
Evrópudagur sjúkraliða 26. nóvember
Sjúkraliðar starfa oft við mjög erfiðar aðstæður, bæði líkamlega og andlega. Störf þeirra kalla á sérstaka athygli þeirra er varðar líðan fólks, bæði sýnilega og ósýnilega.
Mörg störf sjúkraliða krefjast mikils sjálfstæðis og eru þeir oft einir á vettvangi, samanber t.d. störf í heimahjúkrun. Þar mæta þeir miklum og krefjandi aðstæðum þar sem hættur geta skapast hvort sem er í akstri sem þeir þurfa að takast á við, vinnu sinnar vegna í hvaða veðri sem er, oft margra kílómetra leiðir, ásamt allskyns aðstæðum í heimahúsum hjá fárveikum einstaklingum.
Á hjúkrunarheimilum er mikið lagt upp úr því að skjólstæðingum sé sinnt af kostgæfni en oft fer minna fyrir því að hugað sé að andlegri og líkamlegri líðan sjúkraliða sem oft starfa við mikla undirmönnun þar sem fagfólk er af skornum skammti.
Undanfarin ár og mánuðir hafa sannað ótrúlega aðlögunarhæfni sjúkraliða. Þetta má m.a. sjá í þeirri þrautseigju sem stéttin hefur sýnt á niðurskurðartímum. Sjúkraliðar hafa mátt þola kvíða, álag, ósanngirni, minnkaða starfsprósentu, uppsagnir og gríðarlegar breytingar. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir ýmsa kvilla sem hrjá stéttina, andlega og líkamlega, meðal annars stoðkerfisvandamál vegna mikils álags í vinnu, hafa sjúkraliðar haldið uppi miklum gæðum í þeirri hjúkrun sem þeir veita skjólstæðingum sínum.
26. nóvember á að minna stjórnendur heilbrigðisstofnana á að huga vel að sjúkraliðum sem fagstétt þar sem reynsla þeirra og fagleg vinnubrögð eru stofnununum mjög dýrmæt.
26. nóvember á einnig að minna sjúkraliða á að halda áfram að efla sig faglega og sýna í verki hvers þeir eru megnugir.
26. nóvember er haldinn hátíðlegur um allt land með margvíslegum hætti og m.a. gefa sjúkraliðar endurskinsmerki með það í huga að allir eigi að vera sýnilegir, ekki síst nú í mesta skammdeginu.
26. nóvember er haldinn í öllum aðildarlöndum EPN – The European Council of Practical Nurses – en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af stoltum aðildarfélögum þess.
Skoðun

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar