Innlent

Allir kátir í Grindavík

Frá sjómanna- og fjölskylduhátíðinni Sjóaranum síkáta í Grindavík fyrir þremur árum.
Frá sjómanna- og fjölskylduhátíðinni Sjóaranum síkáta í Grindavík fyrir þremur árum.
Skemmtanahald á sjómanna- og fjölskylduhátíðinni Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur farið vel fram að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Tveir þurftu þó að gistu fangageymslur lögreglu vegna ölvunar í nótt. Mikill fjöldi fólks er saman kominn í bæjarfélaginu og fylltist tjaldstæðið snemma í gær.

Dagskráin í dag er fjölbreytt og verður meðal annars boðið upp á söguratleik, kjötveislu, hreystimót í umsjón Magnúsar Vers Magnússonar, stafgöngu, sirkus Sóleyjar og þá troða söngvarnir Friðrik Ómar og Jogvan upp. Í kvöld stendur körfuknattleiksdeild Grindavíkur fyrir tónleikum með hljómsveitinni Í Svörtum fötum.

Dagskrána er hægt að skoða hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×