Innlent

Eftirliti erlendis lokið að sinni

Eftirlit á vegum Frontex hefur gefið góða raun.
fréttablaðið/daníel
Eftirlit á vegum Frontex hefur gefið góða raun. fréttablaðið/daníel
Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, kom heim eftir að hafa sinnt eftirliti við strendur Senegal fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins, í tvo mánuði. Um tuttugu starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa skipst á að sinna eftirliti TF-SIF. Einnig hafa fjölmargir starfsmenn á Íslandi komið að verkefninu með einum eða öðrum hætti.

Varðskipið Ægir er væntanlegt til landsins í dag en skipið hefur frá byrjun maí sinnt verkefnum fyrir Frontex við strendur Senegal og á Miðjarðarhafi.

- shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×