Gosefni geta haft áhrif á klak þorsks 1. júní 2010 15:13 Gosefni í hlaupvatni geta við ákveðnar aðstæður haft neikvæð áhrif á klak þorskhrogna og vöxt þorskungviðis, samkvæmt rannsókn Hafrannsóknarstofnunnar. Þó verður að fara varlega í að heimfæra niðurstöður rannsóknarinnar beint upp á aðstæður í náttúrunni því að á þeim tveimur vikum sem þorskhrogn eru að klekjast út berast þau um hafið og eru því í mismikilli snertingu við gosefnin. Engu að síður gefur rannsóknin til kynna að við ákveðnar aðstæður geti gosefni í sjónum haft neikvæð áhrif á niðurstöðu hrygningar hjá þorski og hugsanlega öðrum tegundum einnig, segir í frétt Hafrannsóknarstofnunnar. Eldgosið í Eyjafjallajökli olli mörgum hamfaraflóðum og þá vaknaði umræða um það hvort gosefnin í hlaupunum gætu hugsanlega haft áhrif á lífríkið í hafinu út af Suðurlandi en þar eru einmitt mikilvæg hrygningarsvæði ýmissa nytjafiska. Af þessu tilefni fór rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson í leiðangur frá 15-19. apríl til að gera mælingar á áhrifasvæði nýlegra hlaupa úr Markarfljóti og Svaðbælisá. Tilgangurinn var sá að mæla grugg og uppleyst efni á grunnslóðinni og kanna jafnframt hugsanleg áhrif á lífríki svæðisins. Til að kanna áhrif gosefnanna á klak og afkomu þorskhrogna voru tekin sjósýni á tunnur og þau flutt í Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunarinnar á Stað við Grindavík. Sýnin voru tekin fjórar sjómílur frá landi en voru engu að síður mjög gruggug og þó sérstaklega Svaðbælissjórinn. Til samanburðar voru einnig tekin sjósýni úr Faxaflóa sem er langt utan áhrifasvæðis hlaupanna. Í eldisstöðinni voru settar af stað tvær eldisrannsóknir með frjóvguð þorskhrogn úr eldisstöðinni. Annars vegar voru settar upp þynningarseríur með hrognum í gossjó í tilraunaglösum (tilraun A) og hins vegar voru hrognin sett í hrognasíló með stöðugri loftun (tilraun B). Í ljós kom að gosefnin botnféllu í tilraun A en héldust hins vegar í upplausn í tilraun B. Þroskunartími hrognanna fram að klaki var um tvær vikur og afföll voru skráð frá degi til dags. Í tilraun A, þar sem gosefnin féllu til botns, mældist enginn marktækur munur á afföllum eða klakhlutfalli hrognanna. Í tilraun B, þar sem gosefnin voru í stöðugri upplausn, höfðu gosefnin hins vegar marktækt neikvæð áhrif á klak og einnig klakþyngd þorsklirfanna. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira
Gosefni í hlaupvatni geta við ákveðnar aðstæður haft neikvæð áhrif á klak þorskhrogna og vöxt þorskungviðis, samkvæmt rannsókn Hafrannsóknarstofnunnar. Þó verður að fara varlega í að heimfæra niðurstöður rannsóknarinnar beint upp á aðstæður í náttúrunni því að á þeim tveimur vikum sem þorskhrogn eru að klekjast út berast þau um hafið og eru því í mismikilli snertingu við gosefnin. Engu að síður gefur rannsóknin til kynna að við ákveðnar aðstæður geti gosefni í sjónum haft neikvæð áhrif á niðurstöðu hrygningar hjá þorski og hugsanlega öðrum tegundum einnig, segir í frétt Hafrannsóknarstofnunnar. Eldgosið í Eyjafjallajökli olli mörgum hamfaraflóðum og þá vaknaði umræða um það hvort gosefnin í hlaupunum gætu hugsanlega haft áhrif á lífríkið í hafinu út af Suðurlandi en þar eru einmitt mikilvæg hrygningarsvæði ýmissa nytjafiska. Af þessu tilefni fór rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson í leiðangur frá 15-19. apríl til að gera mælingar á áhrifasvæði nýlegra hlaupa úr Markarfljóti og Svaðbælisá. Tilgangurinn var sá að mæla grugg og uppleyst efni á grunnslóðinni og kanna jafnframt hugsanleg áhrif á lífríki svæðisins. Til að kanna áhrif gosefnanna á klak og afkomu þorskhrogna voru tekin sjósýni á tunnur og þau flutt í Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunarinnar á Stað við Grindavík. Sýnin voru tekin fjórar sjómílur frá landi en voru engu að síður mjög gruggug og þó sérstaklega Svaðbælissjórinn. Til samanburðar voru einnig tekin sjósýni úr Faxaflóa sem er langt utan áhrifasvæðis hlaupanna. Í eldisstöðinni voru settar af stað tvær eldisrannsóknir með frjóvguð þorskhrogn úr eldisstöðinni. Annars vegar voru settar upp þynningarseríur með hrognum í gossjó í tilraunaglösum (tilraun A) og hins vegar voru hrognin sett í hrognasíló með stöðugri loftun (tilraun B). Í ljós kom að gosefnin botnféllu í tilraun A en héldust hins vegar í upplausn í tilraun B. Þroskunartími hrognanna fram að klaki var um tvær vikur og afföll voru skráð frá degi til dags. Í tilraun A, þar sem gosefnin féllu til botns, mældist enginn marktækur munur á afföllum eða klakhlutfalli hrognanna. Í tilraun B, þar sem gosefnin voru í stöðugri upplausn, höfðu gosefnin hins vegar marktækt neikvæð áhrif á klak og einnig klakþyngd þorsklirfanna.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Sjá meira