Innlent

Bæjarstarfsmaður verður bæjarstjóri

Nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn í Kópavogi en það er Guðrún Pálsdóttir sem hefur hingað til starfað sem sviðsstjóri menningarsviðs bæjarins auk þess sem hún hefur verið fjármálastjóri til 20 ára.

Ráðning hennar var tilkynnt á fundi Samfylkingarinnar með félagsmönnum sem hófst klukkan fjögur í dag.

Á heimasíðu Kópavogs kemur fram að formaður bæjarráðs verður Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar og forsetar bæjarstjórnar verða þeir Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti VG, og Hjálmar Hjálmarsson, oddviti Næst besta flokksins








Fleiri fréttir

Sjá meira


×