Boða aukna samvinnu í atvinnumálum Þorgils Jónsson skrifar 10. nóvember 2010 06:00 Ríkisstjórnarfundur í Víkingaheimum. Fréttaskýring: Ríkisstjórn kynnti í gær verkefni til að örva atvinnulíf á Suðurnesjum. Til greina kemur að flytja Landhelgisgæsluna til Keflavíkur og Þróunarfélagið verður eflt. Ekkert er ákveðið um stóriðju eða einkasjúkrahús. Sveitarstjórnarfólk er ánægt með samstarfsvilja stjórnar. Mögulegt er að Landhelgisgæslan verði flutt til Keflavíkurflugvallar á næstunni og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar getur stóraukið verkefni sín á næstunni. Þetta er meðal helstu atriða sem ríkistjórnin kynnti á blaðamannafundi í Reykjanesbæ í gær. Þar var rætt um hvernig bæta mætti stöðu mála á Suðurnesjum. Hagkvæmnisathugun á flutningi Gæslunnar verður kynnt 1. febrúar næstkomandi. Þrátt fyrir að stjórnin gæfi lítið út um stöðu ýmissa atvinnumála sem hafa verið í umræðunni, svo sem álver og kísilverksmiðju í Helguvík, flugstarfsemi ECA og nýtt einkarekið sjúkrahús að Ásbrú, voru ráðherrar og sveitarstjórnarfólk jákvæð varðandi framhaldið. Aðgerðirnar voru samþykktar á fundi ríkisstjórnar í gær en um morguninn hafði stjórnin fundað með fulltrúum sveitarstjórna. Mikil ólga hefur verið á svæðinu undanfarið þar sem atvinnuleysi er hvergi meira en einmitt þar. Heimamenn hafa því þrýst á stjórnvöld að taka af skarið, sérstaklega í atvinnumálum. Meðal annarra verkefna sem kynnt voru til sögunnar voru að stofnað verður til samráðsvettvangs ríkisstjórnar og sveitarfélaga til að vinna að málum svæðisins, stutt verði við klasaverkefni á sviði líforku, sveitarfélögin hafi með sér samstarf í félagsmálum og umboðsmaður skuldara opni útibú á Suðurnesjum. Þá verður einnig stutt við menntunarverkefni á svæðinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að dregin hefði verið upp glögg mynd af stöðu Suðurnesja. „Staðan á þessu svæði er með þeim hætti að atvinnumál þarf að taka mjög föstum tökum," sagði Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók undir þau orð og boðaði meðal annars breytingu á skattalögum til að greiða fyrir framgangi gagnavers að Ásbrú og auknum fjárveitingum til Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar til að flýta verklegum framkvæmdum við húsakost á svæðinu.Steingrímur bætti því við að þar myndi fjölgun starfa fyrst koma í ljós. „Strax í vetur ætti það að geta skilað störfum fyrir iðnaðarmenn og fleiri." Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði í lok fundar að hann væri ánægður með vilja stjórnarinnar til að vinna með sveitarfélögunum. „Það er meira virði heldur en að telja upp hversu mörg störf komi út úr einstaka verkefnum á þessari stundu. Við erum saman á þessu skipi og erum vonandi að róa í sömu átt." Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Fréttaskýring: Ríkisstjórn kynnti í gær verkefni til að örva atvinnulíf á Suðurnesjum. Til greina kemur að flytja Landhelgisgæsluna til Keflavíkur og Þróunarfélagið verður eflt. Ekkert er ákveðið um stóriðju eða einkasjúkrahús. Sveitarstjórnarfólk er ánægt með samstarfsvilja stjórnar. Mögulegt er að Landhelgisgæslan verði flutt til Keflavíkurflugvallar á næstunni og Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar getur stóraukið verkefni sín á næstunni. Þetta er meðal helstu atriða sem ríkistjórnin kynnti á blaðamannafundi í Reykjanesbæ í gær. Þar var rætt um hvernig bæta mætti stöðu mála á Suðurnesjum. Hagkvæmnisathugun á flutningi Gæslunnar verður kynnt 1. febrúar næstkomandi. Þrátt fyrir að stjórnin gæfi lítið út um stöðu ýmissa atvinnumála sem hafa verið í umræðunni, svo sem álver og kísilverksmiðju í Helguvík, flugstarfsemi ECA og nýtt einkarekið sjúkrahús að Ásbrú, voru ráðherrar og sveitarstjórnarfólk jákvæð varðandi framhaldið. Aðgerðirnar voru samþykktar á fundi ríkisstjórnar í gær en um morguninn hafði stjórnin fundað með fulltrúum sveitarstjórna. Mikil ólga hefur verið á svæðinu undanfarið þar sem atvinnuleysi er hvergi meira en einmitt þar. Heimamenn hafa því þrýst á stjórnvöld að taka af skarið, sérstaklega í atvinnumálum. Meðal annarra verkefna sem kynnt voru til sögunnar voru að stofnað verður til samráðsvettvangs ríkisstjórnar og sveitarfélaga til að vinna að málum svæðisins, stutt verði við klasaverkefni á sviði líforku, sveitarfélögin hafi með sér samstarf í félagsmálum og umboðsmaður skuldara opni útibú á Suðurnesjum. Þá verður einnig stutt við menntunarverkefni á svæðinu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að dregin hefði verið upp glögg mynd af stöðu Suðurnesja. „Staðan á þessu svæði er með þeim hætti að atvinnumál þarf að taka mjög föstum tökum," sagði Jóhanna. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tók undir þau orð og boðaði meðal annars breytingu á skattalögum til að greiða fyrir framgangi gagnavers að Ásbrú og auknum fjárveitingum til Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar til að flýta verklegum framkvæmdum við húsakost á svæðinu.Steingrímur bætti því við að þar myndi fjölgun starfa fyrst koma í ljós. „Strax í vetur ætti það að geta skilað störfum fyrir iðnaðarmenn og fleiri." Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sagði í lok fundar að hann væri ánægður með vilja stjórnarinnar til að vinna með sveitarfélögunum. „Það er meira virði heldur en að telja upp hversu mörg störf komi út úr einstaka verkefnum á þessari stundu. Við erum saman á þessu skipi og erum vonandi að róa í sömu átt."
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira