Fótbolti

Torres tæpur fyrir fyrsta leik á HM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres í leik með Liverpool.
Fernando Torres í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Fernando Torres er sagður vera tæpur fyrir fyrsta leik spænska landsliðsins á HM í Suður-Afríku í sumar vegna meiðsla sinna. Torres gekkst nýverið undir aðgerð á hné og hefur af þeim sökum ekkert getað spilað með Liverpool á lokaspretti tímabilsins í Englandi. Peter Brukner er yfirmaður sjúkradeildar Liverpool og segir að endurhæfing Torres gangi vel. „Ef það er einhver sem getur náð sér í tæka tíð þá er það hann,“ sagði Brukner við enska fjölmiðla. „Það er þó ekki hægt að slá neinu föstu eins og er. En ef hann heldur áfram á þessari braut ætti hann að geta spilað á HM. Hvort hann nær fyrsta leiknum er enn óvíst.“ Brukner segir aðalmálið að Torres verði heill heilsu þegar nýtt tímabil hefst hjá Liverpool. „Við ætlum ekki að flýta bataferlinu því við viljum að hann nái sér almennilega. Við munum gera okkar besta til að sjá til þess að hann geti bæði spilað á HM í sumar og staðið sig vel með Liverpool á næstu leiktíð.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×