Fær 13 milljónir í Hamborg 26. febrúar 2010 06:00 AndriSsnær er á leið til Hamborgar. Tekur þar við Kairos-verðlaununum fyrir framan tólf hundruð manns. fréttablaðið/stefán Óhætt er að segja að það hafi hlaupið á snærið hjá Andra Snæ Magnasyni því á sunnudaginn tekur hann við Kairos-verðlaununum í Hamborg. Verðlaunaféð er 75.000 evrur - ríflega 13 milljónir íslenskra króna. En fyrir hvað eru þessi verðlaun eiginlega, Andri, bara fyrir það hvað þú ert æðislegur? „Í megindráttum, já," segir Andri og hlær. „Ég var að velta því alvarlega fyrir mér um daginn að kannski væri maður búinn að dreifa sér um of. Búinn að skrifa leikrit og skáldsögur og ljóð og þar að auki orðinn leikstjóri. Og búinn að taka þátt í alls konar hliðarverkefnum. Ég var að hugsa um að þessi fjölbreytni væri manni kannski ekki til framdráttar. Akkúrat þá kom bréfið frá Kairos þar sem meginástæðan fyrir því að ég fæ þessi verðlaun er tiltekin sú hvað ég hef beitt mér á mörgum sviðum og verið á samfélagsmálasviðinu líka með Draumalandinu. Þeir voru búnir að skoða ferilinn alveg í rótina og rannsaka mig gaumgæfilega. Nefndu í umsögn til að mynda diskinn Raddir sem ég stóð að fyrir mörgum árum. Þetta eru ekki beint bókmenntaverðlaun heldur verðlaun fyrir listræna afstöðu." Mikil dagskrá er í kringum verðlaunaafhendinguna í Borgarleikhúsinu í Hamborg. Emilíana Torrini kemur fram og þeir Páll á Húsafelli, Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen. „Þetta er eiginlega hálf ótrúlegt. Það verða 1.200 manns í salnum og eins og hálfs tíma dagskrá bara um mig og minn feril. Ég er með vægar hjartsláttatruflanir út af tilstandinu. Ég er bara að skrifa þakkarræðuna og spá í hverju ég á að vera í. Ætli ég haldi ekki teinótta merkinu á lofti." Og hvað svo? Sigurhátíð í Smáralind? „Hahaha. Já, klukkan þrjú á mánudaginn. Fyrir þá sem komast ekki út á völl." Andri Snær segist vera með tvær nýjar bækur í bígerð og hann og Þorleifur Örn Arnarson hafa skrifað óbeint framhald af millistjórnendadramanu Eilíf hamingja sem var sett upp 2007. „Við settum okkur hálfgerðar Frúin í Hamborg-reglur þegar við skrifuðum þetta. Það er bannað að segja útrás, Icesave, stjórnmálamaður og græðgi í leikritinu. Þau orð eru bönnuð. Við erum spenntir að sjá hvernig þetta kemur út. Það er stefnan að frumsýna í lok mars." drgunni@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Joe Cocker látinn Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Fleiri fréttir Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Sjá meira
Óhætt er að segja að það hafi hlaupið á snærið hjá Andra Snæ Magnasyni því á sunnudaginn tekur hann við Kairos-verðlaununum í Hamborg. Verðlaunaféð er 75.000 evrur - ríflega 13 milljónir íslenskra króna. En fyrir hvað eru þessi verðlaun eiginlega, Andri, bara fyrir það hvað þú ert æðislegur? „Í megindráttum, já," segir Andri og hlær. „Ég var að velta því alvarlega fyrir mér um daginn að kannski væri maður búinn að dreifa sér um of. Búinn að skrifa leikrit og skáldsögur og ljóð og þar að auki orðinn leikstjóri. Og búinn að taka þátt í alls konar hliðarverkefnum. Ég var að hugsa um að þessi fjölbreytni væri manni kannski ekki til framdráttar. Akkúrat þá kom bréfið frá Kairos þar sem meginástæðan fyrir því að ég fæ þessi verðlaun er tiltekin sú hvað ég hef beitt mér á mörgum sviðum og verið á samfélagsmálasviðinu líka með Draumalandinu. Þeir voru búnir að skoða ferilinn alveg í rótina og rannsaka mig gaumgæfilega. Nefndu í umsögn til að mynda diskinn Raddir sem ég stóð að fyrir mörgum árum. Þetta eru ekki beint bókmenntaverðlaun heldur verðlaun fyrir listræna afstöðu." Mikil dagskrá er í kringum verðlaunaafhendinguna í Borgarleikhúsinu í Hamborg. Emilíana Torrini kemur fram og þeir Páll á Húsafelli, Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen. „Þetta er eiginlega hálf ótrúlegt. Það verða 1.200 manns í salnum og eins og hálfs tíma dagskrá bara um mig og minn feril. Ég er með vægar hjartsláttatruflanir út af tilstandinu. Ég er bara að skrifa þakkarræðuna og spá í hverju ég á að vera í. Ætli ég haldi ekki teinótta merkinu á lofti." Og hvað svo? Sigurhátíð í Smáralind? „Hahaha. Já, klukkan þrjú á mánudaginn. Fyrir þá sem komast ekki út á völl." Andri Snær segist vera með tvær nýjar bækur í bígerð og hann og Þorleifur Örn Arnarson hafa skrifað óbeint framhald af millistjórnendadramanu Eilíf hamingja sem var sett upp 2007. „Við settum okkur hálfgerðar Frúin í Hamborg-reglur þegar við skrifuðum þetta. Það er bannað að segja útrás, Icesave, stjórnmálamaður og græðgi í leikritinu. Þau orð eru bönnuð. Við erum spenntir að sjá hvernig þetta kemur út. Það er stefnan að frumsýna í lok mars." drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Joe Cocker látinn Lífið Sólarströnd norðurhjarans Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Fleiri fréttir Þakklát fyrir að alast upp með lítið á milli handanna Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Sjá meira