Lífið

Dúett Elton og Gaga í bígerð

Elton John
Popparinn litríki syngur líklega dúett með Lady Gaga á Grammy-verðlaunahátíðinni.
Elton John Popparinn litríki syngur líklega dúett með Lady Gaga á Grammy-verðlaunahátíðinni.

Talið er að popparinn Elton John og Lady Gaga ætli að syngja dúett á bandarísku Grammy-verðlaunahátíðinni á sunnudaginn. Ekki er vitað hvaða lag þau ætla að syngja saman. Engu að síður bíða margir spenntir eftir þessu óvænta samstarfi þessara tveggja vinsælu tónlistarmanna.

„Það verður sannkölluð flugeldasýning að sjá Elton og Lady Gaga saman á sviði. Þetta gæti orðið ein eftirminnilegasta frammistaðan í sögu Grammy-hátíðarinnar,” sagði heimildarmaður. Verði dúettinn að veruleika verður hann ekki sá fyrsti hjá Elton á Grammy-hátíðinni. Síðast

flutti hann dúett með rapparanum Eminem árið 2001 við góðar undirtektir. Á meðal þeirra tónlistarmanna sem staðfest er að komi fram á hátíðinni eru Pink, Beyonce, Black Eyed Peas og Taylor Swift.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.