Innlent

Sló mann í höfuðið með felgulykli

Mynd/Stefán Karlsson
Tveimur mönnum sinnaðist á tjaldstæði í umdæmi Borgarneslögreglunnar með þeim afleiðingum að annar sló hinn í höfuðið með felgulykli. Sá leitaði sér aðstoðar á sjúkrahúsinu á Akranesi. Maðurinn var með skurð á höfði en áverkar voru minni háttar. Árásaraðilinn var á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×