Innlent

Fidelity með 6% í Össuri

Breski fjárfestingasjóðurinn Fidelity hefur aukið hlut sinn í Össuri í 6%, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.

Markaðsvirði hlutarins sem tilkynnt var um í dag er um 1,2 milljarðar króna.

Sjóðurinn á nú 27.236.840 hluti í Össur en átti áður 20.567.840 hluti. Hefur sem sé bætt við sig 6.669.000 hlutum.

Gengi Össurar var 182,5 við lok markaðar og hafði lækkað um 0,3%, samkvæmt upplýsingum frá verðbréfavefnum Keldu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×