Bruggar og spilar á horn 24. febrúar 2010 06:00 Sturlaugur er meistari bæði í hornleik og bjórgerð. Hér stendur hann við brugggræjurnar í Ölgerðinni. fréttablaðið/anton Sturlaugur Jón Björnsson er með meistaragráðu í hornleik og starfar sem bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Sannarlega óvenjuleg blanda hjá þessum 27 ára Keflvíkingi. Sturlaugur Jón útskrifaðist með meistaragráðu í hornleik frá Boston-háskóla árið 2005 og ætlaði að helga sig tónlistinni. En nú hefur hin ástríðan hans, bjórgerð, tekið yfir því á síðasta ári hélt hann aftur til Bandaríkjanna og lærði bjórgerð í Kaliforníu. Í dag starfar Sturlaugur sem einn af bruggmeisturum Ölgerðarinnar. Hann grípur þó enn þá í hornið og stígur til dæmis á svið í Háskólabíói annað kvöld þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur sinfóníu nr. 7 eftir austurríska tónskáldið Anton Bruckner. Sturlaugur heillaðist upp úr skónum af bjórnum þegar hann dvaldi í Boston og sá að þarna var eitthvað á ferðinni sem hann vildi læra meira um. „Ég var úti í hljóðfæranámi en mestallur tíminn fór í að pæla í bjór,“ segir hann. „Ég hafði lengi haft áhuga á þessu og svo kynntist maður bjórmenningunni, þessari microbrugg-menningu sem er úti í Bandaríkjunum. Margir kannast við þetta eftir að hafa verið í útlöndum. Þetta eru til dæmis lítil brugghús sem oft framleiða og veita á sama stað.“ Hann segir að stundum hafi gætt misskilnings hjá almenningi varðandi bjórmenninguna í Bandaríkjunum. „Þegar maður segist hafa verið að læra ölgerð í Bandaríkjunum segja sumir að þeir kunni ekki að brugga. En mér finnst þeir vera á meðal þeirra framsæknustu á þessu sviði, listrænni ölgerð, í öllum heiminum.“ Námið í Kaliforníu var mjög skemmtilegt að mati Sturlaugs. „Ég kynntist þarna helling af áhugaverðu fólki. Ég var lærlingur um tíma hjá Vinnie Cilurzo, eiganda og bruggmeistara Russian River-brugghússins, sem framleiðir vel metna bjóra í bandarískum og belgískum stílum.“ Ástríða hans fyrir bjór kviknaði þó fyrst þegar hann var staddur í Þýskalandi árið 2001. „Ég smakkaði þar minn fyrsta Hefeweizen-hveitibjór og það var mín fyrsta almennilega upplifun. Upp frá því varð ekki aftur snúið.“ Núna er hann í draumastarfinu sínu við að framleiða bjór af ýmsum toga. Lítið brugghús var nýverið reist í Ölgerðinni og þar getur hann prófað sig áfram við að framleiða nýjar tegundir ásamt samstarfsfélaga sínum, Guðmundi Mar Magnússyni. „Þetta er allt í startholunum. Það er margt mjög spennandi að fara að gerast þar og að sjálfsögðu verðum við að sjá til þess að gæðin séu í lagi,“ segir Sturlaugur. freyr@frettabladid.is Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Sturlaugur Jón Björnsson er með meistaragráðu í hornleik og starfar sem bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Sannarlega óvenjuleg blanda hjá þessum 27 ára Keflvíkingi. Sturlaugur Jón útskrifaðist með meistaragráðu í hornleik frá Boston-háskóla árið 2005 og ætlaði að helga sig tónlistinni. En nú hefur hin ástríðan hans, bjórgerð, tekið yfir því á síðasta ári hélt hann aftur til Bandaríkjanna og lærði bjórgerð í Kaliforníu. Í dag starfar Sturlaugur sem einn af bruggmeisturum Ölgerðarinnar. Hann grípur þó enn þá í hornið og stígur til dæmis á svið í Háskólabíói annað kvöld þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur sinfóníu nr. 7 eftir austurríska tónskáldið Anton Bruckner. Sturlaugur heillaðist upp úr skónum af bjórnum þegar hann dvaldi í Boston og sá að þarna var eitthvað á ferðinni sem hann vildi læra meira um. „Ég var úti í hljóðfæranámi en mestallur tíminn fór í að pæla í bjór,“ segir hann. „Ég hafði lengi haft áhuga á þessu og svo kynntist maður bjórmenningunni, þessari microbrugg-menningu sem er úti í Bandaríkjunum. Margir kannast við þetta eftir að hafa verið í útlöndum. Þetta eru til dæmis lítil brugghús sem oft framleiða og veita á sama stað.“ Hann segir að stundum hafi gætt misskilnings hjá almenningi varðandi bjórmenninguna í Bandaríkjunum. „Þegar maður segist hafa verið að læra ölgerð í Bandaríkjunum segja sumir að þeir kunni ekki að brugga. En mér finnst þeir vera á meðal þeirra framsæknustu á þessu sviði, listrænni ölgerð, í öllum heiminum.“ Námið í Kaliforníu var mjög skemmtilegt að mati Sturlaugs. „Ég kynntist þarna helling af áhugaverðu fólki. Ég var lærlingur um tíma hjá Vinnie Cilurzo, eiganda og bruggmeistara Russian River-brugghússins, sem framleiðir vel metna bjóra í bandarískum og belgískum stílum.“ Ástríða hans fyrir bjór kviknaði þó fyrst þegar hann var staddur í Þýskalandi árið 2001. „Ég smakkaði þar minn fyrsta Hefeweizen-hveitibjór og það var mín fyrsta almennilega upplifun. Upp frá því varð ekki aftur snúið.“ Núna er hann í draumastarfinu sínu við að framleiða bjór af ýmsum toga. Lítið brugghús var nýverið reist í Ölgerðinni og þar getur hann prófað sig áfram við að framleiða nýjar tegundir ásamt samstarfsfélaga sínum, Guðmundi Mar Magnússyni. „Þetta er allt í startholunum. Það er margt mjög spennandi að fara að gerast þar og að sjálfsögðu verðum við að sjá til þess að gæðin séu í lagi,“ segir Sturlaugur. freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“