Bruggar og spilar á horn 24. febrúar 2010 06:00 Sturlaugur er meistari bæði í hornleik og bjórgerð. Hér stendur hann við brugggræjurnar í Ölgerðinni. fréttablaðið/anton Sturlaugur Jón Björnsson er með meistaragráðu í hornleik og starfar sem bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Sannarlega óvenjuleg blanda hjá þessum 27 ára Keflvíkingi. Sturlaugur Jón útskrifaðist með meistaragráðu í hornleik frá Boston-háskóla árið 2005 og ætlaði að helga sig tónlistinni. En nú hefur hin ástríðan hans, bjórgerð, tekið yfir því á síðasta ári hélt hann aftur til Bandaríkjanna og lærði bjórgerð í Kaliforníu. Í dag starfar Sturlaugur sem einn af bruggmeisturum Ölgerðarinnar. Hann grípur þó enn þá í hornið og stígur til dæmis á svið í Háskólabíói annað kvöld þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur sinfóníu nr. 7 eftir austurríska tónskáldið Anton Bruckner. Sturlaugur heillaðist upp úr skónum af bjórnum þegar hann dvaldi í Boston og sá að þarna var eitthvað á ferðinni sem hann vildi læra meira um. „Ég var úti í hljóðfæranámi en mestallur tíminn fór í að pæla í bjór,“ segir hann. „Ég hafði lengi haft áhuga á þessu og svo kynntist maður bjórmenningunni, þessari microbrugg-menningu sem er úti í Bandaríkjunum. Margir kannast við þetta eftir að hafa verið í útlöndum. Þetta eru til dæmis lítil brugghús sem oft framleiða og veita á sama stað.“ Hann segir að stundum hafi gætt misskilnings hjá almenningi varðandi bjórmenninguna í Bandaríkjunum. „Þegar maður segist hafa verið að læra ölgerð í Bandaríkjunum segja sumir að þeir kunni ekki að brugga. En mér finnst þeir vera á meðal þeirra framsæknustu á þessu sviði, listrænni ölgerð, í öllum heiminum.“ Námið í Kaliforníu var mjög skemmtilegt að mati Sturlaugs. „Ég kynntist þarna helling af áhugaverðu fólki. Ég var lærlingur um tíma hjá Vinnie Cilurzo, eiganda og bruggmeistara Russian River-brugghússins, sem framleiðir vel metna bjóra í bandarískum og belgískum stílum.“ Ástríða hans fyrir bjór kviknaði þó fyrst þegar hann var staddur í Þýskalandi árið 2001. „Ég smakkaði þar minn fyrsta Hefeweizen-hveitibjór og það var mín fyrsta almennilega upplifun. Upp frá því varð ekki aftur snúið.“ Núna er hann í draumastarfinu sínu við að framleiða bjór af ýmsum toga. Lítið brugghús var nýverið reist í Ölgerðinni og þar getur hann prófað sig áfram við að framleiða nýjar tegundir ásamt samstarfsfélaga sínum, Guðmundi Mar Magnússyni. „Þetta er allt í startholunum. Það er margt mjög spennandi að fara að gerast þar og að sjálfsögðu verðum við að sjá til þess að gæðin séu í lagi,“ segir Sturlaugur. freyr@frettabladid.is Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Sturlaugur Jón Björnsson er með meistaragráðu í hornleik og starfar sem bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Sannarlega óvenjuleg blanda hjá þessum 27 ára Keflvíkingi. Sturlaugur Jón útskrifaðist með meistaragráðu í hornleik frá Boston-háskóla árið 2005 og ætlaði að helga sig tónlistinni. En nú hefur hin ástríðan hans, bjórgerð, tekið yfir því á síðasta ári hélt hann aftur til Bandaríkjanna og lærði bjórgerð í Kaliforníu. Í dag starfar Sturlaugur sem einn af bruggmeisturum Ölgerðarinnar. Hann grípur þó enn þá í hornið og stígur til dæmis á svið í Háskólabíói annað kvöld þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur sinfóníu nr. 7 eftir austurríska tónskáldið Anton Bruckner. Sturlaugur heillaðist upp úr skónum af bjórnum þegar hann dvaldi í Boston og sá að þarna var eitthvað á ferðinni sem hann vildi læra meira um. „Ég var úti í hljóðfæranámi en mestallur tíminn fór í að pæla í bjór,“ segir hann. „Ég hafði lengi haft áhuga á þessu og svo kynntist maður bjórmenningunni, þessari microbrugg-menningu sem er úti í Bandaríkjunum. Margir kannast við þetta eftir að hafa verið í útlöndum. Þetta eru til dæmis lítil brugghús sem oft framleiða og veita á sama stað.“ Hann segir að stundum hafi gætt misskilnings hjá almenningi varðandi bjórmenninguna í Bandaríkjunum. „Þegar maður segist hafa verið að læra ölgerð í Bandaríkjunum segja sumir að þeir kunni ekki að brugga. En mér finnst þeir vera á meðal þeirra framsæknustu á þessu sviði, listrænni ölgerð, í öllum heiminum.“ Námið í Kaliforníu var mjög skemmtilegt að mati Sturlaugs. „Ég kynntist þarna helling af áhugaverðu fólki. Ég var lærlingur um tíma hjá Vinnie Cilurzo, eiganda og bruggmeistara Russian River-brugghússins, sem framleiðir vel metna bjóra í bandarískum og belgískum stílum.“ Ástríða hans fyrir bjór kviknaði þó fyrst þegar hann var staddur í Þýskalandi árið 2001. „Ég smakkaði þar minn fyrsta Hefeweizen-hveitibjór og það var mín fyrsta almennilega upplifun. Upp frá því varð ekki aftur snúið.“ Núna er hann í draumastarfinu sínu við að framleiða bjór af ýmsum toga. Lítið brugghús var nýverið reist í Ölgerðinni og þar getur hann prófað sig áfram við að framleiða nýjar tegundir ásamt samstarfsfélaga sínum, Guðmundi Mar Magnússyni. „Þetta er allt í startholunum. Það er margt mjög spennandi að fara að gerast þar og að sjálfsögðu verðum við að sjá til þess að gæðin séu í lagi,“ segir Sturlaugur. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein