Kenndi Óttari að upplifa heimalandið upp á nýtt 31. desember 2011 09:30 Sjá landið með nýjum augum Skötuhjúin Óttar M. Norðfjörð rithöfundur og Elo Vázquez ljósmyndari eyddu jólunum á Íslandi með vinum og fjölskyldu. Óttar er byrjaður að skrifa nýja bók og kvikmyndahandrit en Elo ætlar að halda ljósmyndasýningu á Kex Hostel í næstu viku.Fréttablaðið/vilhelm „Ísland er paradís ljósmyndarans og hvert sem maður lítur er að finna áhugaverð myndefni,“ segir ljósmyndarinn Elo Vázquez, en hún er unnusta rithöfundarins Óttars M. Norðfjörð og heldur sýningu hér á landi í næstu viku. Elo hefur verið að munda myndavélina síðan hún var 12 ára gömul og hefur meðal annars myndað fyrir Elle og tímaritið Apartamento á Spáni. Hún tekur allar myndir á filmu og sérhæfir sig í að mynda réttu augnablikin og finna það sem er skringilegt í umhverfinu. „Ég reyni að fanga augnablikið og tek bara eina mynd af hverju viðfangsefni. Ef maður tekur margar, eins og á stafrænum myndavélum, er maður oft búinn að missa af því sem upphaflega var myndefnið,“ segir Elo og bætir við að eitt af því sem heillar hana við Ísland er hvað það er öðruvísi en heimaland hennar, Spánn. „Til dæmis eru litirnir á húsunum í Reykjavík skemmtilegir en á Spáni eru öll hús bara hvít.“ Óttar segir að Elo hafi kennt sér að sjá landið sitt upp á nýtt. „Það hafa allir gott af að sjá land sitt með augum útlendingsins en maður verður oft samdauna sínu nánasta umhverfi. Til dæmis fékk hún mig til að sjá fegurðina í hvítu plastheyböggunum sem eru á víð og dreif um landið á sumrin. Hún sagði að þeir væru eins og sykurpúðar, sem er alveg rétt hjá henni,“ segir Óttar, en hann og Elo kynntust fyrir sjö árum þegar þau stunduðu bæði nám í Skotlandi. „Þetta er mjög alþjóðlegt samband hjá okkur,“ segir Óttar hlæjandi, en parið flakkar nú milli Íslands og Spánar, þar sem þau hafa bæði búið í Barcelona og Sevilla. „Við förum til Sevilla í janúar, en þar er heitt og gott núna. Annað en hér. En þó að við bölvum sköflunum núna er þetta frábært veður fyrir útlendinga að upplifa,“ segir Óttar, sem slær ekki slöku við þó að jólabókavertíðin sé yfirstaðin, því hann er þegar byrjaður á nýrri bók. „Það má segja að ég sé hálfgerður vinnualki. Ég er byrjaður á nýrri bók og langt kominn með kvikmyndahandrit ásamt Birni Brynjólfi Björnssyni og ónefndum leikstjóra úti í bæ. Það er því nóg af verkefnum fram undan.“ Ljósmyndasýning Elo, sem nefnist Elsewhere, stendur frá 6.-13. janúar á Kex Hostel. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
„Ísland er paradís ljósmyndarans og hvert sem maður lítur er að finna áhugaverð myndefni,“ segir ljósmyndarinn Elo Vázquez, en hún er unnusta rithöfundarins Óttars M. Norðfjörð og heldur sýningu hér á landi í næstu viku. Elo hefur verið að munda myndavélina síðan hún var 12 ára gömul og hefur meðal annars myndað fyrir Elle og tímaritið Apartamento á Spáni. Hún tekur allar myndir á filmu og sérhæfir sig í að mynda réttu augnablikin og finna það sem er skringilegt í umhverfinu. „Ég reyni að fanga augnablikið og tek bara eina mynd af hverju viðfangsefni. Ef maður tekur margar, eins og á stafrænum myndavélum, er maður oft búinn að missa af því sem upphaflega var myndefnið,“ segir Elo og bætir við að eitt af því sem heillar hana við Ísland er hvað það er öðruvísi en heimaland hennar, Spánn. „Til dæmis eru litirnir á húsunum í Reykjavík skemmtilegir en á Spáni eru öll hús bara hvít.“ Óttar segir að Elo hafi kennt sér að sjá landið sitt upp á nýtt. „Það hafa allir gott af að sjá land sitt með augum útlendingsins en maður verður oft samdauna sínu nánasta umhverfi. Til dæmis fékk hún mig til að sjá fegurðina í hvítu plastheyböggunum sem eru á víð og dreif um landið á sumrin. Hún sagði að þeir væru eins og sykurpúðar, sem er alveg rétt hjá henni,“ segir Óttar, en hann og Elo kynntust fyrir sjö árum þegar þau stunduðu bæði nám í Skotlandi. „Þetta er mjög alþjóðlegt samband hjá okkur,“ segir Óttar hlæjandi, en parið flakkar nú milli Íslands og Spánar, þar sem þau hafa bæði búið í Barcelona og Sevilla. „Við förum til Sevilla í janúar, en þar er heitt og gott núna. Annað en hér. En þó að við bölvum sköflunum núna er þetta frábært veður fyrir útlendinga að upplifa,“ segir Óttar, sem slær ekki slöku við þó að jólabókavertíðin sé yfirstaðin, því hann er þegar byrjaður á nýrri bók. „Það má segja að ég sé hálfgerður vinnualki. Ég er byrjaður á nýrri bók og langt kominn með kvikmyndahandrit ásamt Birni Brynjólfi Björnssyni og ónefndum leikstjóra úti í bæ. Það er því nóg af verkefnum fram undan.“ Ljósmyndasýning Elo, sem nefnist Elsewhere, stendur frá 6.-13. janúar á Kex Hostel. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira