Krepputexti í stað ástaróðs 16. janúar 2010 04:00 Hljómsveitin Menn ársins tekur þátt í undankeppni Eurovision í kvöld. „Hvers vegna skyldu menn ekki geta sungið um það sem skiptir máli þarna líka. Ekki það að ást og hamingja skipti ekki máli,“ segir Sváfnir Sigurðarson. Hann samdi textann við lag hljómsveitarinnar Menn ársins, Gefst ekki upp, sem keppir í Eurovision í kvöld. Flest lögin í keppninni fjalla um ástina á einn eða annan hátt en lag Manna ársins snýst um kreppuna, þar á meðal búsáhaldabyltinguna, þar sem meðal annars segir: „Að glænýjum sið þá mótmæltum við, stóðum saman við þinghúsið“. Sváfnir segir textann byggðan á reynslu sinni af kreppunni. „Ef menn hafa ekki orðið fyrir áhrifum af andrúmsloftinu í þjóðfélaginu hljóta þeir að hafa verið sofandi. Þetta er leið til að súmmera það aðeins upp og smá hvatning líka. Það er búið að vera svo rosalega mikið þunglyndi í gangi en við eigum ekkert að gefast upp,“ segir hann. Sváfnir tekur fram að textinn hafi ekki verið saminn sérstaklega fyrir Eurovision. „Við sömdum bara þetta lag og síðan var ákveðið að dúndra því inn í Eurovision. Það var ekki meðvituð ákvörðun að gera Eurovision að pólitísku hreyfiafli. En á þeim tímum þegar menn þurfa að þjappa sér saman er þetta kannski rétta lagið.“ Menn ársins tóku þátt í undankeppni Eurovision árið 2007 er þeir flutti lagið If You Were Here eftir Þórarin Freysson. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu ári síðar og fyrir áhugasama er hægt að hala henni frítt niður á síðunni Bandcamp.com. - fb Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Hvers vegna skyldu menn ekki geta sungið um það sem skiptir máli þarna líka. Ekki það að ást og hamingja skipti ekki máli,“ segir Sváfnir Sigurðarson. Hann samdi textann við lag hljómsveitarinnar Menn ársins, Gefst ekki upp, sem keppir í Eurovision í kvöld. Flest lögin í keppninni fjalla um ástina á einn eða annan hátt en lag Manna ársins snýst um kreppuna, þar á meðal búsáhaldabyltinguna, þar sem meðal annars segir: „Að glænýjum sið þá mótmæltum við, stóðum saman við þinghúsið“. Sváfnir segir textann byggðan á reynslu sinni af kreppunni. „Ef menn hafa ekki orðið fyrir áhrifum af andrúmsloftinu í þjóðfélaginu hljóta þeir að hafa verið sofandi. Þetta er leið til að súmmera það aðeins upp og smá hvatning líka. Það er búið að vera svo rosalega mikið þunglyndi í gangi en við eigum ekkert að gefast upp,“ segir hann. Sváfnir tekur fram að textinn hafi ekki verið saminn sérstaklega fyrir Eurovision. „Við sömdum bara þetta lag og síðan var ákveðið að dúndra því inn í Eurovision. Það var ekki meðvituð ákvörðun að gera Eurovision að pólitísku hreyfiafli. En á þeim tímum þegar menn þurfa að þjappa sér saman er þetta kannski rétta lagið.“ Menn ársins tóku þátt í undankeppni Eurovision árið 2007 er þeir flutti lagið If You Were Here eftir Þórarin Freysson. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu ári síðar og fyrir áhugasama er hægt að hala henni frítt niður á síðunni Bandcamp.com. - fb
Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira