Innlent

Engir fundir fyrirhugaðir í læknadeilu

Deilan milli almennra lækna og stjórnar Landspítalans er enn óleyst. Engir fundir eru fyrirhugaðir milli stjórnar Landspítalans og læknanna og enginn úr þeirra röðum vill tjá sig um málið.

Um 65 læknar hafa ekki mætt til starfa frá því síðastliðinn fimmtudag vegna óánægju með breytt vaktafyrirkomulag. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, fullyrðir þó að öryggi sjúklinga hafi verið tryggt undanfarna daga og verði áfram.

Gert er ráð fyrir um tólf til fimmtán almennum læknum á sólarhringsvaktir spítalans en sérfræðingar hafa gengið þær í staðinn til að gæta fyllsta öryggis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×