Lögreglumenn fá ekki að nota rafbyssur Magnús Már Guðmundsson skrifar 17. desember 2010 20:55 Breskur lögreglumaður með rafbyssu. Mynd/AFP Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra, telur ekki ástæðu til að lögreglumenn fái að nota rafbyssur við skyldustörf. Sá sem verði fyrir skotinu stífni upp og geti ekki hreyft sig á meðan tækið sé í gangi. Þetta kemur fram í svari Ögmundar við fyrirspurn Auðar Lilju Erlingsdóttur, varaþingmanns og framkvæmdastýru VG, um rafbyssur í lögreglustarfi. Undanfarin þrjú ár hefur verið til skoðunar hvort að taka eigi rafbyssur í notkun hér á landi og vill t.a.m. Landssamband lögreglumanna taka slík tæki í notkun. Snorri Magnússon, formaður landssambandsins, sagði í samtali við fréttastofu í júlí að tryggja yrði öryggi lögreglumanna með rafbyssum. Hann sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu að notkun tækisins yrði heimiluð hér á landi. Ekki þyrfti lagabreytingu en hugsanlega myndi þurfi að breyta ákvæðum um valdbeitingarheimildir lögreglu í reglugerð. Ögmundur segir ráðuneytið hafa haft málefnið til skoðunar um nokkurt skeið og telja að svo stöddu ekki tilefni til að búa lögreglulið rafbyssum. „Í umfjöllun um rafstuðstæki er nauðsynlegt að gera greinarmun á straumi og spennu. Tækin sem hafa verið til skoðunar hér á landi gefa frá sér 50.000 volta spennu. Spennan lækkar þegar maður verður fyrir rafstuðinu niður í 1.200 volt. Straumurinn sem tækið gefur frá sér er hins vegar 0,0021 amper. Spennan sem tækið sendir frá sér hefur áhrif á skyntauga- og hreyfitaugakerfið og veldur tímabundinni tauga- og vöðvalömun (neural muscular incaptation). Sá sem fyrir skotinu verður stífnar upp og getur ekki hreyft sig á meðan tækið er í gangi," segir í svari Ögmundar. Þar segir jafnframt: „Eins og fram kemur hér að framan telur ráðherra ekki ástæðu til að taka rafstuðstæki í notkun." Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Ögmundur Jónasson, dómsmála- og mannréttindaráðherra, telur ekki ástæðu til að lögreglumenn fái að nota rafbyssur við skyldustörf. Sá sem verði fyrir skotinu stífni upp og geti ekki hreyft sig á meðan tækið sé í gangi. Þetta kemur fram í svari Ögmundar við fyrirspurn Auðar Lilju Erlingsdóttur, varaþingmanns og framkvæmdastýru VG, um rafbyssur í lögreglustarfi. Undanfarin þrjú ár hefur verið til skoðunar hvort að taka eigi rafbyssur í notkun hér á landi og vill t.a.m. Landssamband lögreglumanna taka slík tæki í notkun. Snorri Magnússon, formaður landssambandsins, sagði í samtali við fréttastofu í júlí að tryggja yrði öryggi lögreglumanna með rafbyssum. Hann sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu að notkun tækisins yrði heimiluð hér á landi. Ekki þyrfti lagabreytingu en hugsanlega myndi þurfi að breyta ákvæðum um valdbeitingarheimildir lögreglu í reglugerð. Ögmundur segir ráðuneytið hafa haft málefnið til skoðunar um nokkurt skeið og telja að svo stöddu ekki tilefni til að búa lögreglulið rafbyssum. „Í umfjöllun um rafstuðstæki er nauðsynlegt að gera greinarmun á straumi og spennu. Tækin sem hafa verið til skoðunar hér á landi gefa frá sér 50.000 volta spennu. Spennan lækkar þegar maður verður fyrir rafstuðinu niður í 1.200 volt. Straumurinn sem tækið gefur frá sér er hins vegar 0,0021 amper. Spennan sem tækið sendir frá sér hefur áhrif á skyntauga- og hreyfitaugakerfið og veldur tímabundinni tauga- og vöðvalömun (neural muscular incaptation). Sá sem fyrir skotinu verður stífnar upp og getur ekki hreyft sig á meðan tækið er í gangi," segir í svari Ögmundar. Þar segir jafnframt: „Eins og fram kemur hér að framan telur ráðherra ekki ástæðu til að taka rafstuðstæki í notkun."
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira