Enski boltinn

O'Neill: Það er ómögulegt að feta í fótspor Ferguson

Ómar Þorgeirsson skrifar
Martin O'Neill og Sir Alex Ferguson.
Martin O'Neill og Sir Alex Ferguson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Martin O'Neill hjá Aston Villa er eitt af þeim nöfnum sem nefnd hafa veri til sögunnar í umræðunni um líklega arftaka lifandi goðsagnarinnar Sir Alex Ferguson hjá Manchester United.

O'Neill mætir Ferguson í úrslitaleik deildarbikarsins í dag en hefur ekki leitt hugann að því að gerast eftirmaður Ferguson á Old Trafford-leikvanginum og segir það raunar ekki vera ákjósanlegt hlutskipti.

„Það er ómögulegt að feta í fótspor Ferguson. Hversu oft hefur hann eiginlega unnið ensku úrvalsdeildina með United? Ég veit það ekki. Ég hef alla vega aldrei hugleitt möguleikann á að taka við af honum.

Ég nýt þess að stýra Aston Villa og ég vonast til þess að vinna einhverja titla með því félagi á næstu árum. Það yrði frábært auk þess sem við vonumst til þess að komast í Meistaradeildina," sagði O'Neill í viðtali við Daily Telegraph í dag.

Leikur Aston Villa og Manchester United hefst kl. 15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×