Gosefni geta haft áhrif á klak þorsks 1. júní 2010 15:13 Gosefni í hlaupvatni geta við ákveðnar aðstæður haft neikvæð áhrif á klak þorskhrogna og vöxt þorskungviðis, samkvæmt rannsókn Hafrannsóknarstofnunnar. Þó verður að fara varlega í að heimfæra niðurstöður rannsóknarinnar beint upp á aðstæður í náttúrunni því að á þeim tveimur vikum sem þorskhrogn eru að klekjast út berast þau um hafið og eru því í mismikilli snertingu við gosefnin. Engu að síður gefur rannsóknin til kynna að við ákveðnar aðstæður geti gosefni í sjónum haft neikvæð áhrif á niðurstöðu hrygningar hjá þorski og hugsanlega öðrum tegundum einnig, segir í frétt Hafrannsóknarstofnunnar. Eldgosið í Eyjafjallajökli olli mörgum hamfaraflóðum og þá vaknaði umræða um það hvort gosefnin í hlaupunum gætu hugsanlega haft áhrif á lífríkið í hafinu út af Suðurlandi en þar eru einmitt mikilvæg hrygningarsvæði ýmissa nytjafiska. Af þessu tilefni fór rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson í leiðangur frá 15-19. apríl til að gera mælingar á áhrifasvæði nýlegra hlaupa úr Markarfljóti og Svaðbælisá. Tilgangurinn var sá að mæla grugg og uppleyst efni á grunnslóðinni og kanna jafnframt hugsanleg áhrif á lífríki svæðisins. Til að kanna áhrif gosefnanna á klak og afkomu þorskhrogna voru tekin sjósýni á tunnur og þau flutt í Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunarinnar á Stað við Grindavík. Sýnin voru tekin fjórar sjómílur frá landi en voru engu að síður mjög gruggug og þó sérstaklega Svaðbælissjórinn. Til samanburðar voru einnig tekin sjósýni úr Faxaflóa sem er langt utan áhrifasvæðis hlaupanna. Í eldisstöðinni voru settar af stað tvær eldisrannsóknir með frjóvguð þorskhrogn úr eldisstöðinni. Annars vegar voru settar upp þynningarseríur með hrognum í gossjó í tilraunaglösum (tilraun A) og hins vegar voru hrognin sett í hrognasíló með stöðugri loftun (tilraun B). Í ljós kom að gosefnin botnféllu í tilraun A en héldust hins vegar í upplausn í tilraun B. Þroskunartími hrognanna fram að klaki var um tvær vikur og afföll voru skráð frá degi til dags. Í tilraun A, þar sem gosefnin féllu til botns, mældist enginn marktækur munur á afföllum eða klakhlutfalli hrognanna. Í tilraun B, þar sem gosefnin voru í stöðugri upplausn, höfðu gosefnin hins vegar marktækt neikvæð áhrif á klak og einnig klakþyngd þorsklirfanna. Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Gosefni í hlaupvatni geta við ákveðnar aðstæður haft neikvæð áhrif á klak þorskhrogna og vöxt þorskungviðis, samkvæmt rannsókn Hafrannsóknarstofnunnar. Þó verður að fara varlega í að heimfæra niðurstöður rannsóknarinnar beint upp á aðstæður í náttúrunni því að á þeim tveimur vikum sem þorskhrogn eru að klekjast út berast þau um hafið og eru því í mismikilli snertingu við gosefnin. Engu að síður gefur rannsóknin til kynna að við ákveðnar aðstæður geti gosefni í sjónum haft neikvæð áhrif á niðurstöðu hrygningar hjá þorski og hugsanlega öðrum tegundum einnig, segir í frétt Hafrannsóknarstofnunnar. Eldgosið í Eyjafjallajökli olli mörgum hamfaraflóðum og þá vaknaði umræða um það hvort gosefnin í hlaupunum gætu hugsanlega haft áhrif á lífríkið í hafinu út af Suðurlandi en þar eru einmitt mikilvæg hrygningarsvæði ýmissa nytjafiska. Af þessu tilefni fór rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson í leiðangur frá 15-19. apríl til að gera mælingar á áhrifasvæði nýlegra hlaupa úr Markarfljóti og Svaðbælisá. Tilgangurinn var sá að mæla grugg og uppleyst efni á grunnslóðinni og kanna jafnframt hugsanleg áhrif á lífríki svæðisins. Til að kanna áhrif gosefnanna á klak og afkomu þorskhrogna voru tekin sjósýni á tunnur og þau flutt í Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunarinnar á Stað við Grindavík. Sýnin voru tekin fjórar sjómílur frá landi en voru engu að síður mjög gruggug og þó sérstaklega Svaðbælissjórinn. Til samanburðar voru einnig tekin sjósýni úr Faxaflóa sem er langt utan áhrifasvæðis hlaupanna. Í eldisstöðinni voru settar af stað tvær eldisrannsóknir með frjóvguð þorskhrogn úr eldisstöðinni. Annars vegar voru settar upp þynningarseríur með hrognum í gossjó í tilraunaglösum (tilraun A) og hins vegar voru hrognin sett í hrognasíló með stöðugri loftun (tilraun B). Í ljós kom að gosefnin botnféllu í tilraun A en héldust hins vegar í upplausn í tilraun B. Þroskunartími hrognanna fram að klaki var um tvær vikur og afföll voru skráð frá degi til dags. Í tilraun A, þar sem gosefnin féllu til botns, mældist enginn marktækur munur á afföllum eða klakhlutfalli hrognanna. Í tilraun B, þar sem gosefnin voru í stöðugri upplausn, höfðu gosefnin hins vegar marktækt neikvæð áhrif á klak og einnig klakþyngd þorsklirfanna.
Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira