliða 26. nóvember Kristín Á. Guðmundsdóttir skrifar 26. nóvember 2011 09:00 Hinn 26. nóvember ár hvert er haldinn hátíðlegur Evrópudagur sjúkraliða. Markmið dagsins er að vekja athygli á störfum sjúkraliða hvar sem þeir starfa og minna á nauðsyn slíkrar fagstéttar innan heilbrigðiskerfisins sem einnar af undirstöðum þess. Fagstétt sem alltaf hefur lagt metnað sinn í að sinna störfum sínum af alúð og fagmennsku. Sjúkraliðar starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins og hjúkrunardeildum sjúkrahúsa auk fjölda þjónustudeilda, hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, félagsþjónustu, læknastofa og skóla svo eitthvað sé nefnt. Sjúkraliðar starfa oft við mjög erfiðar aðstæður, bæði líkamlega og andlega. Störf þeirra kalla á sérstaka athygli þeirra er varðar líðan fólks, bæði sýnilega og ósýnilega. Mörg störf sjúkraliða krefjast mikils sjálfstæðis og eru þeir oft einir á vettvangi, samanber t.d. störf í heimahjúkrun. Þar mæta þeir miklum og krefjandi aðstæðum þar sem hættur geta skapast hvort sem er í akstri sem þeir þurfa að takast á við, vinnu sinnar vegna í hvaða veðri sem er, oft margra kílómetra leiðir, ásamt allskyns aðstæðum í heimahúsum hjá fárveikum einstaklingum. Á hjúkrunarheimilum er mikið lagt upp úr því að skjólstæðingum sé sinnt af kostgæfni en oft fer minna fyrir því að hugað sé að andlegri og líkamlegri líðan sjúkraliða sem oft starfa við mikla undirmönnun þar sem fagfólk er af skornum skammti. Undanfarin ár og mánuðir hafa sannað ótrúlega aðlögunarhæfni sjúkraliða. Þetta má m.a. sjá í þeirri þrautseigju sem stéttin hefur sýnt á niðurskurðartímum. Sjúkraliðar hafa mátt þola kvíða, álag, ósanngirni, minnkaða starfsprósentu, uppsagnir og gríðarlegar breytingar. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir ýmsa kvilla sem hrjá stéttina, andlega og líkamlega, meðal annars stoðkerfisvandamál vegna mikils álags í vinnu, hafa sjúkraliðar haldið uppi miklum gæðum í þeirri hjúkrun sem þeir veita skjólstæðingum sínum. 26. nóvember á að minna stjórnendur heilbrigðisstofnana á að huga vel að sjúkraliðum sem fagstétt þar sem reynsla þeirra og fagleg vinnubrögð eru stofnununum mjög dýrmæt. 26. nóvember á einnig að minna sjúkraliða á að halda áfram að efla sig faglega og sýna í verki hvers þeir eru megnugir. 26. nóvember er haldinn hátíðlegur um allt land með margvíslegum hætti og m.a. gefa sjúkraliðar endurskinsmerki með það í huga að allir eigi að vera sýnilegir, ekki síst nú í mesta skammdeginu. 26. nóvember er haldinn í öllum aðildarlöndum EPN – The European Council of Practical Nurses – en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af stoltum aðildarfélögum þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hinn 26. nóvember ár hvert er haldinn hátíðlegur Evrópudagur sjúkraliða. Markmið dagsins er að vekja athygli á störfum sjúkraliða hvar sem þeir starfa og minna á nauðsyn slíkrar fagstéttar innan heilbrigðiskerfisins sem einnar af undirstöðum þess. Fagstétt sem alltaf hefur lagt metnað sinn í að sinna störfum sínum af alúð og fagmennsku. Sjúkraliðar starfa á öllum heilbrigðisstofnunum landsins og hjúkrunardeildum sjúkrahúsa auk fjölda þjónustudeilda, hjúkrunarheimila, heimahjúkrunar, félagsþjónustu, læknastofa og skóla svo eitthvað sé nefnt. Sjúkraliðar starfa oft við mjög erfiðar aðstæður, bæði líkamlega og andlega. Störf þeirra kalla á sérstaka athygli þeirra er varðar líðan fólks, bæði sýnilega og ósýnilega. Mörg störf sjúkraliða krefjast mikils sjálfstæðis og eru þeir oft einir á vettvangi, samanber t.d. störf í heimahjúkrun. Þar mæta þeir miklum og krefjandi aðstæðum þar sem hættur geta skapast hvort sem er í akstri sem þeir þurfa að takast á við, vinnu sinnar vegna í hvaða veðri sem er, oft margra kílómetra leiðir, ásamt allskyns aðstæðum í heimahúsum hjá fárveikum einstaklingum. Á hjúkrunarheimilum er mikið lagt upp úr því að skjólstæðingum sé sinnt af kostgæfni en oft fer minna fyrir því að hugað sé að andlegri og líkamlegri líðan sjúkraliða sem oft starfa við mikla undirmönnun þar sem fagfólk er af skornum skammti. Undanfarin ár og mánuðir hafa sannað ótrúlega aðlögunarhæfni sjúkraliða. Þetta má m.a. sjá í þeirri þrautseigju sem stéttin hefur sýnt á niðurskurðartímum. Sjúkraliðar hafa mátt þola kvíða, álag, ósanngirni, minnkaða starfsprósentu, uppsagnir og gríðarlegar breytingar. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir ýmsa kvilla sem hrjá stéttina, andlega og líkamlega, meðal annars stoðkerfisvandamál vegna mikils álags í vinnu, hafa sjúkraliðar haldið uppi miklum gæðum í þeirri hjúkrun sem þeir veita skjólstæðingum sínum. 26. nóvember á að minna stjórnendur heilbrigðisstofnana á að huga vel að sjúkraliðum sem fagstétt þar sem reynsla þeirra og fagleg vinnubrögð eru stofnununum mjög dýrmæt. 26. nóvember á einnig að minna sjúkraliða á að halda áfram að efla sig faglega og sýna í verki hvers þeir eru megnugir. 26. nóvember er haldinn hátíðlegur um allt land með margvíslegum hætti og m.a. gefa sjúkraliðar endurskinsmerki með það í huga að allir eigi að vera sýnilegir, ekki síst nú í mesta skammdeginu. 26. nóvember er haldinn í öllum aðildarlöndum EPN – The European Council of Practical Nurses – en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af stoltum aðildarfélögum þess.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun