Innlent

Verða að vettugi kröfu almennings

Höskuldur Kári Schram skrifar
Alþingi mun ekki taka afstöðu til frumvarpa um persónukjör og þjóðaratkvæðagreiðslu fyrr en í fyrsta lagi í haust. Allsherjarnefnd Alþingis frestaði afgreiðslu þessara mála í morgun en þingmaður Hreyfingarinnar sakar stjórnarflokkana um að virða að vettugi kröfu almennings um lýðræðisumbætur.

Alþingi fer í sumarfrí eftir tæpar tvær vikur og að mati meirihluta allsherjarnefndar þótti ólíklegt að málin kæmust á dagskrá fyrir frí. Þór Saari, þingmaður hreyfingarinnar, segir hins vegar að stjórnarflokkarnir hafi ekki áhuga á lýðræðisumbótum.

„Þetta er búið að vera rík krafa almennings í langan tíma og það á bara að verða við henni," segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.

Margir óttast þau áhrif sem persónukjör kann að hafa á stöðu kvenna.

„Þarna er í raun verið að flytja þessi prófkjör inn í kjörklefann og við vitum að konum vegnar ekkert sérlega vel í prófkjörum miðað við karlana af einhverjum ástæðum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×