Sjálfstætt starfandi skólar eru ódýrari fyrir sveitarfélögin Erla Hlynsdóttir skrifar 5. nóvember 2010 12:45 Margrét Pála vonast til að niðurstöður skýrslunnar hreki bábiljur um að sjálfstætt starfandi skólar séu dýrari í rekstri en opinberir skólar Sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólar eru ódýrari í rekstri fyrir sveitarfélögin en þeir opinberu. Að meðaltali fá sjálfstætt starfandi leikskólar aðeins 86% af þeim kostnaði sem sveitarfélögin leggja til eigin leikskóla. Í flestum tilvikum innheimta leikskólarnir ekki hærri skólagjöld en sveitarfélagaskólarnir og eru þannig reknir fyrir umtalsvert lægri fjárhæðir. Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands vann að beiðni Samtaka verslunar og þjónustu. Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, segir niðurstöðuna afar jákvæða. „Þarna kemur fram að okkur tekst að sinna okkar starfi fyrir minna fjármagn en opinberu skólarnir. Á tímum hagræðingar og aðhalds eru það góðar fréttir," segir hún. Þrátt fyrir að landslög geri ráð fyrir því að sjálfstætt reknir grunnskólar fái minnst 75% af landsmeðaltali með hverjum nemanda fá þeir aðeins 73% að meðaltali. Í Reykjavík fer hlutfallið niður í 69% en hlutfall Garðabæjar er hæst eða 80% af meðalkostnaði. Margrét leggur áherslu á að þrátt fyrir að sjálfstætt starfandi skólum vegni vel með minna fé frá sveitarfélögunum en opinberum skólum, verði að gæta þess að fjármagn til þeirra verði ekki skert enn frekar þannig að gæðum sé ógnað. „Það er mikilvægt að munurinn á fjárframlögum til skólanna aukist ekki. Í Hafnarfirði kom upp umræða um að loka grunnskóla Hjallastefnunnar til að spara. Þessi skýrsla sýnir þannig að ekki er um villst að það er engin hagkvæmni að loka ódýrustu skólunum" segir Margrét. Hún er jafnframt stofnandi Hjallastefnunnar sem er stærsti rekstraraðilinn innan Samtaka sjálfstæðra skóla. Margrét vonast til að niðurstöður skýrslunnar verði til þess að hrekja bábiljur um að sjálfstætt starfandi skólar séu dýrir í rekstri og aðeins fyrir forréttindahópa. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólar eru ódýrari í rekstri fyrir sveitarfélögin en þeir opinberu. Að meðaltali fá sjálfstætt starfandi leikskólar aðeins 86% af þeim kostnaði sem sveitarfélögin leggja til eigin leikskóla. Í flestum tilvikum innheimta leikskólarnir ekki hærri skólagjöld en sveitarfélagaskólarnir og eru þannig reknir fyrir umtalsvert lægri fjárhæðir. Þetta kemur fram í skýrslu sem Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands vann að beiðni Samtaka verslunar og þjónustu. Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla, segir niðurstöðuna afar jákvæða. „Þarna kemur fram að okkur tekst að sinna okkar starfi fyrir minna fjármagn en opinberu skólarnir. Á tímum hagræðingar og aðhalds eru það góðar fréttir," segir hún. Þrátt fyrir að landslög geri ráð fyrir því að sjálfstætt reknir grunnskólar fái minnst 75% af landsmeðaltali með hverjum nemanda fá þeir aðeins 73% að meðaltali. Í Reykjavík fer hlutfallið niður í 69% en hlutfall Garðabæjar er hæst eða 80% af meðalkostnaði. Margrét leggur áherslu á að þrátt fyrir að sjálfstætt starfandi skólum vegni vel með minna fé frá sveitarfélögunum en opinberum skólum, verði að gæta þess að fjármagn til þeirra verði ekki skert enn frekar þannig að gæðum sé ógnað. „Það er mikilvægt að munurinn á fjárframlögum til skólanna aukist ekki. Í Hafnarfirði kom upp umræða um að loka grunnskóla Hjallastefnunnar til að spara. Þessi skýrsla sýnir þannig að ekki er um villst að það er engin hagkvæmni að loka ódýrustu skólunum" segir Margrét. Hún er jafnframt stofnandi Hjallastefnunnar sem er stærsti rekstraraðilinn innan Samtaka sjálfstæðra skóla. Margrét vonast til að niðurstöður skýrslunnar verði til þess að hrekja bábiljur um að sjálfstætt starfandi skólar séu dýrir í rekstri og aðeins fyrir forréttindahópa.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira