Innlent

Lundúnarflugi til Íslands seinkar vegna óveðurs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seinkun hefur orðið á flugi Iceland Express frá London til Keflavíkur í dag vegna slæms veðurs í London. Að sögn Matthíasar Imsland er Gatwick flugvöllur lokaður og mun vél Iceland Express því fljúga frá Stanstead. Matthías segir að gert sé ráð fyrir því að flogið verði um klukkan fimm.

Matthías segir að farþegum verði boðið upp á ferðir frá Gatwick til Stanstead fyrir þá sem vilja. Engar upplýsingar hafa borist um seinkunn á flugi Icelandair frá Heathrow.

Eins og fréttastofa greindi frá í morgun hefur orðið mikil röskun á samgöngum á Bretlandi undanfarinn sólarhring vegna snjókomu og óveðurs. British Airways þurfti að aflýsa fjölmörgum flugferðum frá Heathrow og flug frá Gatwick lá einnig niðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×