Bruggar og spilar á horn 24. febrúar 2010 06:00 Sturlaugur er meistari bæði í hornleik og bjórgerð. Hér stendur hann við brugggræjurnar í Ölgerðinni. fréttablaðið/anton Sturlaugur Jón Björnsson er með meistaragráðu í hornleik og starfar sem bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Sannarlega óvenjuleg blanda hjá þessum 27 ára Keflvíkingi. Sturlaugur Jón útskrifaðist með meistaragráðu í hornleik frá Boston-háskóla árið 2005 og ætlaði að helga sig tónlistinni. En nú hefur hin ástríðan hans, bjórgerð, tekið yfir því á síðasta ári hélt hann aftur til Bandaríkjanna og lærði bjórgerð í Kaliforníu. Í dag starfar Sturlaugur sem einn af bruggmeisturum Ölgerðarinnar. Hann grípur þó enn þá í hornið og stígur til dæmis á svið í Háskólabíói annað kvöld þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur sinfóníu nr. 7 eftir austurríska tónskáldið Anton Bruckner. Sturlaugur heillaðist upp úr skónum af bjórnum þegar hann dvaldi í Boston og sá að þarna var eitthvað á ferðinni sem hann vildi læra meira um. „Ég var úti í hljóðfæranámi en mestallur tíminn fór í að pæla í bjór,“ segir hann. „Ég hafði lengi haft áhuga á þessu og svo kynntist maður bjórmenningunni, þessari microbrugg-menningu sem er úti í Bandaríkjunum. Margir kannast við þetta eftir að hafa verið í útlöndum. Þetta eru til dæmis lítil brugghús sem oft framleiða og veita á sama stað.“ Hann segir að stundum hafi gætt misskilnings hjá almenningi varðandi bjórmenninguna í Bandaríkjunum. „Þegar maður segist hafa verið að læra ölgerð í Bandaríkjunum segja sumir að þeir kunni ekki að brugga. En mér finnst þeir vera á meðal þeirra framsæknustu á þessu sviði, listrænni ölgerð, í öllum heiminum.“ Námið í Kaliforníu var mjög skemmtilegt að mati Sturlaugs. „Ég kynntist þarna helling af áhugaverðu fólki. Ég var lærlingur um tíma hjá Vinnie Cilurzo, eiganda og bruggmeistara Russian River-brugghússins, sem framleiðir vel metna bjóra í bandarískum og belgískum stílum.“ Ástríða hans fyrir bjór kviknaði þó fyrst þegar hann var staddur í Þýskalandi árið 2001. „Ég smakkaði þar minn fyrsta Hefeweizen-hveitibjór og það var mín fyrsta almennilega upplifun. Upp frá því varð ekki aftur snúið.“ Núna er hann í draumastarfinu sínu við að framleiða bjór af ýmsum toga. Lítið brugghús var nýverið reist í Ölgerðinni og þar getur hann prófað sig áfram við að framleiða nýjar tegundir ásamt samstarfsfélaga sínum, Guðmundi Mar Magnússyni. „Þetta er allt í startholunum. Það er margt mjög spennandi að fara að gerast þar og að sjálfsögðu verðum við að sjá til þess að gæðin séu í lagi,“ segir Sturlaugur. freyr@frettabladid.is Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira
Sturlaugur Jón Björnsson er með meistaragráðu í hornleik og starfar sem bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Sannarlega óvenjuleg blanda hjá þessum 27 ára Keflvíkingi. Sturlaugur Jón útskrifaðist með meistaragráðu í hornleik frá Boston-háskóla árið 2005 og ætlaði að helga sig tónlistinni. En nú hefur hin ástríðan hans, bjórgerð, tekið yfir því á síðasta ári hélt hann aftur til Bandaríkjanna og lærði bjórgerð í Kaliforníu. Í dag starfar Sturlaugur sem einn af bruggmeisturum Ölgerðarinnar. Hann grípur þó enn þá í hornið og stígur til dæmis á svið í Háskólabíói annað kvöld þegar Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur sinfóníu nr. 7 eftir austurríska tónskáldið Anton Bruckner. Sturlaugur heillaðist upp úr skónum af bjórnum þegar hann dvaldi í Boston og sá að þarna var eitthvað á ferðinni sem hann vildi læra meira um. „Ég var úti í hljóðfæranámi en mestallur tíminn fór í að pæla í bjór,“ segir hann. „Ég hafði lengi haft áhuga á þessu og svo kynntist maður bjórmenningunni, þessari microbrugg-menningu sem er úti í Bandaríkjunum. Margir kannast við þetta eftir að hafa verið í útlöndum. Þetta eru til dæmis lítil brugghús sem oft framleiða og veita á sama stað.“ Hann segir að stundum hafi gætt misskilnings hjá almenningi varðandi bjórmenninguna í Bandaríkjunum. „Þegar maður segist hafa verið að læra ölgerð í Bandaríkjunum segja sumir að þeir kunni ekki að brugga. En mér finnst þeir vera á meðal þeirra framsæknustu á þessu sviði, listrænni ölgerð, í öllum heiminum.“ Námið í Kaliforníu var mjög skemmtilegt að mati Sturlaugs. „Ég kynntist þarna helling af áhugaverðu fólki. Ég var lærlingur um tíma hjá Vinnie Cilurzo, eiganda og bruggmeistara Russian River-brugghússins, sem framleiðir vel metna bjóra í bandarískum og belgískum stílum.“ Ástríða hans fyrir bjór kviknaði þó fyrst þegar hann var staddur í Þýskalandi árið 2001. „Ég smakkaði þar minn fyrsta Hefeweizen-hveitibjór og það var mín fyrsta almennilega upplifun. Upp frá því varð ekki aftur snúið.“ Núna er hann í draumastarfinu sínu við að framleiða bjór af ýmsum toga. Lítið brugghús var nýverið reist í Ölgerðinni og þar getur hann prófað sig áfram við að framleiða nýjar tegundir ásamt samstarfsfélaga sínum, Guðmundi Mar Magnússyni. „Þetta er allt í startholunum. Það er margt mjög spennandi að fara að gerast þar og að sjálfsögðu verðum við að sjá til þess að gæðin séu í lagi,“ segir Sturlaugur. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Sjá meira