Innlent

Eyjafjallajökull: Gosmökkurinn óvenjumikill í dag

Myndin er tekin úr vefmyndavél Vodafone.
Myndin er tekin úr vefmyndavél Vodafone.

Óvenju mikinn og dökkan öskumökk leggur nú upp frá toppgíg Eyjafjallajökuls. Mökkinn leggur til austurs og suðausturs yfir Mýrdalsjökul og telur Veðurstofan að búast megi við því að Eyjafjallajökull eigi eftir að valda öskufalli í sveitum þar fyrir austan, bæði í Álftaveri og Meðalllandi.

Sigurlaug Hjaltadóttir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni segir gosið í fullum gangi, órói hafi þó mælst minni í morgun miðað við undanfarna daga og telur hún hugsanlegt að það megi rekja til þess að minni gufubólstrar sjáist nú í leið hraunsins í átt að Gígjökli.

Hraunið þar hafi hugsanlega mætt einhverri hindrun sem tefji för þess áfram og það bræði því ekki eins mikinn ís og síðustu daga.

Hér sést útsýnið úr vefmyndavél Vodafone.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×