Davíð: Ekkert nýtt í skjölunum 11. nóvember 2010 18:45 Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir ekkert nýtt vera að finna í tugum skjala sem utanríkisráðuneytið birti í morgun, um aðdraganda þess að Ísland studdi innrás í Írak, vorið 2003. Utanríkisráðuneytið birti í dag skjöl um stuðning Íslands við innrás Bandaríkjamanna og annarra bandamanna þeirra í Írak, í mars árið 2003. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hafði áður upplýst að skjöl í ráðuneytinu sýndu að aðdragandinn að stuðningi Íslands við þetta, hefði átt sér lengri aðdraganda en áður hefði verið talið. Skjölin eru í heild, segir ráðuneytið, 92 og í allt um 400 blaðsíður, en 67 voru birt í dag. Þarna eru minniblöð frá sendiherrum, uppskriftir af blaðamannafundum, beiðnir til stjórnvalda, minniblöð og fleira. Í skjölunum sem birtust í dag, segir meðal annars að rétt fyrir innrás, og raunar rétt áður en listi yfir hinar svonefndu staðfestu þjóðir var birtur, hafi stjórnvöld talið það trúnaðarmál, að við værum á listanum. Enn fremur að stjórnvöld hafi ekki gert sér neina grein fyrir því hvað fólst í því að vera á þessum lista. Enn fremur er þarna minnisblað frá þjóðréttarfræðingi, til utanríkisráðherra, sem þá var Halldór Ásgrímsson, þar sem lögmæti innrásarinnar er dregið í efa. Halldór neitaði að tjá sig um málið við fréttastofu í dag. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í svari við ítarlegri fyrirspurn fréttastofu, að ekkert nýtt væri í þessu. 25 skjöl eru óbirt. Utanríkisráðuneytið vísar til þess að skjölin varði samskipti við erlend ríki eða séu vinnuskjöl. Heimildir fréttastofu herma að rannsóknarhagsmunir, ráði einnig því að ekki kemur allt fyrir almenningssjónir nú. Viðbúið er að Alþingi setji í gang rannsókn á tildrögum þess að Ísland lýsti stuðningi við innrásina. Heimildir fréttastofu herma að Alþingi fái óbirtu skjölin, en þeir sem rannsaka málið á vegum þess, eigi eftir að yfirheyra fólk; verra sé að það sama fólk hafi kynnt sér efni hinna óbirtu skjala. Tengdar fréttir Listi hinna staðföstu var algjört trúnaðarmál Íslensk stjórnvöld voru á lista „hinna staðföstu þjóða" sem studdu innrás í Írak, tveimur dögum áður en innrásin hófst. Þá var litið á listann sem „algjört trúnaðarmál". 11. nóvember 2010 12:11 Kom Íslendingum í opna skjöldu þegar CNN birti listann Það virðist hafa komið utanríkisráðuneytinu í opna skjöldu þegar listi hinna staðföstu þjóða var birtur á fréttastöðinni CNN þann 18. mars 2003. Þá höfðu engin svör borist frá Bandaríkjastjórn um hvernig listinn yrði notaður. 11. nóvember 2010 12:23 Leyniskjal segir innrásina í Írak lagalega vafasama Þjóðréttarfræðingur, sem vann álit fyrir forsætisráðherra og ráðuneytisstjóra, um lagalegan grundvöll til beitingar vopnavalds gagnvart Írak, komst að þeirri niðurstöðu þann 20. mars 2003, að það væri ekki ótvíræður lagalegur grundvöllur fyrir innrás í Írak. 11. nóvember 2010 12:28 Buðu staðföstum í mat tæpum mánuði eftir innrás Fulltrúum ríkjanna, sem voru á stuðningslista Bandaríkjanna vegna innrásarinnar í Írak, var boðið í mat heima hjá varnamálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfield, um tæpum mánuði eftir innrásina. 11. nóvember 2010 13:44 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir ekkert nýtt vera að finna í tugum skjala sem utanríkisráðuneytið birti í morgun, um aðdraganda þess að Ísland studdi innrás í Írak, vorið 2003. Utanríkisráðuneytið birti í dag skjöl um stuðning Íslands við innrás Bandaríkjamanna og annarra bandamanna þeirra í Írak, í mars árið 2003. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hafði áður upplýst að skjöl í ráðuneytinu sýndu að aðdragandinn að stuðningi Íslands við þetta, hefði átt sér lengri aðdraganda en áður hefði verið talið. Skjölin eru í heild, segir ráðuneytið, 92 og í allt um 400 blaðsíður, en 67 voru birt í dag. Þarna eru minniblöð frá sendiherrum, uppskriftir af blaðamannafundum, beiðnir til stjórnvalda, minniblöð og fleira. Í skjölunum sem birtust í dag, segir meðal annars að rétt fyrir innrás, og raunar rétt áður en listi yfir hinar svonefndu staðfestu þjóðir var birtur, hafi stjórnvöld talið það trúnaðarmál, að við værum á listanum. Enn fremur að stjórnvöld hafi ekki gert sér neina grein fyrir því hvað fólst í því að vera á þessum lista. Enn fremur er þarna minnisblað frá þjóðréttarfræðingi, til utanríkisráðherra, sem þá var Halldór Ásgrímsson, þar sem lögmæti innrásarinnar er dregið í efa. Halldór neitaði að tjá sig um málið við fréttastofu í dag. Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í svari við ítarlegri fyrirspurn fréttastofu, að ekkert nýtt væri í þessu. 25 skjöl eru óbirt. Utanríkisráðuneytið vísar til þess að skjölin varði samskipti við erlend ríki eða séu vinnuskjöl. Heimildir fréttastofu herma að rannsóknarhagsmunir, ráði einnig því að ekki kemur allt fyrir almenningssjónir nú. Viðbúið er að Alþingi setji í gang rannsókn á tildrögum þess að Ísland lýsti stuðningi við innrásina. Heimildir fréttastofu herma að Alþingi fái óbirtu skjölin, en þeir sem rannsaka málið á vegum þess, eigi eftir að yfirheyra fólk; verra sé að það sama fólk hafi kynnt sér efni hinna óbirtu skjala.
Tengdar fréttir Listi hinna staðföstu var algjört trúnaðarmál Íslensk stjórnvöld voru á lista „hinna staðföstu þjóða" sem studdu innrás í Írak, tveimur dögum áður en innrásin hófst. Þá var litið á listann sem „algjört trúnaðarmál". 11. nóvember 2010 12:11 Kom Íslendingum í opna skjöldu þegar CNN birti listann Það virðist hafa komið utanríkisráðuneytinu í opna skjöldu þegar listi hinna staðföstu þjóða var birtur á fréttastöðinni CNN þann 18. mars 2003. Þá höfðu engin svör borist frá Bandaríkjastjórn um hvernig listinn yrði notaður. 11. nóvember 2010 12:23 Leyniskjal segir innrásina í Írak lagalega vafasama Þjóðréttarfræðingur, sem vann álit fyrir forsætisráðherra og ráðuneytisstjóra, um lagalegan grundvöll til beitingar vopnavalds gagnvart Írak, komst að þeirri niðurstöðu þann 20. mars 2003, að það væri ekki ótvíræður lagalegur grundvöllur fyrir innrás í Írak. 11. nóvember 2010 12:28 Buðu staðföstum í mat tæpum mánuði eftir innrás Fulltrúum ríkjanna, sem voru á stuðningslista Bandaríkjanna vegna innrásarinnar í Írak, var boðið í mat heima hjá varnamálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfield, um tæpum mánuði eftir innrásina. 11. nóvember 2010 13:44 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Sjá meira
Listi hinna staðföstu var algjört trúnaðarmál Íslensk stjórnvöld voru á lista „hinna staðföstu þjóða" sem studdu innrás í Írak, tveimur dögum áður en innrásin hófst. Þá var litið á listann sem „algjört trúnaðarmál". 11. nóvember 2010 12:11
Kom Íslendingum í opna skjöldu þegar CNN birti listann Það virðist hafa komið utanríkisráðuneytinu í opna skjöldu þegar listi hinna staðföstu þjóða var birtur á fréttastöðinni CNN þann 18. mars 2003. Þá höfðu engin svör borist frá Bandaríkjastjórn um hvernig listinn yrði notaður. 11. nóvember 2010 12:23
Leyniskjal segir innrásina í Írak lagalega vafasama Þjóðréttarfræðingur, sem vann álit fyrir forsætisráðherra og ráðuneytisstjóra, um lagalegan grundvöll til beitingar vopnavalds gagnvart Írak, komst að þeirri niðurstöðu þann 20. mars 2003, að það væri ekki ótvíræður lagalegur grundvöllur fyrir innrás í Írak. 11. nóvember 2010 12:28
Buðu staðföstum í mat tæpum mánuði eftir innrás Fulltrúum ríkjanna, sem voru á stuðningslista Bandaríkjanna vegna innrásarinnar í Írak, var boðið í mat heima hjá varnamálaráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfield, um tæpum mánuði eftir innrásina. 11. nóvember 2010 13:44