Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu, er sakaður um að heilsa með nasistakveðju á forsíðu bresks dagblaðsins Daily Star í dag.
Eggert Skúlason, talsmaður Eiðs Smára segir í samtali við fréttavefinn Pressuna að ásakanirnar séu kjaftæði. „Þetta er kjaftæði. Eiður Smári var að segja brandara sem tengist Mexíkó. Fingurinn á vörinni táknar yfirvaraskeggið. Bendingin með hendinni er lokahnykkurinn á brandaranum," segir Eggert.
Hann bætir því við að málið hafi ekkert að gera með nasisma. Eggert segir að Eiður Smári íhugi málsókn gegn blaðinu.
Daily Star segir að kveðjan hafi vakið mikla reiði á meðal knattspyrnuunnenda og talsmanna gyðinga. Hegðun hans sé fordæmd. Þess má geta að eigandi Tottenham, liðs Eiðs Smára, er gyðingur.
Eiður Smári sakaður um nasisma
Jón Hákon Halldórsson skrifar
