Hópuppsögn á Flateyri: „Staðan er skelfileg“ Valur Grettisson skrifar 29. október 2010 14:20 „Það lá fyrir þegar við keyptum eignirnar af Kambi að þetta yrði gríðarlega erfitt," segir Kristján Erlingsson, stjórnarmaður og einn af aðaleigendum Eyrarodda á Flateyri, en fjörtíu og tveimur starfsmönnum fiskvinnslunnar var sagt upp í dag. Eyraroddi keypti fiskvinnsluna árið 2007 eftir að Kambur hætti þar störfum. Þá var um 120 manns sagt upp. Sjálfur segir Kristján að fiskvinnslan hafi verið keypt með það að markmiði að verja störf á landsbyggðinni. „En frá því í fyrrahaust hefur ekki verið nokkur grundvöllur fyrir þessu," segir Kristján og bendir á að fyrirtækið sé kvótalaust og að ekki hafi verið unnt að leigja kvóta vegna breyttra laga. Í tilkynningu frá félaginu segir að rekstri fiskvinnslunnar sé hætt vegna hráefnisskorts. Eyraroddi er langstærsti vinnustaðurinn á Flateyri. Fyrir eru tvær harðfiskvinnslur en þar vinna mun færri, eða um tíu einstaklingar. Alls búa 250 á Flateyri og því ljóst að uppsagnirnar eru blóðtaka fyrir atvinnulífið í þorpinu. Kristján segir þær að auki skekja undirstöðurnar í Ísafirði sem fer með sveitarstjórnarmál í þorpinu. „Staðan er skelfileg," segir Kristján og bætir við að viðbrögð starfsmanna hafi verið þung þegar þeir fengu fregnirnar í dag. Spurður hvað taki við svarar Kristján því til að fyrirtækið rói enn öllum árum að því að finna ný tækifæri, gangi það eftir vonast hann til þess að fiskvinnslan geti endurráðið hluta starfsmanna eða alla. „En vegna óvissunnar þá er okkar öndunarrými búið," segir Kristján að lokum. Tengdar fréttir Öllu starfsfólki Eyrarodda sagt upp Öllu starfsfólki fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda hf., á Flateyri var sagt upp störfum í dag. Um er að ræða 42 starfsmenn. Uppsagnirnar taka gildi nú um mánaðarmótin. Ástæða uppsagnanna er fyrst og fremst viðvarandi hráefnisskortur og erfiðleikar í rekstri sem af þeim skorti leiðir, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem vísað er til á fréttavefnum BB.is. 29. október 2010 14:35 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
„Það lá fyrir þegar við keyptum eignirnar af Kambi að þetta yrði gríðarlega erfitt," segir Kristján Erlingsson, stjórnarmaður og einn af aðaleigendum Eyrarodda á Flateyri, en fjörtíu og tveimur starfsmönnum fiskvinnslunnar var sagt upp í dag. Eyraroddi keypti fiskvinnsluna árið 2007 eftir að Kambur hætti þar störfum. Þá var um 120 manns sagt upp. Sjálfur segir Kristján að fiskvinnslan hafi verið keypt með það að markmiði að verja störf á landsbyggðinni. „En frá því í fyrrahaust hefur ekki verið nokkur grundvöllur fyrir þessu," segir Kristján og bendir á að fyrirtækið sé kvótalaust og að ekki hafi verið unnt að leigja kvóta vegna breyttra laga. Í tilkynningu frá félaginu segir að rekstri fiskvinnslunnar sé hætt vegna hráefnisskorts. Eyraroddi er langstærsti vinnustaðurinn á Flateyri. Fyrir eru tvær harðfiskvinnslur en þar vinna mun færri, eða um tíu einstaklingar. Alls búa 250 á Flateyri og því ljóst að uppsagnirnar eru blóðtaka fyrir atvinnulífið í þorpinu. Kristján segir þær að auki skekja undirstöðurnar í Ísafirði sem fer með sveitarstjórnarmál í þorpinu. „Staðan er skelfileg," segir Kristján og bætir við að viðbrögð starfsmanna hafi verið þung þegar þeir fengu fregnirnar í dag. Spurður hvað taki við svarar Kristján því til að fyrirtækið rói enn öllum árum að því að finna ný tækifæri, gangi það eftir vonast hann til þess að fiskvinnslan geti endurráðið hluta starfsmanna eða alla. „En vegna óvissunnar þá er okkar öndunarrými búið," segir Kristján að lokum.
Tengdar fréttir Öllu starfsfólki Eyrarodda sagt upp Öllu starfsfólki fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda hf., á Flateyri var sagt upp störfum í dag. Um er að ræða 42 starfsmenn. Uppsagnirnar taka gildi nú um mánaðarmótin. Ástæða uppsagnanna er fyrst og fremst viðvarandi hráefnisskortur og erfiðleikar í rekstri sem af þeim skorti leiðir, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem vísað er til á fréttavefnum BB.is. 29. október 2010 14:35 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Öllu starfsfólki Eyrarodda sagt upp Öllu starfsfólki fiskvinnslufyrirtækisins Eyrarodda hf., á Flateyri var sagt upp störfum í dag. Um er að ræða 42 starfsmenn. Uppsagnirnar taka gildi nú um mánaðarmótin. Ástæða uppsagnanna er fyrst og fremst viðvarandi hráefnisskortur og erfiðleikar í rekstri sem af þeim skorti leiðir, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu sem vísað er til á fréttavefnum BB.is. 29. október 2010 14:35