Enski boltinn

Mancini segist vinna í 18 tíma á dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn ítalski stjóri Man. City, Roberto Mancini, er afar duglegur stjóri að eigin sögn. Hann segist vinna í 18 tíma í dag og segir að ekkert minna dugi til að koma City í hóp bestu félaga Englands.

„Ég var beðinn um að ná árangri í ensku deildinni með þetta félag og ég vinn 18 tíma á dag til þess að ná því markmiði," sagði Mancini.

„Ég hef alls staðar náð árangri sem þjálfari og City mun einnig vinna titla undir minni stjórn. Ég sakna samt fjölskyldu minnar sem býr í Bologna en þau munu koma til mín í sumar. Það verður gott að búa ekki lengur einn," sagði Mancini sem mun líklega vinna aðeins minna þegar fjölskyldan mætir á svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×